Niðurlæging Alþingis

Höskurldur Þórhallsson sakar forseta Alþingis um valdníðslu vegna ítrekaðra frestana á þingfundi mánudaginn 23. febrúar s.l. á meðan reynt var að pína þingmanninn til þess að bakka með afstöðu sína til frekari skoðunar á frumvarpsbastarðinum um seðlabankann.  "Þetta er einhver grófasta misbeiting á valdi í sögu íslenska lýðveldisins" segir Höskuldur um forseta þingsins og verður þetta að teljast einhverjar hörðustu ásakanir um þingforseta sem um getur, ekki síst þar sem Höskuldur hefur lofað að verja þá ríkisstjórnarflokka gegn vantrausti, sem kusu þennan aðila til forsætis í þinginu í sínu umboði.  Þingforsetinn var einnig kjörinn af Höskuldi sjálfum og situr því í sæti sínu í hans eigin umboði.  Ef hann er svona óánægður með stjórn þingforsetans er honum í lófa lagið að bera fram vantrauststillögu.  Varla getur hann stutt þennan valdníðing lengur.

Afar athyglisvert er að á meðan atvinnulífið og heimilin bíða eftir efnahagslausnum bráðabirgða- ríkisstjórnarinnar hafa þingmenn meirihlutans engan áhuga á að ræða slík smámál, heldur taka þeir sig þrettán saman, undir forystu Atla Gíslasonar, og flytja frumvarp um að gera kaup á vændi refsivert.  Það þykir stórum hluta stuðningsmanna starfsstjórnarinnar vera brýnasti vandi þjóðarinnar um þessar mundir að kaup á vændi sé refsilaust.  Nú eru aðeins um tuttugu starfsdagar eftir af þinginu og þá telja stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sig ekki hafa brýnni mál að ræða um en þetta.

Það ætti að vera refsivert að eyða dýrmætum tíma þingsins í svona ráðaleysi.


mbl.is Sakar forseta Alþingi um valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefndin er sæt

Nú virðist sem stund langþráðrar hefndar vinstri manna á Davíð Oddssyni sé runnin upp, því líkur eru á að frumvarpsbastarðurinn um seðlabankann verði samþykktur á Alþingi í dag.  Verður þetta þá fyrsta frumvarp sem ríkisverkstjórinn Jóhanna og vinnuflokkur hennar lætur Alþingi samþykkja, ríkisstjórninni og Alþingi til ævarandi skammar.  Enn er spurt:  Hvar eru efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar?  Ekki er einu sinni búið að ganga frá heimild til úttektar úr séreignarlífeyrissjóðum, sem á þó að taka gildi frá og með 1. mars 2009, samkvæmt frumvarpinu.

Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með þeirri sefasýki sem tekist hefur að smita stóran hluta þjóarinnar með gegn Davíð Oddssyni og beina allri athygli almennings að honum í stað raunverulegra sökudólga á óförum efnahagslífsins, sem auðvitað eru stjórnendur viðskiptabankanna, eigendur þeirra og útrásarvíkingunum.

Það verður rannsóknarefni sagnfræðinga, félagsfræðinga og mannfræðinga næstu áratugi að komast til botns í hvernig sálarástand meirihluta þjóðarinnar gat þróast í þetta ótrúlega brjálæðislega einelti og ofsóknir gegn einum merkasta stjórnmálamanni lýðveldistímans. 

Þetta mál slær út Stóru bombuna á fyrrihluta síðustu aldar og á eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í marga áratugi, eins og skömm Þjóðverja vegna nasismans.

 


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband