Skrilljarđar

Ţćr upphćđir sem bankarnir hafa lánađ útrásarvíkingunum (sem í flestum tilfellum réđu bönkunum) eru gjörsamlega óskiljanlegar venjulegu fólki, sem baslar međ sín íbúđa- og bílalán og önnur venjuleg heimilisútgjöld.

Ţví meira sem kemur upp á yfirborđiđ af ţessum ótrúlega köngulóarvef eignarhaldsfélaga garkanna, ţví ótrúlegra verđur ađ ţetta sé allt saman löglegir gerningar, eins og banka- og útrásarliđiđ heldur fram.  Ennţá heyrist ekkert frá skilanefndum, fjármálaeftirliti eđa saksóknurum um ţessi mál og hefur ţví ţó veriđ heitiđ ađ allt skuli vera "uppi á borđinu" og upplýsingagjöfin skilvirk.  Ekkert fréttist, nema ţađ sem fjölmiđlar grafa upp eftir leynilegum leiđum innan úr kerfinu.  Viđ svo búiđ verđur ekki unađ lengur.

Ţađ hlýtur ađ vera deginum ljósara ađ fjöldinn allur af ákćrum verđur gefinn út á hendur ţessum mönnum áđur en langt um líđur.  Jafn víst er ađ allt helsta lögfrćđingaliđ landsins mun verja ţessa menn međ kjafti og klóm og jafnvel takast ađ ţvćla málum ţannig ađ ekkert komi út úr ákćrunum.

Baugsmáliđ svokallađa hefur líklega lamandi áhrif á rannsóknara, ţar sem ađ í ţví máli voru menn sýknađir af ákćrum sem allir, sem koma nálćgt fyrirtćkjarekstri, töldu víst ađ teldust til alvarlegra lögbrota.  Saksóknaraembćttiđ hefur c.a. 130 milljónum úr ađ spila árlega (fékk reyndar 50-60 milljónir í aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins), en Bónusfélagar sögđust hafa eytt einum til tveim milljörđum króna í vörnina.  Hvernig á ákćruvaldiđ ađ ráđa viđ slíkan fjáraustur í ţessi mál?  Ekki má heldur gleyma andrúmsloftinu í ţjóđfélaginu á ţessum tíma, en ţá var almenningur algerlega á bandi Baugsmanna og taldi allar ákćrur á hendur ţeim eingöngu lýsa illmennsku yfirvalda.

J. O. Simpson var sýknađur af morđákćru, sem allir "vissu" ađ hann vćri sekur um, vegna ţess ađ hann beitti fyrir sig fremstu lögmönnum Bandaríkjanna, sem tókst ađ snúa útúr öllum sönnunargögnum og gera ţau tortryggileg. 

Vonandi tekst íslenskum sökudólgum ekki ađ leika ţann leik aftur.


mbl.is Lánuđu sjálfum sér milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband