Verða Icesave vinirnir saman í bankaráði Íslandsbanka?

Royal Bank of Scotland var stærsti viðskiptabanki Baugs Group í Bretlandi og tók þátt í mörgum "skuldsettum yfirtökum" fyrirtækja þar í landi og jafnvel víðar. 

Nú, þegar kröfur í gömlu bankana eru að koma upp á yfirborðið, kekur í ljós að RBS er einn af stærstu kröfuhöfunum í Baugsbankann Glitni, þannig að svo virðist, sem Glitnir hafi verið milligöngubanki í einhverjum þessara viðskipta, ekki ólíklega til að fela hve stór lántakandi Baugur var orðinn i RBS.

Annað, sem er athyglisvert, er að Landsbankinn skuli vera með svipaða kröfu á Glitni, en það virðist sýna hvernig fjármagn hefur verið sogað bakdyramegin milli banka, til að fela einhverja slóð lána til útrásartaparanna.

Breska ríkið mun koma til með að eiga mikinn meirihluta í RBS og íslenska ríkið á Landsbankann að mestu.

Kröfuhafar Glitnis hafa nú eignast Íslandsbanka og munu fá full yfirráð yfir honum eftir tvö ár og skipa þá stjórn hans, en fram að því mun skilanefndin stjórna bankanum.

Þegar þar að kemur mun Indriði H. væntanlega verða skipaður bankaráðsmaður og mun þá líklega hitta þar fyrir vini sína úr bresku samninganefndinni um Icesave.


mbl.is Tengsl íslensku og bresku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband