Sérþjálfaðir rannsóknarmenn

Hér hefur nokkrum sinnum verið fjallað um banka- og útrásarvíkingana og þá ekki eingöngu um hvernig bönkunum var pukrunarlaust beitt í eigin þágu "eigendanna", heldur ekki síður hvernig þeir tæmdu allt eigið fé út út úr þeim fyrirtækjum sem þeir "keyptu", t.d. Icelandair, Eimskip, tryggingafélögin o.fl.  Þetta á einnig við erlendu félögin, þau eru öll eiginfjárlaus (fyrir utan viðskiptavildina), en skuldsett upp fyrir rjáfur. 

Íslenskar eftirlitsstofnanir eru afar vanbúnar að takast á við þessar flóknu rannsóknir og því ber að taka fullt mark á eftirfarandi orðum fyrrum rannsókanardómarans Evu Joly:

"Joly segir ekki nóg að yfirheyra meinta glæpamenn heldur þurfi að beita húsleitarheimildum. Því menn eigi auðvelt með að segja nei í yfirheyrslum. Skoða þurfi ársreikninga ofl. ofan í kjölinn til þess að finna út hvort brot hafi verið framin. Hún telur að ekki dugi minna en 20-30 sérfræðinga til þess að koma að rannsókninni og að ekki sé orðið of seint að rannsaka málið þrátt fyrir að sex mánuðir séu liðnir frá hruninu.

Hún segir mikilvægt að fjölmiðlar búi við frelsi og segir að það verði að gæta þess að upplýsa þjóðina um rannsóknina. Fólk verði að fá upplýsingar.  Hún segir það áfall að þrátt fyrir að íslensku bankarnir hafi vitað hver staðan var þá hafi þeir hvatt fólk til þess að leggja fjármuni sína inn í bankana. Joly segir að það megi ekki láta þá, ef þeir eru sekir, komast upp með glæpi sína."

Rannsóknarnefndin um bankahrunið og embætti sérstaks saksóknara verða að fá allar þær fjárveitingar sem nauðsynlegar eru og alla þá erlendu sérfræðinga sem völ er á til þess að allir þræðir hins flókna spillingarvefs verði raktir að fullu.


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldagrænir

Svandís Svavarsdóttir er sigurvegari forvals VG í Reykjavík og er henni óskað til hamingju með það.  Hún er mikill skörungur og verðugur andstæðingur í pólitíkinni, virðist ekki alveg jafn mikill öfgasinni og t.d. Kolbrún Halldórsdóttir, sem beið afhroð í forvalinu.  Ef til vill er þessi niðurstaða merki um að VG sé að færast nær nútímanum, en ef það er svo, eru það mikil tíðindi.

Afar athyglisvert er að fram kemur hjá Svandísi að VG hafi staðið fyrir "búsáhaldabyltingunni" og er það í fyrsta sinn sem forystumaður í VG viðurkennir það, þótt það hafi svo sem verið á allra vitorði, enda lauk þeirri "byltingu" um leið og Vinstri grænir komust í ríkisstjórn.  Svandís talar um að listinn sé sterk blanda reyndra þingmanna og fulltrúa sem voru áberandi í "búsáhaldabyltingunni".

Þar með er það opinberlega viðurkennt hvaða meðulum VG eru tilbúnir að beita til að komast til valda.


mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband