9.3.2009 | 16:52
Fyrirmyndarríkið
Kosningar fóru fram í gær í einu af fáum ríkjum, sem ennþá kenna sig við kommúnisma, þ.e. fyrirmyndarríkinu Norður-Kóreu. Kjörsókn var að vísu ekki nema 99,98%, þar sem 0,02% landsmanna voru of lasnir eða svangir til þess að komast á kjörstað. Kannski var það bara af því að bíll einhvers sem átti að aka kjósendum á kjörstað hefur bilað.
Það ánægjulega við kosningarnar er hvað þjóðin stendur þétt saman sem einn maður, því ekki skilaði nokkur einasti maður auðum atkvæðaseðli né ógildum, enda ekki verið að flækja kosningarnar með mörgum frambjóðendum í hverju kjördæmi.
Hinn mikli leiðtogi, Kim Jong Il, sem er ekki nema 67 ára og við hestaheilsu, hefur ekki séð neina ástæðu til þess að láta sjá sig opinberlega meðal alþýðunnar síðan í ágústmánuði, enda verið upptekinn við að gera almúganum lífið léttara. Illar tungur kapítalistanna á vesturlöndum halda því hins vegar fram að leiðtoginn mikli hafi fengið heilablóðfall, en jafnvel þó svo væri, myndi það ekki aftra honum frá því að vinna þjóð sinni allt það gagn sem hún á skilið.
Ó, Sovét Ísland, hvenær kemur þú?
![]() |
99,98% kjörsókn í Norður-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2009 | 10:02
Bankadóminó
Með yfirtöku FME á Straumi-Burðarási er síðasti kubburinn í íslenska bankadóminóinu fallinn. Þá eru allir stæstu bankarnir komnir í vörslu FME, sem ætti að verða til þess að auðvelda uppröðun kubbanna á ný og fá heildarmynd á hvernig spilið var uppbyggt.
Að ná utanum allan þennan flókna spillingarvef íslenska bankakerfisins virðist vera ofvaxið íslenskum rannsóknarstofnunum og því hlýtur að verða leitað til allra þeirra erlendu aðila sem reynslu hafa af að rekja upp slíka vefi.
Þar að auki þarf almenningur að fá að fylgjast með þessum rannsóknum. Ekki er ásættanlegt að hann fái eingöngu að fylgjast með því sem Morgunblaðinu tekst að grafa upp.
![]() |
Fall Straums gæti haft miklar afleiðingar í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)