17.3.2009 | 15:05
Útþenslustopp ESB
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að stækkun Evrópusambandsins verði ekki meiri en svo, að Króatía verði tekin í klúbbinn og svo verði skellt í lás. Þjóðverjar, eins og aðrir, eru farnir að sjá að ESB stendur á brauðfótum og myntbandalagið við það að springa. Efnahagskreppan kemur misjafnlega niður á ESBríkjunum og eru sum þeirra að hruni komin fjárhagslega og Þjóðverjar og Frakkar hafa engan áhuga á að koma þeim til bjargar. Þýskir og Franskir skattgreiðendum finnst þeir eiga nóg með sjálfa sig, þó þeir fari ekki að taka vandamál annarra ESB þjóða á sitt bak.
Flokkur kanslarans telur að nú "eigi að einbeita sér að því að þétta ríkin saman, styrkja stofnanir sambandsins og gildi á sama tíma og hægt verði á stækkunarferlinu". Eina undantekningin frá þeirri reglu getur verið fyrir Króatíu og standa vonir til þess að hún verði aðili að ESB fyrir árslok.
Vonandi verður þessi nýja stefna Angelu Merkel og flokks hennar til þess að þagga niður í ESB sinnum á Íslandi og bjarga Íslendingum frá þessu hnignandi "stórríki".
![]() |
Vilja hægja á stækkun ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.3.2009 | 12:55
Fráleit leynd
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, ræddi bæði í fjölmiðlum og á útifundi á Austurvelli að birta ætti opinberlega frumskýrslur endurskoðenda um bankahrunið, en svo skipti hann um skoðun eftir að hann varð ráðherra. Þá sagði hann að upplýsingar í skýrslunum bentu á ýmis vafasöm viðskipti sem ekki mætti upplýsa um.
Nú telur Gylfi að fráleitt sé að bankaleynd eigi ekki að koma í veg fyrir að upplýst sé um þessi vægast sagt vafasömu viðskipti. Verður þá ekki að aflétta þessari leynd með hraði, áður en Gylfi fer annan hring í málinu? Ekki dugar að fá sérfræðingasveit Evu Joly hingað, ef þeir eiga ekki að fá fullan aðgang að öllum "trúnaðarupplýsingum". Gylfi segir að ekki muni nást að afgreiða lög um afléttingu bankaleyndar fyrir kosningar og það þýðir að ekkert verður gert í málinu fyrr en í haust. Það er óásættanlegur dráttur.
Lágmarkskrafa er að auknar heimildir sérstaks saksóknara til að sækja sér gögn, hvar sem hann telur að þau geti legið, verði afgreitt áður en þingið fer í "kosningafrí".
![]() |
Fráleit bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)