11.12.2009 | 16:32
Seðlabankinn stóð sig tiltölulega vel
Á græðgisárunum gagnrýndu bankamógúlar Seðlabankann harkalega fyrir að vera tregur í taumi í lánveitingum til þeirra og þar sem Seðlabankinn hélt verulega að sér höndum, tóku bankarnir upp á því, að útbúa svokölluð ástarbréf, sem stóru bankarnir seldu litlum bönkum og fjármálafyrirtækjum með afföllum, en smálaxarnir endurseldu svo Seðlabankanum og hirtu þannig drjúg umboðslaun.
Þegar Seðlabankinn stoppaði þennan gjörning af í ágústmánuði 2008, varð allt vitlaust í bankakerfinu og ásakanir á hendur bankanum jukust geysilega mikið og honum kennt um að lausafjárstaða bankanna væri orðin hættulega lítil og allt væri það Seðlabankanum að kenna og hann bæri ábyrgð á því, ef bankarnir færu í lausafjárþrot.
Vel má vera, að þessi lánatregða Seðlabankans hafi orðið til þess að bankarnir féllu fyrr en ella, en þá hefði líka tap Seðlabankans og ríkisstjóðs orðið miklu meira, en raunin varð á. Tapið á Seðlabankanum vegna þessara viðskipta nam 345 milljörðum króna, sem er auðvitað geysihá upphæð, en til að setja hana í eitthvert samhengi voru Icesave innistæður í Landsbankanum um 1.300 milljarðar króna og þar af er reiknað með að allt að 600 - 700 milljarðar geti lent á íslenskum skattgreiðendum.
Talið er að erlendir kröfuhafar muni tapa sex til áttaþúsundmilljörðum króna á bankahruninu, þannig að í því samhengi er tap Seðlabankans ekki há upphæð, þannig að segja má, að Seðlabankinn hafi haldið vel á málum gangvart því bankaskrímsli sem vaxið hafði í landinu, óáreitt af Fjármálaeftirlitinu, sem hafði það verkefni að fylgjast með bankakerfinu.
Að því er sýnist, hefur Seðlabankinn staðið sig vel í stykkinu gagnvart bankaskrímslinu, en Rannsóknarnefnd Alþingis mun örugglega taka á þessum ástarbréfaviðskiptum og gefa út álit á þeim og hvort Seðlabankinn hefði átt að hætta þeim fyrr en gert var.
Hefði það verið gert fyrr, hefði það væntanlega flýtt bankahruninu og óvíst hvort þá hefði verið tilbúin viðbragðsáætlun, eins og reyndin var um mánaðarmótin september og október 2008.
![]() |
Mesti ríkissjóðshalli í sögu lýðveldisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
11.12.2009 | 14:08
Eina eftirlifandi útrásarfyrirtækið?
Actavis virðist vera eina, eða eitt af sárafáum útrásarfyrirtækjum, sem ennþá eru lifandi og í fullum rekstri. Reyndar hefur flogið fyrir, að félagið sé í gjörgæslu erlendra banka, þannig að sú spurning vaknar, hvort fyrirtækið telst lengur vera í eigu Björgólfs Thórs, eða sé í raun komið í hendur þessara útlendu banka.
Hvað sem því líður, er Actavis ennþá í þeirri stöðu, að geta gert himinhá kauptilboð í önnur félög, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Heimildir Bloomberg herma að auk Actavis og EQT séu lyfjafyrirtæki eins og Sanofi-Aventis, Teva Pharmaceutical Industries og Sinopharm Group meðal bjóðenda. Eiga öll félögin sem enn eru í pottinum að hafa boðið yfir 2,5 milljarða Bandaríkjadala, 311 milljarða króna, í þýska fyrirtækið."
Fyrirtæki, sem geta tekið þátt í slíkum kaupum hljóta að eiga gríðarlega sjóði, eða það sem líklegra er, að á bak við þau standi stórir bankar og eitt sem víst er, er að þeir eru a.m.k. ekki íslenskir.
Eftir því sem best er vitað, er Actavis skráð með höfuðstöðvar á Íslandi og verður því líklega ennþá að teljast íslenskt útrásarfyrirtæki, hvernig svo sem eignarhaldinu er háttað um þessar mundir.
Á meðan svo er, verður að vona að fyrirtækinu takist að lifa af fjármálakreppuna og geti að einhverju leyti tekið þátt í uppbyggingunni, sem framundan er.
![]() |
Rætt um sameiginlegt tilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2009 | 08:37
Þetta skilja allir nema ríksisstjórnarnefnan
Því hefur lengi verið haldið fram hér, að ríkisstjórnarnefnan vinni að því dag og nótt, með allri sinni orku og getu- og hugmyndaleysi, að því að lengja og dýpka kreppuna um mörg ár, frá því sem annars hefði orðið.
Það er hún að gera, óháð baráttu sinni fyrir Icesave ánauðinni, sem hún vill steypa þjóðinni í og mun setja hana í þrælahlutvert fyrir Breta og Hollendinga í tuttugu ár, hið minnsta.
Þessi orð Daniel's Gros, hagfræðings og stjórnarmanns í Seðlabankanum, segja það, sem segja þarf: Spurningin er ekki hvort Íslendingar geta staðið við skuldbindingarnar. Ég held að þeir geti það, en þá þurfa Íslendingar að sætta sig við umtalsverða lífskjaraskerðingu. Neysla af öllu tagi þarf að dragast saman og kaupmáttur sömuleiðis. Það eru óhjákvæmilegar afleiðingar þess að takast slíkar skuldbindingar á hendur.
Þetta sama hefur fjöldi hagfræðinga bent á, en hins vegar þarf enga hagfræðikunnáttu til að sjá þetta fyrir. Þetta er svo einfalt, að það er skiljanlegt fyrir flesta aðra, en ráðherranefnurnar íslensku og fáeina trygga sporgöngumenn þeirra.
Því miður verður það skilnings- og getuleysið, sem mun verða til þess að Bretar og Hollendingar munu halda íslendingum í þrælaánauð næstu áratugina.
![]() |
Skert lífskjör og kaupmáttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)