Samstaða innan ríkisstjórnarinnar

Engin samstaða hefur fram að þessu verið milli ríkisstjórnarflokkanna og innan þeirra um nokkurt efni, sem máli hefur skipt og má þar nefna umsóknina um ESB, Icesavemálið, orku- og stóriðjumál, niðurskurð ríkisútgjalda eða stöðugleikasáttmálann, svo eitthvað sé nefnt.

En nú tilkynnir fjármálajarðfræðingurinn, að "ágæt" samtaða sé innan ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir, aðeins sé eftir að útfæra skattahækkanabrjálæðið nánar, svo allir stjórnarliðar verði glaðir.

Þetta þar ekki að koma á óvart, því ef eitthvað getur sameinað vinstri menn, þá eru það skattahækkanir.  Það eru þeirra ær og kýr og helsta lífsmottó, að skattleggja allt sem hugsanlega er hægt að skattleggja og skattleggja það mikið.

Engu máli skiptir hvort góðæri eða kreppa ríkir í þjóðfélaginu, þá eru skattahækkanir alltaf helsta baráttumál vinstri manna og þegar þeir komast í aðstöðu til að framkvæma þessa drauma sína, er það fyrir þeim eins og þegar barni er sleppt lausu í leikfangabúð.

Nú verður þessi vinstridraumur að martröð þjóðarinnar.


mbl.is Steingrímur: Ágæt samstaða um skattamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið og gegnsætt söluferli

Guðmundur Franklin Jónsson segir að mikilvægt sé, að fleiri en núverandi eigendur Haga, fái kost á að kaupa fyrirtækið.  Ef hann á við Bónusfeðga, þá eiga þeir ekkert í Högum, því Kaupþing er búið að yfirtaka 1998 ehf., sem var í raun aldrei annað en leppfyrirtæki fyrir bankann, þar sem hann hafði lánað 1998 ehf. fyrir öllu kaupverðinu og gott betur.

Sú krafa hlýtur að verða í heiðri höfð, að salan á Högum verði opin og gegnsæ, þannig að þeim skrípaleik, sem viðgekkst við kaup og sölu fyrirtækja milli útrásarglæframannanna og þegar þeir seldu og keyptu af sjálfum sér, verði hætt og allt verði haft uppi á borðum.

Fyrrverandi eigendum Haga á ekki að líðast að fá erlenda leppa, til að leggja fram sýndarhlutafé, til að auðvelda feluleik með tugmilljarða skuldaniðurfellingu til handa Baugsfeðgum.  Nóg er komið af slíku.

Einnig verður að gera þá kröfu, að væntanlegur hluthafalisti "Þjóðarhags" verði öllum aðgengilegur, þannig að ljóst verði frá upphafi, hverjir séu helstu bakhjarlar þess hóps og ekki sé hætta á að einhverjir aðrir útrásarglæframenn ætli að laumast bakdyramegin aftur inn í atvinnulífið í skjóli almenningshlutafélags.

Almenningur vill ekkert pukur og laumuspil lengur.


mbl.is Mikill áhugi á Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband