29.12.2009 | 22:56
HNEYKSLI
Svavar Gestsson og Indriði H. skrifuðu undir Icesave samning við Breta og Hollendinga þann 5. júní s.l., í umboði og með samþykki Steingríms J., og síðan ætlaði Steingrímur að keyra ríkisábyrgð á samninginn í gegnum þingið á mettíma, án þess að þingmenn fengju að sjá sjálfan samninginn.
Síðan hefur þetta mál verið að velkjast í Alþingi, var afgreitt sem lög, með fyrirvörum við ríkisábyrgðina, þann 28. ágúst s.l. og eftir að Indriði H. hafði klúðrað kynnigunni á fyrirvörunum og sendur heim með drög að frumvarpi til laga um að þingið félli frá fyrirvörunum, hefur verið tekist á um málið meðal þingmanna og almennings, sem að stórum hluta er algerlega andvígur þessari þrælkun, sem Steingrímur J., Jóhanna og félagar vilja selja þjóðina í.
Allan tímann hefur stjórnarandstaðan staðið vaktina og reynt að fá að sjá þau fylgigögn, sem þessari svokölluðu samningsgerð fylgdu og smátt og smátt hefur verið hægt að toga nýjar og nýjar upplýsingar fram í dagsljósið, sem allar sýna hversu fáráðlegur og einhliða þessi "samningur" er.
Nú, kvöldið sem umræðum um málið á að ljúka í annað sinn á Alþingi, kemur í ljós að Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson hafa viljandi haldið leyndum mikilvægum gögnum varðandi málið í marga mánuði og er þetta fyrst að komast upp núna, á síðustu mínútum umræðunnar.
Össur og jafnvel stjórnin öll hlýtur að segja af sér strax í kvöld, eða í síðasta lagi á morgun.
Málsmeðferðin öll er REGINHNEYKSLI.
![]() |
Uppnám á þingi vegna skjala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.12.2009 | 21:55
Hagnaðinn vantaði aldrei
Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram til að efla og bæta starfsemi fjármálastofnana eru flestar til bóta, en veita þó takmarkaða tryggingu fyrir því, að nýtt banka- og útrásarrugl geti ekki skollið á landinu í framtíðinni, þegar fyrnast fer yfir síðasta hrun.
Skilyrðið um þriggja ára hagnað fjármálastofnunar, til þess að heimilt verði að gera starfslokasamninga við yfirmenn, er meira til að sýnast, en að það hafi einhverja þýðingu.
Á árum banka- og útrásardellunnar sýndu allir bankarni tugmilljarða gróða á hverju ári og ekki voru rekstrarreikningar gerfifyrirtækjanna síðri.
Það var einmitt þessi óhemju hagnaður sem var notaður til að réttlæta risabónusa og aðrar sposlur til yfirmanna þessara fyrirtækja. Þá voru mönnum ýmist greiddar hudruð milljóna króna fyrir að hætta í vinnunni, eða fyrir að mæta í vinnuna.
Hagnaðurinn var allur fenginn með froðufærslum í bókhaldi og engin örugg trygging fyrir því að slíkt verði ekki gert aftur.
![]() |
Hagnaður skilyrði starfslokasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2009 | 13:38
Eðlileg niðurstaða
Þegar Útlendingastofnun vísar erlendum ríkisborgurum úr landi, sérstaklega flóttamönnum, brýst nánast alltaf út mótmælaalda og er þess þá krafist, að viðkomandi útlendingur fái hér dvalarrétt og ríkisborgararétt í framhaldi.
Nýjasta málið af þessum toga, er afturköllun stofnunarinnar á dvalarleyfi 10 ára stúlku frá Filippseyjum og hefur Héraðsdómur staðfest þá niðurstöðu. Þetta verður að teljast afar eðlileg málsmeðferð, eins og málið er í pottinn búið, en hingað átti að lauma stúlkunni með lygum og fölsuðum pappírum.
Saga konunnar, sem sagðist vera móðir barnsins, var hreinn uppspuni og pappírarnir sem framvísað var, stóðust enga skoðun. Réttast væri að kæra konuna fyrir þetta fals og ekki síður illa framkomu gagnvart barninu, en þessi svik hefðu getað komið sér illa fyrir stúlkuna í framtíðinni.
Svona framkoma hlýtur að flokkast undir illa meðferð á börnum, þ.e. að flytja stúlkuna heimshorna á milli og reyna að koma henni til dvalar í nýju landi, með fölsunum og lygi.
Stúlkan sjálf á alla samúð skilda, enda er hún þolandi í málinu, en ekki gerandi.
![]() |
Svipting dvalarleyfis staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)