25.3.2009 | 15:14
Alþingi
Ríkisverkstjórinn, Jóhanna, segist vilja láta afgreiða 22 þingmál, þar af 12 mál sem snerta fjármál heimila og fyrirtækja. Í dag er síðasti þingdagur í þessari viku og þá er eingöngu næsta vika eftir af þingstörfum. Þess vegna verður að vekja athygli á vinnubrögðum vinnuflokks ríkisverkstjórans og Alþingis, sem virðist ekki hafa neina sjálfstæða stjórn, eða geta raðað málum í forgangsröð, eins og sjá má af dagskrá Alþingis í dag.
Á dagskrá eru 26 mál, eins og í gær, og mörg þeirra voru á dagskrá í gær líka og komust greinilega ekki til umræðu, þrátt fyrir að þingfundur stæði fram á rauða nótt. Ef menn skoða dagskrána geta þeir velt fyrir sér hvað liðir nr. 4, 5, 6, 8, 9, 12, 13, 14, 15, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 26 koma bráðavanda heimila og fyrirtækja við. Þetta eru sem sagt 18 af 26 málum sem á dagskrá eru og gjörsamlega óskiljanlegt hvað er verið að leika, með því að halda mönnum uppteknum við að eyða tíma í mál, sem ekkert liggur á að ræða.
Þingmenn ræða oft um að auka þurfi virðingu Alþingis og gera það sjálfstæðara gagnvart framkvæmdavaldinu. Miðað við þessa dagskrá er Alþingi hvorki sjálfstætt, né á nokkra virðingu skilið. Sama á reyndar við um ríkisstjórnina, sem stjórnar þessari vitleysu.
![]() |
Vilja afgreiða 22 mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 11:17
Niðurfærsla skulda
Jóhanna, ríkisverkstjóri, tók undir það á aukaársfundi ASÍ, sem hér hefur verið haldið fram, að niðurfelling skulda í dag verði skattur á þjóðina á morgun. Jóhanna segir að skatturinn verði greiddur af launþegum þessa lands og að "gjafatillögurnar" myndu kosta ríkissjóð 300 milljarða króna, eingögnu vegna húsnæðislánanna og um 900 milljarðar ef fyrirtækin fengju líka sinn gjafapakka. Með slíkum skuldaniðurfellingum væri verið að binda langan skuldaklafa á þjóðina um langan tíma.
Fjárlög ársins 2009 gera ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga verði rúmir 103 milljarðar króna, tekjuskattur lögaðila verði rúmir 22 milljarðar og allar aðrar tekjur (v.sk., tryggingargjald, eignasala, vaxtatekjur o.fl.) verði alls um 277 milljarðar króna, eða að heildartekjur ríkissjóðs verði á árinu 402,5 milljarðar. Framundan er gífurlegur niðurskurður ríkisútgjalda og skattahækkanir, svo allir hljóta að sjá hversu fáráðnlegar þessar tillögur um eftirgjöf skulda er. Það þarf nefninlega einhver að borga og það þýðir ekki að blekkja með því að þetta verði svo einfalt að erlendir lánadrottnar gömlu bankanna verði bara látnir taka þetta á sig. Þeir mundu auðvitað aldrei sætta sig við það og þá lendir þetta hvergi annars staðar en á skattgreiðendum.
Einfaldari tillaga væri bara að láta seðlabankann prenta seðla og senda fjögurra milljóna króna seðlabúnt inn á hvert heimili í landinu. Fólk myndi rjúka til og eyða peningunum og koma atvinnulífinu þannig í gang aftur, jafnvel þó verðbólga ryki upp tímabundið.
Eini gallinn á þessari tillögu og hinum um skuldaniðurfellingarnar er að hún er jafn arfavitlaus. Gullgerðarmenn fyrri alda uppgötvuðu að lokum að ekki er hægt að búa til gull úr blýi.
![]() |
Hafnar flatri niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)