Lélegt öryggiseftirlit

Flestir þekkja hversu tafsamt og leiðinlegt er að fara í gegnum öryggiseftirlitið á flugvöllum, þegar ferðast er á milli landa.  Við þetta sættir fólk sig þó, í þeirri trú, að þar með verði það öruggt um borð í flugvélunum og þurfi ekki að óttast hryðjuverk af nokkru tagi.

Að manni skuli hafa tekist að smygla púðurkerlingum, eða öðru slíku, um borð í farþegavél í Amsterdam, sem var á leið til Bandaríkjanna, sýnir að þetta öryggiseftirlit virðist vera afar götótt og veita litla vernd.

Ef hægt er að smygla púðurkerlingum um borð í farþegaflugvél, er eins hægt að smygla sprengum, en ekki þaft stóra sprengju til að granda risaþotum á flugi.  Ef rétt er að maðurinn hafi þvælst með púðrið alla leið frá Jemen, er greinilega víða pottur brotinn í þessu efni.

Öryggistilfinningin verður a.m.k. ekki eins mikil á flugvöllum framvegis. 

Þá verður bara leiðinlegt að hanga í biðröðinni.


mbl.is Kveikti í púðurkerlingu í flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband