17.2.2009 | 14:32
Krónubréfin
Þrátt fyrir sífellt tal um opna umræðu og gegnsætt upplýsingaflæði virðist aldrei vera hægt að fá á hreint um hvaða upphæð er að ræða í svokölluðum krónubréfum. Ekki kemur heldur almennilega fram hver er skuldarinn að þessum bréfum. Eru það gömlu bankarnir, seðlabankinn, ríkissjóður eða fyrirtæki sem seldu útlendingunum þessi skuldabréf.
Hafi það verið gömlu bankarnir hljóta krónubréfin að lenda í uppgjöri þeirra þrotabúa, en sá hluti sem er útgefinn af seðlabankanum eða ríkissjóði hlýtur að vera skráður og upphæðir þekktar, þó ekki sé nákvæmlega vitað hverjir eigendur skuldanna eru. Auðvelt hlýtur að vera að auglýsa eftir þeim, þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir hve stór hluti er í eigu erlendra aðila. Það er í raun ótrúlegt að þetta sé ekki vitað.
Þegar þetta lægi ljóst fyrir væri sjálfsagt auðveldast að lífeyrissjóðirnir keyptu þessi skuldabréf, enda eru þeir eign okkar, almenningsins sem situr í súpunni, enda fengju þeir ríkistryggð skuldabréf (verðbætt) í staðinn og innleystu um leið mikinn gengishagnað af erlendum eignum sínum.
![]() |
Vill semja um krónubréfin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2009 | 09:32
Bankar og tryggingafélög
Smátt og smátt kemur upp á yfirborðið hversu gífurleg skuldsetning útrásarvíkinganna hefur verið. Lánsupphæðirnar eru svo háar að almenningingur, með sín húsnæðis- og bílalán, meðtekur ekki með góðu móti slíkar upphæðir.
Athyglisvert er að ekki nægði þessum köppum að gína yfir öllu hugsanlegu í venjulegum fyrirtækjarekstri, heldur þurftu viðskiptablokkirnar þrjár að eiga banka til að hafa óþrjótandi aðgang að lánum, enda hefði enginn heilvita maður lánað slíkar upphæðir til "venjulegra" viðskiptamanna.
Hitt er ekki síður athyglisvert, sem ekkert hefur verið fjallað um, hvers vegna þessar blokkir "þurftu" líka að eiga sitt tryggingafélagið hvert. Ætli það hafi ekki verið til þess að komast í bótasjóðina, sem voru fullir af peningum fyrir nokkrum árum? Einnig hafa þeir ráðið fjölmiðlunum, sem ekkert hafa spurst fyrir um bótasjóðina eftir að tryggingafélögin komust í hendur "útrásarvíkinganna".
Það er orðið tímabært að fletta endanlega ofan af þessu Matadorspili öllu.
![]() |
Bjóða milljarða inn í Moderna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)