28.1.2009 | 16:49
Reiðarslag
Ég heyrði einhversstaðar í dag að maður nokkur vildi gefa þessari nýju ríkisstjórn nafnið "Steypireyð" vegna þess að hún væri samansett af fólki sem væri alltaf svo reitt og fúlt.
Betra nafn væri "Reiðarslag".
![]() |
Býst við stjórn á laugardag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2009 | 09:56
Ólafur Ragnar vitnar um stjórnarstefnuna
Þarf frekari vitna við um helsta stefnumál nýrrar ríkisstjórnar? Það hlýtur að mega treysta því að forsetinn viti hver grundvallaratriði í nýrri stjórnarstefnu eru: Persónulegar hefndir Ingibjargar Sólrúnar á Davíð Oddsyni vegna væringa þeirra á milli í fortíðinni. Nú er stund hefndarinnar runnin upp og eins og ég hef sagt áður er það heimssögulegur atburður að mynduð skuli ríkisstjórn til slíkra verka. Eftirfarandi birtist á Eyjan.is í morgun (skáletrunin er mín):
Forsetinn á BBC: Ný stjórn Seðlabankans grundvallaratriði í nýrri stjórnarstefnu
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í viðtali við BBC í dag að breyting á stjórn Seðlabanka Íslands væri meðal grundvallaratriða þeirrar stjórnarstefnu sem nú væri í smíðum í kjölfar stjórnarslita í landinu.
Í Reuters-frétt af viðtalinu segir að vangaveltur um að Davíð Oddsson seðlabankasjtóri missi stöðu sína hafi vaxið í stjórnmálaumróti síðustu daga. Davíð sé bandamaður fráfarandi forsætisráðherra og helsti skotspónn mótmælenda.
Í viðræðum og ráðagerðum með leiðtogum þeirra flokka sem mynda munu ríkisstjórn næstu daga, er algerlega ljóst að ein stoðanna í nýrri stjórnarstefnu er breytt stjórn Seðlabankans, sagði Ólafur í viðtalinu.
Þegar hann var spurður um hvenær nýjar kosningar yrðu sagði Ólafur: Það verður líklega einhvern tíma milli apríl, maí eða júní. Það verður örugglega fljótlega.
![]() |
Nýr fundur klukkan 10 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)