17.10.2009 | 16:15
Niđurstađa í dag, á morgun eđa í nćstu viku
Enn er Steingrímur J., fjármálajarđfrćđingur, međ beran bakhlutann og lćtur húsbćndur sína í Bretlandi og Hollandi, hýđa sig međ gaddasvipunum og virđist bara vera farinn ađ láta sér svipuhöggin vel lika. Líklega orđinn háđur ţeim, eftir allar barsmíđarnar.
Í margar vikur hefur almenningur mátt hlusta á, ađ endanleg niđurstađa rassskellinganna komi í ljós seinna í dag, á morgun eđa í síđasta lagi fyrir nćstu helgi. Enn eru sömu tímasetningarnar settar fram, enda á ađ vinna yfirvinnu í Fjármálaráđuneytinu alla helgina, svo ekkert hinna Bresku og Hollensku svipuhögga missi marks.
Sennilega endar međ ţví, ađ Steingrímur J., segir eins og vinur hans og lćrifađir, Svavar Gestsson, sagđi í vor: "Ég nenni bara ekki ađ hafa ţetta mál hangandi yfir mér lengur".
Betra hefđi náttúrlega veriđ ađ ólatari samninganefnd hefđi veriđ sett í máliđ í upphafi.
![]() |
Viđbrögđ á báđa vegu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2009 | 11:40
Styttist í gćsluvarđhaldiđ?
Nú hefur Fjármálaeftirlitiđ sent mál er varđar allsherjarmarkađsmisnotkun Kaupţings til Sérstaks saksóknara til frekari rannsóknar og ákvörđunar um ákćru á hendur stjórnendum bankans.
Mörg smćrri mál, sem tengjast ţessari allsherjarmarkađmisnotkun hafa áđur veriđ send til embćttis Sérstaks saksóknara og hafa veriđ ţar til skođunar um tíma.
Misnotkun er nógu slćm, en allsherjarmarkađsmisnotkum er auđvitađ miklu verra og alvarlegra mál og ţegar mörg mál eru komin saman í einn pakka, hlýtur ađ vera komin fram stađfestur grunur um alvarleg lögbrot og "stađfastan brotavilja".
Í smćrri málum en ţessu, vćru hinir grunuđu komnir í gćsluvarđhald, á međan rannsókn stćđi yfir, enda vćri ástćđa til ađ ćtla, ađ dómur yrđi ţyngri en tveggja ára fangelsi. Ţađ hlýtur ađ eiga viđ í svona alvarlegu máli, ađ dómar yrđu ţyngri en tvö ár og ţví hlýtur ađ fara ađ skapast ástćđa til ađ fara ađ beita gćsluvarđhaldsúrskurđum í ţessu máli og fleirum, sem tengjast banka- og útrásarglćpamálum.
Alveg er öruggt, ađ vel er reynt ađ standa ađ ţessum rannsóknum, en almenningur er orđinn verulega óţolinmóđur eftir ţví, ađ fara ađ sjá áţreifanlegan árangur.
![]() |
Meint allsherjarmisnotkun Kaupţings til saksóknara |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)