7.10.2009 | 16:56
Gott frumkvæði Framsóknarmanna
Ekki er annað hægt, en að hæla Framsóknarmönnum fyrir frumkvæði þeirra við að verja málstað Íslands á erlendri grundu, og að sama skapi er það stórundarlegt, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa sýnt nokkurt einasta framtak í varnarbaráttunni gegn Bretum og Hollendingum. Þvert á móti hefur hún barist um á hæl og hnakka fyrir málstað þrælapískaranna og reynt að sannfæra þjóðina um, að hún væri í ábyrgð fyrir einhverjum skuldum Landsbankans erlendis.
Loksins núna fyrir nokkrum dögum er Jóhanna, meintur forsætisráðherra, að fikra sig til baka í málflutiningi sínum fyrir herraþjóðirnar og farin að tala um að það sé ósanngjarnt af sér og félögum, að pína Íslendinga til þess að borg þetta, en hún sé bara svo aum í bakinu, undan svipuhöggunum, að hún sé búin að gefast upp fyrir ofbeldinu.
Þegar stjórnin springur, getur hún alltaf haldið því fram, að hún hafi alltaf verið sammála þjóðinni í málinu, en orðið að fórna sér og þurft að úthella blóði sínu í nafni þjóðarinnar. Það er nokkuð hart að stjórnarandstaðan skuli hafa tekið forystuna í Icesave og fjármálum þjóðarinnar, eingöngu vegna þess, að hún getur ekki lengur horft upp á algert getuleysi ríkisstjórnarinnar í öllum málum.
Miklu eðlilegra væri, að stjórnarandstaðan skipti um sæti við núverandi stjórnarflokka.
Spurning er, hvort tími Jóhönnu kom nokkurn tíma.
Hann er þá að minnsta kosti löngu liðinn.
![]() |
Mikill velvilji í garð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.10.2009 | 15:20
Öllum augljóst
Öllum er nú orðið ljóst að ríkisstjórnin hangir einungis saman á lyginni einni, eins og sagt er, en er í raun orðin óstarfhæf, þó hún þekki ekki ennþá sinn vitjunartíma. Allt logar stafnanna á milli innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra og niðurstaða næst ekki í neinu mikilvægu máli og er þá sama hvort litið er til ESB umsóknar, Icesave, eða þess sem mestu skiptir, fjárlaganna fyrir 2010 með þeim niðurskurði, sem til þarf og ekki ríkir meiri sátt um skattahækkunarbrjálæðið sem runnið er á Vinstri græna.
Ráðherrar koma fram í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum og segjast "vonast til" að ríkisstjórnin hangi saman eitthvað áfram, en þegar ráðherrar eru farnir að tala svona, er ríkisstjórn þeirra orðin algerlega óstarfhæf og í raun steindauð. Össir, grínari, svaraði fyrirspurn um næstu skref á Alþingi, varandi Icesave, og mátti lesa út úr svörum hans, að ekkert nýtt væri að gerast í málinu. Einnig segir í fréttinni: "Össur tók jafnframt fram að ekki væri öruggt að meirihluti yrði fyrir því frumvarpi á þingi. Hann tók undir með Birgi að staðan væri erfið og gæti verið háskaleg fyrir Íslendinga. Raunhæfur möguleiki væri jafnframt á að hér verði stjórnarkreppa."
Svona tala ráðherrar ekki, nema ríkisstjórn sem þeir sitja í, sé í dauðateygjunum. Um það var bloggað hér í gær og má sjá það hérna
Hugsanlega verður jarðarförin auglýst í kvöld, eftir þingflokksfund VG.
Verði það ekki gert, gæti nályktin orðið óbærileg.
![]() |
Upplausnin er okkur augljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2009 | 10:00
Blásið úr egginu og skurninn skilinn eftir
Meðferðin á Húsasmiðjunni er dæmigerð fyrir vinnubrögð útrásarmógúlanna við "kaup" þeirra á öllum helstu fyrirtækjum landsins og þeirra fyrirtækja, sem þeir "keyptu" erlendis. Þetta kemur ekki vel fram í frétt mbl.is, en sést vel á fréttinni í Mogganum sjálfum, en þar segir m.a: Í raun er daglegur rekstur á góðri siglingu. Erlend lán sem eigendur tóku við kaup á fyrirtækinu hafa skapað erfiða stöðu. Þau lán eru á gjalddaga á næstu tveimur árum og hafa hækkað mikið vegna gengisfalls krónunnar, útskýrir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar."
Það var undantekningarlaus aðferð Baugsmanna og annarra viðskiptablóðsuga, að kaupa vel stæð og vel rekin fyrirtæki með mikið eigið fé, skuldsetja þau upp fyrir rjáfur og sjúga svo út úr þeim allt blóð, þ.e. greiða út nánast allt eigið fé félaganna sem arð til sjálfra sín og þeirra fyrirtækja sem tilheyrðu svikamyllu þeirra, með lokalendingu á Tortola, eða öðrum bankaleyndarparadísum.
Þetta viðskiptamódel leiddi til þess, að slóð þeirra var vörðuð fallegum eggjum, en þeir sem hjá stóðu, áttuðu sig ekki á því, að innihaldið hafði verið blásið úr eggjunum og ekkert var eftir nema skurninn.
Nú þegar eggin brotna eitt af öðru, kemur í ljós, að innihaldið var löngu horfið.
![]() |
Vestia eignast Húsasmiðjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2009 | 08:38
Ögmundur í stjórnarandstöðu
Ögmundur Jónasson, alþingismaður VG, er greinilega kominn í stjórnarandstöðu og virðst sú andstaða hans harðna með hverjum deginum, sem líður frá því að hann var hrakinn úr ríkisstjórninni af hinni hrokafullu, en ráðalausu, Jóhönnu Sigurðardóttur, meintum forsætisráðherra.
Greinilegt er að Ögmundur reiknar ekki með löngu lífi ríkisstjórnarinnar úr þessu, og endurspeglast það í því sem eftir honum er haft í fréttinni: "Ögmundur segir að takist ríkisstjórninni að taka á málum sem varða AGS, vexti, hinn bratta niðurskurð í velferðarmálum og aðkomu erlendra sérfræðinga að ráðgjöf eigi hún góða möguleika á að þjappa þjóðinni saman. Takist þetta ekki þarf hún náttúrlega að hugsa sinn gang."
Ekki verður annað séð, en fullkominn klofningur sé orðinn í VG og að nú hljóti að styttast í að flokkurinn klofni í tvennt og úr verði flokkur undir forystu Steingríms J. og annar undir forystu Ögmundar.
Fari svo, er líklegast að við taki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og flokks Ögmundar, jafnvel með þátttöku Hreyfingarinnar, sem þó er sennilega ekki stjórntæk.
Þetta gæti orðið áður en mjög langt um líður.
![]() |
Höfum ekkert við AGS að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)