26.3.2009 | 16:28
Lánsamir að hafa krónuna
Lettar hafa fengið lán upp á 7,5 milljarða evra, án þess að þurfa að fara að kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gengisfellingu. Í staðinn þurfa Lettar að beita miklum niðurskurði ríkisútgjalda, sem m.a. kemur niður á bótum til barna yngri en eins árs.
Lettar geta ekki fellt gengið, þar sem það er fastbundið við Evru og mikill þrýstingur er frá ESB um að Lettar og aðrar þjóðir í sömu aðstöðu felli ekki gengið, þar sem það myndi endanlega ganga af Evrunni dauðri. Þar sem Lettar geta ekki beitt því hagstjórnartæki sem sveigjanlegt gengi er, verða þeir að búa sig undir miklu erfiðari afleiðingar kreppunnar en ella hefði orðið, t.d. gífurlegt atvinnuleysi, beinar launalækkanir og stórkostlegan niðurskurð ríkisútgjalda, þ.m.t. velferðarkerfið. Ísland mun verða miklu fljótara að ná sér upp úr kreppunni, einmitt vegna gengislækkunarinnar, því annars hefðu útflutningsgreinarnar ekki staðið af sér fjármálahrunið.
Mikið mega Íslendingar þakka fyrir að hafa krónuna.
![]() |
Barnavagnabylting yfirvofandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 13:27
Vinaþjóðir
Þegar á reynir getum við Íslendingar greinilega hvergi átt von á stuðningi frá "vinaþjóðum" okkar, ekki einu sinni norðulandaþjóðunum. Í minnisblaði utanríkisráðuneytisins kemur fram að Ísland hafi verið algerlega einangrað í Icsave deilunni og við hafi legið að landið yrði rekið úr EES.
Nú á síðustu dögum höfum við fengið fréttir af því að "vinir" okkar í Noregi séu að íhuga hálfgert viðskiptabann á íslenskar sjávarafurðir vegna löglegra veiða okkar á Makríl. Allt þetta sannar enn og aftur að íslendingar geta ekki reitt sig á neina sérstaka aðstoð erlendis þegar eitthvað bjátar á.
Þrátt fyrir allt þetta er enn til fólk og reyndar heill stjórnmálaflokkur, sem sér það sem einhverskonar björgunaraðgerð í efnahagskreppunni að ganga til nánara samstarfs við þessar þjóðir innan ESB. Meira að segja er þetta eina tillagan sem þessi stjórnmálaflokkur segir að geti bjargað okkur til framtíðar. Á sama tíma er ESB nánast að liðast í sundur vegna ágreinings um hvernig á að taka á kreppunni í Evrópu og Evrusamstarfið gæti sprungið í loft upp vegna mismunandi aðstæðna í Evrulöndunum.
Vonandi fer að glæðast skilningur á því að enginn bjargar okkur nema við sjálf og að það verðum við að gera án sérstakrar hjálpar "vinaþjóða" okkar.
![]() |
EES-samningurinn í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)