Hugulsöm ríkisstjórn

Það er ekki að spyrja að hugulseminni í þeirri stórkostlegu ríkisstjórn, sem Íslendingar búa við nú um stundir.  Eftir að hafa boðað algert skattahækkanabrjálæði, er nú boðað að aðeins verði um skattahækkanaæði að ræða á næsta ári.

Til að sýna mannkærleik sinn og almenna gæsku, segir Helgi Hjörvar, formaður Efnahags- og skattahækkananefndar, að nú sé útlit fyrir minni skattahækkanir, en áður voru boðaðar, en þó verði þær umtalsverðar.

Þetta er elsta áróðursbragðið í bókinni, þ.e. að boða fyrst algert kvalræði, en miskunna sig síðan yfir fórnarlambið og láta húðstrýkingu duga og þá verður hinn kvaldi ævarandi þakklátur fyrir miskunnsemi kvalarans.

Að breyta frá skattahækkanabrjálæði yfir í skattahækkanaæði er afar fallega gert, af þessari elskulegu ríkisstjórn.

Þeir skattpíndu munu verða ákaflega þakklátir og auðmjúkir í sálinni vegna þessarar velgjörðar.


mbl.is Skattahækkanir hugsanlega ögn minni en ráðgert var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband