24.3.2009 | 13:43
Engar viðræður um bankasamruna
Það eru engar viðræður um bankasamruna segir Gylfi viðskiptaráðherra. Það væri nú gott og blessað ef tíminn væri notaður í umræður um önnur aðkallandi mál sem brenna á þjóðinni.
Nú eru sárafáir fundardagar eftir hjá Alþingi fyrir kosningar og ætla mætti að ekkert kæmist að í umræðum þar annað en brýnustu hagsmunamál atvinnulífs og fjölskyldna í landinu. Nú er að hefjast þingfundur og hér má sjá dagskrána. Þar eru til umræðu 26 mál , en á síðustu stundu var skipt út liðnum "störf þingsins" fyrir umræður um aðild að ESB og álverið í Helguvík. Fróðlegt verður að fylgjast með hvað mikill tími fer í umræður um t.d. liði nr. 7, 11, 12, 13, 14, 17, 23, 24, 25 og 26.
Að tíma þingsins skuli sóað í slík mál, rétt fyrir þinglok í mestu kreppu sem yfir landið hefur dunið, getur ekki kallast annað en hneyksli.
![]() |
Óvíst um sameiningu banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 09:58
Verðhjöðnun?
Í fréttinni kemur fram að: "Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis), að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands". ´Greiningardeild Glitnis hafði spáð að vísitalna myndi hækka um 0,3% frá fyrra mánuði, en reyndin varð ekki nema 0,16%. Verðbætur húsnæðislána munu því hækka lítið um næstu mánaðarmót, en vextir af skammtímaskuldum eru nánast glæpsamlegir.
Við vaxtaákvörðun seðlabankans var sagt að varlega þyrfti að fara í vaxtalækkanir því óvissan væri svo mikil í efnahagsmálunum. Að halda uppi svo háum raunvöxtum er hrein aðför að atvinnulífinu og heimilunum í landinu. Engin eftirspurnarþrýstingur er fyrir hendi og hraustleg vaxtalækkun væri besta innspýtingin til að auka verðmætasköpun og fjölga störfum í landinu.
Á næsta vaxtaákvörðunardegi verður að gera þá kröfu að stýrivextir verði lækkaði niður í 8-10% og svo áfram út árið, þar til þeir verði komnir niður í 4-5%.
Verðhjöðnun, með hruni fyrirtækja og auknu atvinnuleysi, er mun verri en smávægileg verðbólga.
![]() |
Talsvert dregur úr verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)