Hvað tefur stjórnarmyndunina?

Þessi töf á myndun nýrrar stjórnar er að verða álíka mikill farsi og Smáflokkafylkingin setti upp við stjórnarslitin við Sjálfstæðisflokkinn.

Hvað tefur eiginlega?  Voru drögin að stjórnarsáttmála svo arfavitlaus að engin leið var fyrir Framsókn að samþykkja?  Þetta hlýtur því að hafa verið ódýr (réttara sagt rándýr) kosningavíxill.

Átti kannski að gera "allt fyrir alla" fram að kosningum og láta víxilinn síðan falla eftir kosningar?

Við bíðum svara.


mbl.is Hlé gert til að ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinskiptar umræður

Ríkisstjórn verður líklega mynduð á morgun, segja formennirnir, eftir "hreinskiptar umræður" á fundi með formanni Framsóknar.

Þetta orðalag er venjulega notað þegar ósætti er og verulega hitnar í kolunum. 

Bæði Jóhanna og Steingrímur eru skapstór, svo þetta hefur örugglega verið áhugaverður fundur.

En verður ríkisstjórnin mynduð á morgun, eða hinn daginn, eða bara þarnæsta dag?


mbl.is Stjórnin mynduð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn í dag eða á morgun

Erfiðlega gengur að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða.  Undarlegt er að eftir fimm daga vinnu, þar sem sagt var að nótt hefði verið lögð við dag, til þess að vanda stjórnarsáttmálann, skuli hann ekki hafa verið burðugri en svo að Framsóknarmenn sögðu hann svo óljósan og ómarkvissan að ekki væri hægt að skrifa upp á kosningavíxilinn.

Hagfræðingar Framsóknar sögðu verkáætlunina óskýra og í raun ónothæfa, þannig að leggja yriði fram nýja aðgerðaáætlun til bjargar heimilunum.

Hvað var verið að gera alla vikuna.  Var eingöngu verið að þrefa um ráðherraembættin?

 


mbl.is Stjórn mynduð í dag eða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband