24.2.2009 | 16:43
Efnahagsböl
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ríkisverkstjóra, er að verða að helsta efnahagsböli þjóðarinnar. Ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar getur ekki unnið að neinu máli af viti á meðan allur tíminn fer í að reyna að koma frumvarpsómyndinni um seðlabankann í gegnum þingið.
Það er með ólíkindum að Alþingi sé óstarhæft og stjórnlaust á meðan að þessi skrípaleikur fer fram. Tvo daga í röð hafa engin mál sem tengjast vandamálum þjóðarinnar verið til umræðu á þinginu og þingmenn ráfa um ganga þinghússins og bíða eftir málum frá vinnuflokki ríkisverkstjórans. Þau berast bara ekki og ekki hafa þingmenn vanist því að leggja sjálfir fram bitastæð lagafrumvörp, þrátt fyrir að vera komnir með aðstoðarmenn á launum.
Kosningar eiga ekki að verða fyrr en 25. apríl. Það eina sem gæti hugsanlega bjargað þjóðinni frá þessari ríkisstjórn, er að flýta kosningum ennþá meira.
Hættan er reyndar sú, að vinnuflokkurinn verði ráðinn til áframhaldandi starfa. Ef svo færi, er a.m.k. hægt að reyða sig á að honum mun ekki endast örendið í meira en eitt ár, eða svo.
![]() |
Furðar sig á vinnubrögðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 14:48
Rólegheit á Alþingi
Þingfundur var felldur niður í gær vegna þess að Viðskiptanefnd þingsins ákvað að skoða fleiri gögn sem tengjast málefninu. Þar með voru engin mál til þess að ræða á löggjafarþingi Íslendinga, þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu og allir bíði spenntir eftir "björgunarpakkanum".
Í dag er þingfundur og seðlabankafrumvarpið tekið af dagskrá aftur og svo einkennilega vill til að ekki eitt einasta mál nýju ríkisstjórnarinnar er á dagskrá. Eina stjórnarfrumvarpið sem er til umræðu í dag er frumvarp um "Uppbyggingu og rekstur fráveitna" og var það frumvarp lagt fram fyrir áramót af umhverfisráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar. Önnur mál sem eru á dagskrá eru frumvörp og þingsályktunartillögur þingmanna og eru fæst alveg ný af nálinni.
Frá því að "aðgerðaríkisstjórnin" komst til valda hefur ekki ein einustu lög tekið gildi og engar hugmyndir hennar fyrir hendi fyrir þingið að ræða um. Ef einhver þingmaður dirfist að hafa sjálfstæða skoðun á verkum "aðgerðarstjórnarinnar" er hann úthrópaður sem svikari og handbendi Sjálfstæðisflokksins eða sem ennþá hryllilegra er: Vinur Davíðs Oddssonar.
Svo er talað um að efla þingræðið á kostnað ráðherraræðisins.
![]() |
Seðlabankafrumvarp tekið af dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 08:54
Verkefnalaust þing
Alveg er óskiljanlegt að þingfundur í dag skuli vera boðaður með nánast sömu dagskrá og í gær, en þá var ekkert mál tekið fyrir vegna tafa á seðlabankafrumvarpsbastarðinum. Ef ekki tekst að snúa upp á hendina á Höskuldi framsóknarmanni, þannig að hann snúist heilhring í afstöðu sinni, verður eitthvað lítið til að ræða um á þinginu í dag. Getur það verið að ríkisstjórnin eða þingið hafi engin mál til að fjalla um á þessum síðustu og verstu tímum? Hvar eru öll bjargráðafrumvörpin? Þetta er til háborinnar skammar fyrir þing og ríkisstjórn.
Þetta kallar maður að taka málin "almennilegum vettlingatökum".
![]() |
Seðlabankalög á dagskrá þingsins í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)