Stór ósigur

Ef fer sem nú horfir með stuðning við stjórnmálaflokkana í komandi kosningum, mun þjóðin bíða sinn stærsta ósigur í langan tíma.  Sigur vinstri flokkanna í kosningunum mun koma þjóðinni í enn verri stöðu, en hún nú er í.

Vinstri flokkarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leyndu fyrir kjósendum hvað þeir hyggjast gera eftir kosningar, annað en að lækka laun og hækka skatta.  Hugmyndaflug í skattpíningu hefur aldrei brugðist þessum flokkum.  Vandamálið er hinsvegar að heimilin í landinu hafa ekkert bolmagn til þess að taka á sig aukna skattbyrði um þessar mundir og ekki heldur launalækkanir.  VG reynir að draga úr tali sínu um launalækkanir og er nú farið að boða aukinn launajöfnuð, án þess að útskýra það frekar og án þess að gefa upp hverjir skuli lækka.

Ennfremur forðast þeir eins og heitan eldinn, að skýra frá því hvernig þeir ætli að skera niður ríkisútgjöld.  Þeir vilja ekki einu sinni ræða um hvernig á að spara á þessu ári, hvað þá á næstu þrem árum, en þá verður að skila hallalausum fjárlögum.  Gefið er í skyn að neyðarfjárlög verði sett strax eftir kosningar, en enginn fær að vita hvað þau eiga að innihalda, enda er engin samstaða milli VG og Smáflokkafylkingarinnar um hvar skal skera niður.

Takist þeim að tóra út árið og nái að setja saman fjárlög fyrir árið 2010, með 80 milljarða niðurskurði í bland við skattahækkanir, skal því spáð hér og nú, að ríkisstjórnin mun í síðasta lagi springa seinni hluta ársins 2011, vegna ósamkomulags um ríkisfjármálin.

Þá verður ósigur þjóðarinnar orðinn að hreinni niðurlægingu.


mbl.is Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið að þakka

Þá er loksins búið að slíta þinginu og þinmenn farnir í alvöru kosningabaráttu, þ.e.a.s. þeir sem vilja halda áfram þingsetu.  Ríkisstjórnin, sem mynduð var til að koma á nauðsynlegum hjálparaðgerðum fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu, fer frá án þess að hafa komið nánast nokkrum björgunaraðgerðum frá sér. 

Sá spádómur, sem hér hefur nokkrum sinnum verið settur fram, gekk eftir, að stjórnin myndi selja stjórnlagafrumvarpsbastarðinn fyrir samþykki álversins í Straumsvík og á síðustu stundu krafðist VG að fá samþykki fyrir banni við vændiskaupum.  Þetta er einhver ódýrasta hugsjónasala sem sögur fara af í seinni tíð.

Ef þjóðin fer ekki að vakna, er stórhætta á að VG verði stærsti flokkurinn eftir kosningar og þá mun stjórnarmyndun verða erfið, því Steingrímur J. mun krefjast þess að verða forsætisráðherra.  Smáflokkafylkingin, eins ósamstæð og hún er, getur ekki sætt sig við að aðrir flokkar skipi forsæti í ríkisstjórn, sem hún tekur þátt í, eins og sannaðist í samstarfi hennar við Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki batnar ástandið í þjóðfélaginu við það að bíða þurfi í margar vikur eftir að samstaða náist um næsta forsætisráðherra, hvað þá samkomulagi um efnahagsaðgerðir og niðurskurð ríkisfjármála.

Mesta hættan er sú, að þjóðin sofi á verðinum og draumarnir verði að martröð.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband