Svipusmellirnir dynja á Alþingi

Bretar og Hollendingar hafa látið svipuhöggin dynja á ríkisstjórnarnefnunni undanfarna mánuði og er hún orðin blóðrisa á afturendanum og svo aum og lerkuð, og þó hún hafi gefist upp fyrir þrælahöfðingunum fyrir mörgum mánuðum, en hún nú að verða algerlega örmagna.

Nú eru herrarnir orðnir svo óþolinmóðir, að nú grípa þeir til þess ráðs, að láta þý sín mæta með svipuna á fundi Alþingis til þess að berja stjórnarandstöuna til hlýðni og uppgjafar í andófinu gegn samningnum um þrælkun íslensku þjóðarinnar í þágu ofbeldisseggjanna.

Svipusmellirnir á Alþingi munu ekki bitna verst á þeim, sem höggunum er beint að.

Svipuhöggin munu hitta stjórnarliðana sjálfa og rífa upp sárin á bakhlutum þeirra.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar beittir viðskiptaþvingunum

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, virðist hafa misst hæfileikann til að tala skorinort um hlutina, eins og hann var þó þekktur fyrir að gera, á meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Fyrir nokkrum dögum, sagði hann á þingi, að af ýmsum ástæðum, sem ekki væri hægt að ræða á Alþingi, yrði að ganga fljótt frá ríkisábyrgðinni til Breta og Hollendinga, vegna skulda einkabanka.

Þegar hann er krafinn svara, um hvaða leyndardómar liggi að baki asanum, sem hann vill hafa á afgreiðsu þrælasamningsins, hrökklast hann úr einu víginu í annað, án þess að skýra mál sitt almennilega.

Þetta kemur þó fram í fréttinni:  "Hann sagði að af skiljanlegum ástæðum hefði ekki verið talað hátt hér á landi fyrstu vikurnar eftir að grímulausar hótanir bárust frá aðilum innan Evrópusambandsins um að láta Íslendinga hafa verra af ef þeir drifu sig ekki í að klára Icesave. "

Enn eru hlutir gefnir í skyn, án þess að útskýra þá nánar. 

Hvaða grímulausu hótanir bárust frá ESB um að láta Íslendinga hafa verra af ef þeir drifu sig ekki í að klára Icesave?

Steingrímur J. þyrfti að fara að tala þannig, að hann skiljist.


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámhögg

Nú berast fréttir af því  að norsk mamma á sjötugsaldri hafi fengið í hausinn ábyrgð, sem hún skrifaði upp á fyrir son sinn vegna viðskipta hans við Glitni í Noregi, en hann keypti af bankanum hlut í sænsku klámfyrirtæki.

Þetta tap kemur í sjálfu sér ekki á óvart, því öll viðskipti Glitnis, sem og annarra íslenskra banka voru eintóm klámhögg, sem valdið hafa ótölulegum fjölda aðila stórtapi.

Ekki er hægt að sjá, að ein einustu viðskipti íslenskra banka- og útrásargarka hafi skilað hagnaði, heldur þvert á móti, virðast öll fyrirtæki, sem þeir komu nálægt vera gjaldþrota, eða a.m.k. verulega illa stödd.

Sennilega er það afrek út af fyrir sig, að geta ekki einu sinni grætt á klámbransanum, sem hefur gert marga ríka í gegnum tíðina.

Þær eru margar mömmurnar, sem þurfa að líða fyrir þessa misheppnuðu klámkónga.


mbl.is Þarf að greiða milljónatap sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar gerðir að blórabögglum

Enski sparisjóðurinn Chelsea Building Society er nú að sameinast öðrum sparisjóði, Yorkshire Bulding Society og ber því við, að erfiðleikar hans stafi af bankahruninu á Íslandi og tap sparisjóðsins vegna þess.

Fram kemur að sparisjóðurinn tapaði 44 milljónum punda á hruni íslensku bankanna og 41 milljón punda á fasteignasvikamáli.  Síðan kemur þetta fram í fréttinni:  "Fram kemur í blaðinu Daily Telegraph, að samningarnir séu háðir því, að skuldunautar Chelsea fallist á, að afskrifa  helming af um 200 milljóna punda skuld og breyta afganginum í víkjandi lán, sem hægt verði að breyta í hlutafé. Þetta muni hækka eiginfjárhlutfall Chelsea úr 8,5% í 10-12%."

Eins og sést af framansögðu, þarf sparisjóðurinn að afskrifa 100 milljónir punda og breyta öðrum 100 milljónum punda í víkjandi lán, en tap hans vegna íslensku bankanna nam ekki "nema" 44 milljónum punda.  Aðrar ástæður eru þá fyrir því, að fella þarf niður, eða skuldbreyta, 156 milljónum punda, en gefið er í skyn, að allt sé þetta íslenska glæpahyskinu að kenna.

Íslendingarnir eru greinilega vinsæll skotspónn í Bretlandi þessa dagana, því fréttin endar svo:  "Fyrir rúmu ári sameinuðust Yorkshire Building Society og Barnsley Building Society. Ástæðan fyrir því var væntanlegt tap Barnsley vegna falls íslensku bankanna."

Samkvæmt þessu voru Bretarnir svo framsýnir, að sameina sparisjóði vegna væntanlegs falls íslensku bankanna.

Þvílíkir ómerkingar, sem Bretar eru, bæði í þessum málum og ekki síður öðrum, sem að Íslendingum snúa.


mbl.is Íslenskt bankahrun leiðir til samruna sparisjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband