7.12.2009 | 22:04
Hýenur í gjaldeyrisbraski
Brasl með gjaldeyri, frá því að gjaldeyrishöftin voru sett á, nema ótrúlegum upphæðum. Alveg virðist vera sama hvernig lög eru sett í þessu landi um fjármálastarfsemi, því alltaf er nóg til af glæpamönnum til þess að brjóta þau.
Þessir gjaldeyrisbraskarar virðast hafa óþrjótandi peninga til þess að höndla með, enda margir þeirra með mikla og "góða" reynslu úr bönkunum, ef hægt er að kalla þá banka, frá því fyrir hrun.
Þetta brask, sem líklega nemur á annað hundrað milljörðum króna, hefur haft áhrif til veikingar krónunnar og er því glæpur gegn þjóðinni, sem þarf að líða fyrir stöðu krónunar og áhrifanna á gengis- og verðtryggð lán.
Þessum glæpalýð er ekki hægt að líkja við neitt annað en hýenur, en eins og vita er eru þær hræætur.
Vegna þessara gjaldeyrishýena, munu gjaldeyrishöftin vara lengur en annars hefði orðið.
Hýenur eru ekki skepnur, sem nokkur vill hafa í nálægð sinni.
![]() |
57 milljarða gjaldeyrisviðskipti rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.12.2009 | 19:20
ESB frestar afgreiðlu vegna Icesave
Milill hraði var á stjórnkerfinu við að semja svör við 2500 spurningum ESB vegna umsóknar Íslands að bandalaginu. Össur Skarphéðinsson, uppistandari, lagði mikla áherslu á þennan hraða og unnu opinberar stofnanir daga og nætur til að hægt væri að skila svörunum í tíma og reyndar var þeim skilað einhverjum vikum fyrr, en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Mest lá á þessu, að sögn uppistandarans, vegna þess að Svíar gengna formennsku í framkvæmdastjórn ESB til næstu áramóta og lagði grínarinn mikla áherslu á að "vores nordiske venner" myndu koma umsókninni í "ferli" áður en þeir létu af formennskunni.
Þrátt fyrir gífurlegan fjáraustur í vinnuna við svörin, hefur ESB nú frestað því að taka umsóknina fyrir, fram í mars. Allir sjá í gegnum skýringarnar, sem gefnar hafa verið á frestuninni, en raunveruleg ástæða fyrir henni er, að Alþingi er ekki búiða að samþykkja þrælalögin vegna skulda Landsbankans.
Til að reyna að breiða yfir raunverulega ástæðu, er umsókn Makedóníu frestað líka, en þeirra umsókn er miklu eldri en umsókn Íslands og höfðu Makedónuímenn reiknað með að þeirra umsókn yrði afgreidd eigi síðar en nú í desember.
Óhætt er að fullyrða, að Makedóníumenn kunna ekki að meta húmor uppistandara íslensku ríkisstjórnarnefnunnar.
![]() |
Ákvörðunar að vænta í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2009 | 17:12
Yfirklór og hálfsannleikur, eins og venjulega
Fjármálaráðuneytið reynir að réttlæta tölvupósta Indriða H. Þorlákssonar, fulltrúa Breta og Hollendinga í Icesavemálinu, með því, að hann hefði einungis verið að kynna AGS, að hann væri að ræða í mesta bróðerni við bresku og hollensku þrælahöfðingjana um skuldir Landsbankans.
Ekki er útskýrt í tilkynningu Fjármálaráðuneytisins, hvers vegna leynd var yfir þessum póstum og þingmenn fengu aðeins að sjá þá, innilokaðir í sérstöku herbergi í Alþingishúsinu, að viðlögðum drengskap um að segja aldrei frá þeim, eða innihaldi þeirra.
Ef til vill var of viðkvæmt, að upplýsa að þjóðin mætti alls ekki fá vitneskju um það fyrir kosningarnar 25. apríl s.l., að til stæði að selja hana í skuldaþrældóm til áratuga og reyndar tók Indriði fram, að hún mætti alls ekki fá þessa vitneskju, fyrr en talsverður tími hefði liðið frá kosningum.
Með þessum feluleik átti í fyrsta lagi að reka kosningaáróðurinn í friði fyrir mótmælum þjóðarinnar við skuldaþrælkunina og í öðru lagi að fá nokkurra vikna starfsfrið fyrir ríkisstjórnarnefnuna, áður en upp kæmist um baktjaldamakkið.
Eftir kosningarnar lofaði ríkisstjórnarnefnar að ástunda opna og gagnsæja stjórnsýslu og að öll mál skyldu vera uppi á borðum, þannig að almenningur væri vel upplýstur um gang mála á öllum stigum.
Þetta er fyrir löngu orðið að öfugmælum og almenningur hlær að þessu, á milli þess sem hann grætur þau örlög, sem Svavar Gestsson, Indriði H., Steingrímur J., og Jóhanna hafa búið honum.
![]() |
Vildu sýna fram á að Ísland væri að vinna að Icesave-lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2009 | 10:18
Hroki gagnvart dómstólum
Hagsmunasamtök heimilanna sýna mikinn hroka gagnvart Héraðsdómi Reykjavíkur í yfirlýsingu, sem samtökin hafa sent frá sér. Saka samtökin héraðsdóm um að heimila samninga sem snúist um ólögmætt athæfi, eins og til dæmis þjófnað.
Yfirlýsingin segir þetta m.a. orðrétt: Í ljósi ofangreinds virðist héraðdsómur heimila að stofnað sé til samninga sem snúast um ólögmætt athæfi eins og t.d. þjófnað og þeir verði efndir með fulltingi dómskerfisins því meginregla íslensk samninga- og kröfuréttar er að samninga beri að efna. Verði þessi niðurstaða ofaná í öðrum sambærilegum dómsmálum er nokkuð ljóst að íslensk fjármálafyrirtæki hafa fengið ótakmarkað veiðileyfi á íslenskan almenning án ábyrgðar í nokkru formi. Hagsmunasamtök heimilanna vilja þó ítreka að héraðsdómur sem þessi hefur samkvæmt lögfræðiáliti ekki fordæmisgildi."
Svona framkomu gagnvart dómstólum landsins geta baráttusamtök ekki leyft sér, því það er afar ámælisvert, að reyna að grafa undan tiltrú og virðingu dómstólanna, á þessum síðustu og verstu tímum.
Það er í lagi, að lýsa yfir óánægju með niðurstöður dómstóla og von um að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu, en að ásaka dómstólinn um að verja þjófnað og aðrar ólöglegar aðgerðir, er algerlega út í hött.
Hagsmunasamtökin ættu að draga þessa yfirlýsingu til baka og biðjast afsökunar á flumbruganginum.
![]() |
Lýsa vonbrigðum með dóm í myntkörfulánsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.12.2009 | 01:51
Persónugerfingur ríkisstjórnarinnar
Indriði H. Þorláksson, hægri og vinstri hönd Steingríms J. er hold- og persónugerfingur ríkisstjórnarnefnunnar.
Hann er hrokafullur, fámáll, en ósannsögull þegar honum þóknast að tjá sig opinberlega.
Eftirfarandi eru dæmigerð viðbrögð Indriða við spurningum, sem til hans er beint: "Indriði gefur ekkert út á það hvort hann hafi með skeytinu reynt að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að beita sér í deilunni. Þetta er bara skeyti sem fer okkar á milli og á að vera okkar á milli."
Þetta lýsir vel afstöðu Indriða og húsbænda hans til þjóðarinnar. Hún er bara lýður, sem komur ekkert við, hvað þessir miklu herrar eru að aðhafast fyrir hans hönd.
Ósannsögli, hroki og pukur, eru þeirra gjörðir, en prédika opna stjórnsýslu, gegnsæi og að allt skuli vera uppi á borðum.
Fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta lið og vonandi fer þeirra valdatíma að ljúka.
![]() |
Eðlileg samskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)