26.10.2009 | 14:55
Ríkisstjórnin fer úr landi og málin taka kipp
Fram hefur komið í fréttum að Jóhanna, forsætisráðherralíki, hafi stokkið úr landi og tekið með sér fjármálajarðfræðinginn og tvær aðrar ráðherranefnur. Eins og hendi væri veifað fóru að berast fréttir af því að a.m.t. tvö mál hafi tekið að þokast áfram, um leið og staðfest var, að þessar ráðherranefnur væru komnar um borð í flugvélina, sem flutti þá af landi brott.
Fyrst komu fréttir af því, að AGS hefði sett málefni Íslands á dagskrá stjórnarfundar í vikunni og svo bárust þau stórmerku tíðindi, að stjórnardruslan hefði náð að ljúka drögum að yfirlýsingu vegna stöðugleikasáttmálans. Sérstaklega ber að athuga, að um drög er að ræða, enda nær þessi stjórn yfirleitt ekki að ljúka nokkru máli fullkomlega.
Miðað við þessar upplýsingar, ber að fagna flótta ríkisstjórnarinnar úr landinu, en samkvæmt Dyflinarsáttmálanum verður henni örugglega vísað aftur til heimalandsins áður en langt um líður.
Íslendingar geta samt lifað í þeirri von, að nokkur tími muni líða, áður en ráðherranefnurnar koma til landsins aftur.
![]() |
Fundað um yfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2009 | 13:28
Bólar ekki á ríkisstjórninni frekar en venjulega
Eins og ávallt áður, eru viðbrögð ríkisstjórnarnefnunnar við hverju máli þau, að svör muni verða gefin seinna í dag, á morgun eða fyrir helgi. Þetta sagði Jóhanna, forsætisráðherralíki, á miðvikudaginn í síðustu viku, þegar hún hafði meðtekið síðustu svipuhögg þrælahaldaranna í Haag og London, um afgreiðslu AGS á annarri endurskoðun efnahagssáttmála AGS og Íslands, en þá fullvissaði hún þjóðina um að ekki væri lengur nein tengsl milli afgreiðslunnar og Icesave og nú myndi AGS afgreiða málin í "næstu viku".
Nú er sú vika runnin upp og stöðugleikasáttmálinn ekki komin á birta dagskrá stjórnar sjóðsins næstu tvær vikurnar. Í gær gáfu ráðherranefnurnar út, að yfirlýsingar þeirra vegna stöðugleikasáttmálans yrði að vænta fyrir kvöldið, en sú yfirlýsing hefur ekki sést ennþá, en gæti komið seinna í dag, á morgun eða a.m.k. fyrir helgi.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ lætur hafa eftir sér: En það er alveg ljóst að innan okkar raða eru vaxandi sjónarmið í þá veru að það hafi ekki mikinn tilgang að halda þessum samskiptum við stjórnvöld áfram á þeim nótum sem þau hafa verið upp á síðkastið.
Þegar ASÍ er búið að gefast upp á "stjórn hinna vinnandi stétta", þá á ríkisstjórnarnefnan hvergi vini lengur.
ASÍ er farið að lýsa aumingjaskap ríkisstjórnarnefnunnar með miklu sterkari orðum en stjórnarandstaðan á þingi og þegar svo er komið, þarf ekki aðra stjórnarandstöðu.
![]() |
Ekkert bólar á yfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2009 | 10:50
Vitrænasta ESB tillagan
Ályktun Hins íslenska tófuvinafélags um ESB aðildarumsóknina er líklega eina vitræna tillagan, sem fram hefur komið vegna inngöngubeiðnarinnar, enda ekki vitað til þess, að ríkisstjórnarnefnan hafi lagt fram neinar kröfur í málinu, aðeins sett allt opinbera apparatið í að svara spurningum frá ESB, en ekki lagt fram neinar kröfur eða spurningar sjálf.
Besti hluti tillögu tófuvinafélagsins er þessi: "Jafnframt gerir félagið það að ófrávíkjanlegri kröfu að skuggabaldrar tilheyri um eilífð íslensku þjóðinni en skoffín megi flytja til Brussel óheft til hagsbóta fyrir gjörvallt Evrópusambandið."
Taki Samfylkingarfólk síðasta hluta setningarinnar til sín persónulega, þá eru það mjög eðlileg viðbrögð, enda dreymir margt af því, að komast í feit embætti í Brussel.
Hvort sá útflutningur verði til hagsbóta fyrir gjörvallt Evrópusambandið er reyndar óvíst.
En fækkun þess hérlendis yrði a.m.k. Íslandi til hagsbóta.
![]() |
Hagsmuna tófunnar verði gætt í Icesave-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2009 | 08:35
Ísland ekki með á velmegunarlistanum
Legatum í London hefur birt lista yfir lönd, þar sem þeim er raðað eftir velmegun. Finnland er í efsta sæti og Zimbabawe í því neðsta. Löndunum er raðað á listann, ekki eingöngu eftir fjárhagslegum þáttum, heldur lýðræðisþróun og stjórnarháttum.
Ekki kemur fram í fréttinni af þessu, hversu mörg lönd eru á þessum lista, en Ísland er að minnsta kosti hvergi nefnt á nafn í frétt Financial Times af málinu og er allavega ekki á meðal tuttugu efstu ríkja.
Þó líklegt sé, að bankahrunið hérlendis hafi áhrif á fjarveru Íslands af listanum, er miklu líklegri skýring sú, að stjórnarhættirnir nú um stundir hafi þar miklu meiri áhrif.
Ísland hefur ávallt fram að þessu verið talið í fremstu röð, hvað varðar lýðræðisþróun og stjórnarhætti.
Það er orðið breytt, með þeirri verklausu og skattabrjáluðu ríkisstjórnarnefnu, sem nú er við völd.
![]() |
Velmegun mest í Finnlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)