Ótrúlega lélegir málafylgjumenn

Samkvæmt svörum við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi um framgöngu ráðherranefnanna í sambandi við öflun stuðnings við málstað Íslands vegna þrælakúgunar Breta og Hollendinga á íslenskum skattgreiðendum, þá hefur ekki tekist að afla Íslandi stuðnings frá einu einasta ríki í veröldinni.  Að vísu sýndu Færeyingar velvild sína í garð þjóðarinnar, en það var án þess að Össur eða Jóhanna töluðu nokkuð við þá, líklega sem betur fer.

Fram kemur að Jóhanna, forsætisráðherralíki, hafi talað við tvo til þrjá aðila, en það var löngu eftir hún og félagar höfðu selt þjóðina í ánauð til bretanna og hollendinganna, svo þá var líklega ekki aftur snúið, hvort eð var.

Össur, utanríkisgrínari, segist hings vegar hafa farið víða og blaðrað mikið, eða eins og segir í fréttinni:  "Utanríkisráðherra greinir frá því að hann hafi fundað um Icesave með 21 evrópskum utanríkisráðherra, þremur þjóðhöfðingjum og þrettán sendiherrum."  Þetta eru samtals 37 fulltrúar erlendra þjóða, sem grínistinn hefur spjallað við, án nokkurs einasta árangurs.

Líklegast er, að erlendir aðilar taki ekki nokkurt einasta mark á þessu fólki, frekar en fólk gerir hérlendis.

Þar fyrir utan hafa þeir ekki heldur skilið húmor utanríkisgrínarans, enda er um slíkan einkahúmor að ræða, að maðurinn ætti ekki möguleika á að vinna fyrir sér, sem uppistandari.


mbl.is Undarlega lítill kraftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hunsa öll lagarök

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, og Jóhanna, forsætisráðherralíki, ætla að keyra fyrirvaralausu ríkisábyrgðina í gegnum þingið fyrir áramót, hvað sem tautar og raular, þrátt fyrir athugasemdir allra helstu lögspekinga landsins og álitsgerðar lögmannsstofunnar Mishcon de Reya.  Allir þessir aðilar telja mikinn vafa leika á því hvort íslenskum skattgreiðendum beri skylda til að greiða skuldir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Lárus L. Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, telja samþykkt Alþingis á nauðasamningnum höggva nærri fullveldi Íslands og aðrir lagaspekingar hafa sett fram alvarlegar viðvaranir á ýmsum forsendum.

Í fréttinni kemur fram að:  "Fleiri lögfræðingar telja álitið staðfesta gagnrýni á Icesave-samninginn. Ragnar Hall hrl. segir álitið staðfesta að fyrirvari sem kenndur er við Ragnar sé orðinn verulega útþynntur. Það geti skapað ríkinu hundraða milljarða kostnaðarauka. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér sýnist að álitið staðfesti gagnrýni hans á samninginn."

Ráðherranefnurnar blása á öll lögfræðirök og aðrar viðvaranir og þykjast þess umkomnar að þykjast vita betur en allir helstu lagaspekingar Íslands, fyrir utan marga erlenda, sem tekið hafa undir skoðanir þeirra.

Nýjustu útreikningar Seðlabankans á skuldastöðu þjóðarbúsins virðast ekki einu sinni vekja ugg í þeirra brjósti, enda sennilegt að þau treysti á að ESB hlaupi undir bagga, þegar búið verður að svíkja þjóðina inn í bandalagið.

Viðbrögðin benda a.m.k. ekki til mikillar þjóðhollustu, nema þá við bresku og hollensku þjóðirnar.

 


mbl.is Lagalegur vafi og ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband