Þjóðin greiði fyrir hryðjuverkin

Árið 2001 var gerð hryðjuverkaárás á tvíburaturnana í New York og voru þar að verki nokkrir ungir menn frá Saudi Arabíu.  Nokkrum árum síðar var gerð sprengjuárás á neðanjarðarlestakerfið í London og þar voru að verki ungir menn frá Pakistan og/eða ættaðir þaðan.  Menn af arabískum ættum hafa framið morð og önnur óhæfuverk í Hollandi á undanförnum árum.

Ekki datt bandaríkjamönnum í hug að gera árás á Saudi Arabíu, þó hryðjuverkamennirnir væru þaðan, ekki datt Bretum í hug að gera árás á Pakistan og ekki hafa Hollendingar lýst yfir stríði á hendur arabaríkjunum.

Tiltölulega fámennur hópur íslenskra efnahagshryðjuverkamanna gerðu strandhögg víða um heim undanfarin ár og með gerðum sínum sköðuðu þeir efnahag margra landa, en engra þó eins mikið og síns eigin heimalands, en þar var efnahagur þjóðarinnar lagður algerlega í rúst.

Þá bregður svo við að allt Efnahagsbandalag Evrópu, með Breta, Hollendinga og Þjóðverja í fararbroddi lýsir yfir efnahagslegu stríði við heimaland hryðjuverkamannanna, land sem þegar er í rúst af völdum þessara manna.  Í fótgönguliðið er síðan beitt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem að nafni til á að hafa verið sendur til að bjarga efnahag Íslands, en er í raun handrukkari ESB.

Löggjöf ESB gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og því er það ekki aðalatriði hvort Íslendingar geti kraflað sig út úr því að borga, aðalatriðið er það að nú er verið að beita Íslendinga kúgun til að taka á sig ábyrgð á gerðum íslenskra efnahagshryðjuverkamanna.

Þjóðin er nú liggjandi eftir árásina og ESB og meðreiðarsveinar eru ekki eingöngu að sparka í hausinn á þeim sem laminn var niður, þeir eru líka að reka ríting í bak hans og snúa honum í sárinu.

Vonandi verður ástand hins særða ekki svo aumt, að hann skríði til kvalara sinna í leit að lækningu.


mbl.is Getum ekki prentað gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar í þessa líkingu þína að þessir íslensku hryðjuverkamenn hafi verið í sínu strandhöggi í boði íslenskra stjórnvalda. Það er algert prinsipp-atriði að ríkisábyrgðir séu einmitt ríkisábyrgðir. Íslendingum verður ekki leyft að hlaupa frá þessu, það er alveg á hreinu. Í staðin fyrir að leita að blórabögglum í útlöndum væri íslendingum nær að finna þá sem bera ábyrgð á þessum sóðaskap og gera upp við þá. Ævintýramenn og óhæfa stjórnmála- og embættismenn. Þar eru hinir eiginlegu sökudólgar. Svo einfalt er það.

Jón (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg hárrétt hjá þér, að ríkisábyrgð er ríkisábyrgð og við þær þarf að standa.  Á Icesave og öðrum innistæðuformun er ekki ríkisábyrgð, heldur stendur Tryggingasjóður innistæðueigenda þar á bak við. 

Ef íslenskir efnahagshryðjuverkamenn hafa starfað í skjóli einhverra stjórnmála- og embættismanna, er þar um að ræða stjórnendur og embættismenn ESB, því allir íslenskir bankar starfa eftir lögum og tilskipunum ESB, sem Íslendingar,eins og aðrir, voru skyldugir til að taka inn í sína löggjöf.

Ef þú trúir eigin augum, getur þú sjálfur lesið um innistæðuábyrgðir í ESB, t.d. hér

Axel Jóhann Axelsson, 3.7.2009 kl. 14:26

3 identicon

Já, þá ertu kominn í lagaklækina. Tryggingasjóður innistæðueigenda ber ábyrgð á innistæðunum, en hver ber ábyrgð á því að þessi sjóður virki eins og hann á að gera? Hmmm, getur það verið fjármálaeftirlitið? Ef íslensk yfirvöld hafa ekki séð til þess að þessi sjóður væri skuldbindingunum sínum vaxinn er það alfarið á þeirra ábyrgð. Skilyrðum fyrir ábyrgðarleysi ríkisins samkv. þessum ákvæðum sem þú bentir á er þar með ekki fullnægt. Ef hrækt er lóðrétt upp lendir hrákurinn á eiganda sínum.

Jón (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 14:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er aðeins uppsuða úr grein sem einn ESB embættismaðurinn skrifaði í Moggann nú um daginn.  Alveg er undarlegt að nokkur Íslendingur taki undir þessa eftiráskýringu þessara kúgara.  Það gera auðvitað ekki aðrir en Samfylkingarmenn og aðrir ESB aðdáendur.  Það er ekki hugsun eða meinig þeirra sem setja lög, sem gildir, aðeins það sem stendur í lögunum.  Ef einhver ágreiningur er um það, á að leysa þann ágreining fyrir dómstólum, ekki hernaði.

Passaðu að hrákurinn lendi ekki í auganu.

Axel Jóhann Axelsson, 3.7.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góð grein Axel.  Þjóðirnar sem urðu fyrir hryðjuverkum útrásarvíkinganna hafa nú ákveðið að beita hryðjuverkum á íslensku þjóðina.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.7.2009 kl. 15:05

6 identicon

Ég geri mitt besta.

Góðar stundir.

Jón (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband