Stórfrétt úr Héraðsdómi Reykjavíkur

Í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp þann úrskurð að myntkörfulán væru fullkomlega lögleg, en því hefur verið haldið fram af Hagsmunasamtökum heimilanna og a.m.k. einum lögmanni, að þau stæðust ekki ákvæði laga um verðtryggingu skulda.

Í frásögn mbl.is af niðurstöðu málsins kemur þetta fram:  "Fallist var á með SP fjármögnun að heimilt hefði verið að binda afborganir lánsins í íslensum krónum við gengi krónunnar gagnvart japönsku jeni og svissneskum frönkum.  Maðurinn hafi vitandi vits tekið lán í erlendri mynt. Lög stæðu ekki í vegi fyrir að hægt væri að krefjast skila á sambærilegu verðmæti og lánað var."

Afar líklegt má telja, að þessum dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar og verði hann staðfestur þar, verður ekki lengur deilt um lögmæti myntkörfulánanna.  Héraðsdómur segir að maðurinn hafi vitandi vits tekið lán í erlendri mynt og það sama á við um alla aðra, sem glöptust til að taka sambærileg lán og ætluðu að græða einhver lifandis ósköp á vaxtamuninum, sem var milli lána í erlendri mynt og lána í íslenskum krónum.

Niðurstaða Héraðsdóms sætir stórtíðindum, vegna þeirra deilna, sem staðið hafa um erlendu lánin.


mbl.is Gert að greiða myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg hagræðing

Stjórn Landspítalans hefur kynnt sparnaðaráform, sem m.a. felast í því að fækka legurúmum á lyflækningadeild spítalans, og þar á meðal á að fækka leguplássum á hjartadeild.

Það undarlega við þessi sparnaðaráform kemur fram í þessari setningu í kynnigu spítalans á sparnaðaraðgerðunum:  „Ljóst er að innlögnum fækkar á þessum deildum og aðrar legudeildir lyflækningasviðs munu þurfa að taka meira til sín af innlagnarsjúklingum en áður."

Það verður að teljast vægast sagt undarlegur sparnaður, að loka sjúkrarúmum á einni deild, en fjölga þeim á öðrum, innan lyflækningasviðs spítalans.

Eitthvað hlýtur að þurfa að útskýra svona sparnað betur.


mbl.is Legurúmum fækkað á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur á enda runninn

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, afhjúpaði sig endanlega sem bullustrokk, þegar hann réðst á Hönnu Birnu, borgarstjóra, fyrir hrunadans baka- og útrásarfursta og þá erfiðleika, sem þeir hafa leitt yfir þjóðina.

Að eyða tíma sínum í borgarstjórn í svona rugl, er manninum til skammar og sýnir svart á hvítu, málefnaþurrð borgarstjórnarminnihlutans gagnvart meirihlutanum.

Honum væri nær að stunda uppbyggilega gagnrýni á fjárhagsáætlun borgarinnar og benda á betri leiðir til niðurskurðar, ef hann hefur þá eitthvað til málanna að leggja.

Dagur aflar sér ekki fylgis með svon bullmálflutningi, en hann er reyndar frægur fyrir að tala mikið, en segja ekki neitt.

Dagar Dags B. eru á enda runnir í pólitík.


mbl.is Dagur gagnrýnir borgarstjóra harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðföst stjórnarandstaða

Stjórnarandstaðan á Alþingi stendur ennþá vörð um hagsmuni þjóðarinnar vegna samnings ríkisstjórnarnefnunnar við þrælahöfðingjana bresku og hollensku, um að fella niður fyrirvarana sem Alþingi setti fyrr í haust, við Svavarssamninginn um skuldir Landsbankans.

Í gær sveiflaði forseti þingsins svipu þrælahöfðingjanna yfir höfðum þingheims, með þeim orðum að þingmönnum yrði ekki hleypt út úr Alþingishúsinu, fyrr en þeir létu af baráttunni fyrir hagsmunum þjóðarinnar og hættu að andæfa þrælahelsinu.

Eins og spáð var í gær, hitti þrælasvipan þingforsetann sjálfan fyrir, svo hann gafst upp vegna þess að svipuhöggin ýfðu upp sárindin á eigin bakhluta.

Stjórnarandstaðan á heiður skilinn, fyrir vaktstöðu sína til varnar þjóðarhagsmunum.


mbl.is Fundi frestað á sjötta tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband