Evrópusambandið enn og aftur

Enn reyna kratar að halda því fram að afstaða til Evrópusambandsaðildar sé eitthvert vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Áður hefur verið bent á að menn skyldu lesa álit Bjargar Thorarensen, þjóðréttarprófessors, og þá ætti öllum að skiljast hvers vegna hugsandi mönnum hugnast ekki að tengjast sovétinu í ESB nánari böndum.

Sjá þessa frétt:

http://feeds.mbl.is/~r/mbl-frettir-innlent/~3/537426262/


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota ungmenni

Það er einhver dapurlegasta birtingarmynd kreppunnar að 664 ungmenni yngri en 22 ára skuli vera komin á vanskilaskrá.  Þar af hefur verið gert árangurslaust fjárnám hjá 343 þeirra, en árangurslaust fjárnám er venjulega undanfari gjaldþrots.

Að verða gjaldþrota á unga aldri, þegar framundan er stofnun heimilis, barneignir og húsnæðiskaup er það versta sem nokkur getur lent í.  Bankarnir gerðu þennan aldurshóp að sérstökum markhóp sínum og gerðu allt til þess að lokka hann í viðskipti með loforði um tölvulán, bílalán og yfirdráttarlán.  Margir létu glepjast af þessu og kunnu sér ekki hóf og sitja því nú í súpunni.

Þetta eru sjálfsagt krakkar sem aldrei hafa þurft að neita sér um neitt og alltaf getað fengið peninga hjá foreldrunum fyrir því sem hugurinn girntist hverju sinni.  Líklega hafa foreldrarnir orðið fegnir að blessuð börnin gætu auðveldlega útvegað sér peninga á auðveldan hátt hjá bönkunum.


mbl.is Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið

Þessi grein og erindi Bjargar Thorarensen ætti að vera skyldulesning fyrir þá krata sem enga lausn sjá á nokkru máli, aðra en inngögnu Íslands í Evrópusambandið.

Óþolandi er sú síbylja kratanna að þeir sem eru á móti inngöngu í ESB geti ekki tekið afstöðu til málsins.  Nú síðast kyrjaði Jón Baldvin Hannibalsson um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki getað gert upp hug sinn síðastliðin fimmtán ár.  Þetta er auðvitað reginfirra, því Sjálfstæðisflokkurinn hefur margrætt þessi mál og alltaf komist að sömu niðurstöðu:  Það er hagur Íslands að standa utanvið skriffinnskubáknið.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í lok mars, verður sú afstaða vafalaust staðfest.


mbl.is Fá atkvæði í hlut Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband