Smákóngakerfi

Heilbrigðiskerfið er hið mesta smákóngakerfi og hafa heilbrigðisráðherrar undanfarna áratugi ekki náð miklum árangri við að hemja útþensluna, enda hefur verið afar auðvelt að æsa almenning upp gegn hvers kyns breytingum á kerfinu.

Allt kerfið þarfnast uppstokkunar og endurskipulagningar, en það verður ekki auðvelt, þar sem læknar hóta því jafnan að flytjast úr landi, ef hróflað verði við veldi þeirra.

Ögmundur var fullfljótur á sér að tilkynna að hann ætlaði að hætta við lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.  Þegar hann fór síðan að kynna sér málið blöskraði honum greiðslurnar sem læknunum hefur tekist að krafsa til sín, jafnvel fyrir hlutastörf.

Ætli sama sagan sé ekki um allt heilbrigðiskerfið?


mbl.is Eignarhaldsfélög í veikindaleyfi.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband