Úttekt séreignarlífeyris

Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar er ekki annað að sjá en jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé brotin gróflega, því í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að rétturinn til að nýta sér heimildina til úttektar á allt að einni milljón króna á tímbilinu 01/03 - 31/10 2009, skuli ekki skerða réttindi til barna- og vaxtabóta og ekki skerða heldur atvinnuleysisbætur, sjá frumvarpiðFólk þarf ekki að vera í sérstökum fjárhagsvanda til þess að fá þessa heimild til úttektar á sparnaðinum, heldur eiga þetta að vera almenn réttindi.

Ekki verður þetta skilið á annan hátt en þann, að þeir sem nú þegar hafa byrjað mánaðarlega úttekt á séreignarsparnaði sínum njóti ekki þeirra fríðinda að fá a.m.k. óskertar vaxtabætur, en fæstir þeirra eru líklega með ung börn á framfæri, en gætu skuldað umtalsverðar upphæðir í húsnæði.  Ekki hafa þeir heldur rétt til atvinnuleysisbóta vegna lífeyristeknanna. 

Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að ekki sé reiknað með því að þeir sem ekki eigi í fjárhagsvanda muni notfæra sér þessa heimild.  Það er líklega mikill misskilningur, vegna þess að allir sem eiga séreignarsparnað hljóta að sjá sér hag í því að taka út milljón á þessu tímabili, vegna þeirra réttinda til óskertra bóta sem þetta veitir þeim.

Þetta er enn eitt dæmið um hroðvirknisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og ber vott um að mál séu ekki hugsuð til enda, áður en þau eru lögð fram.

Nær hefði verið að láta þessi fyrirhuguðu lög ná eingöngu til þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðislána, og láta þá séreignarlífeyrissparnað þeirra ganga til lækkunar á skuldahöfuðstól og þá sérstaklega þeirra einstaklinga sem ekki eru í verulegri hættu á að verða gjaldþrota hvort sem er.


Seðlabankafrumvarpið

Meirihluti viðskiptanefndar hefur nú afgreitt seðlabankafrumvarpið með svo miklum breytingum frá upphaflegu frumvarpi, að í raun er nánast um nýtt frumvarp að ræða.

Þetta sýnir hversu hroðvirknislega Jóhanna "verkstjóri" vann að málinu, enda lá henni svo mikið á að ná sér niðri á Davíð Oddssyni, að enginn tími eða vinna var lögð í málið.  Ekki fékkst heldur uppgefið á sínum tíma hverjir hefðu sett frumvarpið á blað, eða hvort nokkur sérfræðingur hefði verið spurður álits.

Ekki er þetta eina dæmið um vanhugsaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, heldur er hroðvirknin einkennandi um öll hennar verk.  Næsta frumvarp sem þarf að endurskoða frá grunni er fyrirhuguð lagasetning um úttektir úr séreignalífeyrissjóðum, en þar er ekki gætt jafnræðis með lífeyrisþegum og það stenst væntanlega ekki stjórnarskrá.

"Aðgerðastjórnin" fer ekki gæfulega af stað og svo er hætta á að líf hennar verði framlengt í aprílkosningunum.


mbl.is Hafi próf í hagfræði eða tengdum greinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartar horfur

Gylfi Zoega telur að erfitt verði fyrir íslendinga að fá lán í útlöndum á næstu árum ef þeir bæti ekki samband sitt við umheiminn.  Málið er bara það, að það eru ekki bara íslendingar sem munu eiga erfitt með að fá lán í útlöndum á næstu árum, útlendingar verða líka í vandræðum með að fá lán í sínum heimalöndum næstu árin, því það er banka- og efnahagskreppa um allan heim.

Bankastarfsemi heimsins undanfarin ár hefur ekki byggst á neinum eðlilegum hagfræðilögmálum, heldur hefur "nýja hagkerfið" byggst upp á Matadorspili með allskyns fjármálagerningum sem engin verðmæti voru á bakvið.  Snillingarnir lærðu ekkert á netbólunni en fóru þess í stað að selja hver öðrum allskyns vöndla sem þeir á endanum skildu ekkert í sjálfir og þá hrundi "nýja hagkerfið".

Þetta kallar á uppstokkun peningakerfisins í heild og milliríkjaviðskipti verða ekki eins og áður, allra síst á fjármálasviði.  En þegar sæmilegt skikk kemst á fjármálakerfið aftur er það eðli peninganna að leita þangað sem vextir eru hæstir hverju sinni og þá þarf traust auðvitað að vera fyrir hendi.

Vinstri stjórn á Íslandi mun ekki skapa það traust sem Ísland mun þarfnast á erlendum fjármálamörkuðum.

 


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband