Laun lækna og forsætisráðherra

Forsætisráðherra er númer 403 á lista yfir launahæstu starfsmenn ríkisins.  Í fréttinni kemur fram að:  "Langflestir hálaunamannanna eru læknar. Einstaka eru í stéttarfélögum á borð við Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Stéttarfélag verkfræðinga, svo dæmi séu tekin." 

Langflestir hálaunamannanna eru læknar og er þá væntanlega átt við sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem eiga að baki jafnvel allt að tveggja áratuga nám í sínum sérgreinum.  Til samanburðar má sjá hér menntun og starfsreynslu forsætisráðherra.  Ekki eru gerðar neinar sérstakar menntunarkröfur til þeirra sem gegna forsætisráðherraembættinu, aðeins er ætlast til að viðkomandi sé sæmilega máli farinn og hafi verið duglegur að koma sér áfram innan stjórnmálaflokkanna.

Hvaðan kemur sú firra, að enginn megi hafa hærri laun en forsætisráðherrann?  Má ekki lengur gera ráð fyrir umbun til þeirra sem leggja á sig langt og strangt háskólanám?  Þeir sem eyða 15 - 20 árum í langskólanám, reikna auðvitað með því að fá hærri laun að námi loknu, heldur en þeir sem ekki fara í framhaldsnám og hefja vinnu strax eftir t.d. Verslunarpróf.  Þótt mánaðarlaunin séu hærri eftir námið, er ekki víst að ævitekjurnar verði svo miklu meiri en hinna.

Langskólagengnum heilaskurðlækni væri vel treystandi fyrir forsætisráðherraembættinu.

Enginn myndi vilja láta forsætisráðherrann skera sig upp, ekki einu sinni botnlangaskurð.


mbl.is Hefði mest áhrif á laun lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt sammála ter.   Eitt sem menn gleyma i tessu úrtaki ad nefna ad tetta eru heildarlaun en ekkert talad um grunnlaun laekna.  Sjalfur er eg laeknir og starfa reyndar erlendis.  Astaedan fyrir haum launum hja flestum laeknum er vegna tess ad yfirvinnan er gridarleg og yfirvinnan er  ekki eftirsoknarverd, allavega ekki i minu tilviki.  Mikid um naeturvinnu og helgarvinnu sem med arunum verdur erfidari fyrir mann.  Tad er aldrei talad um grunnlaunin.

Kvedja fra Sverige

Gisli (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Loksins loksins komast læknar aftur upp á toppa launalistans. Ekkert hefur breyst annað en slímugu banka og endurskoðendurnir geta ekki lengur skammtað sér laun. Læknar eru taxtaverkamenn og í raun bara hálaunaðir verkamenn. Þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur fá laun í gegnum það en borga þá líka fyrir reksturinn, tækjakaup og mannahald þar sem það á við. Eina leiðin til að lækka laun lækna er að minnka yfirvinnu. Það myndi þó krefjast fleiri stöðugilda og mér skilst að það yrði dýrara að borga fleiri stöðugildi á grunntaxta undir launum forsætisráðherrans að sjálfsögðu en að láta þá sem fyrir eru fá aukatekjur af yfirvinnunni. Draga úr heilbrigðisþjónustu? Það má náttúrulega láta á það reyna.

Gísli Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég gæti nú skrifað heila ritgerð um aumingja blessaða læknana okkar en nefni bara þetta: Yfirlæknir deildar sem ég þurfti stundum að sækja var á deildinni eingöngu tvo tíma eftir hádegi á þriðjudögum. Fyrir utan þann tíma var hann á eigin stofu eða í sumarbústaðnum sínum. Haldið þið að hann hafi bara þegið yfirlæknislaun þessa tvo tíma?

Læknar á sjúkrahúsum eru með í samningum að þeir megi vinna á einkastofum sínum svo og svo mikið á reglulegum vinnutíma án þess að nokkuð sé dregið af launum þeirra.

Það er fljótlegt að komast uppí ágætar tekjur með þessu móti...

Jón Bragi Sigurðsson, 3.7.2009 kl. 10:05

4 identicon

Vá hvað ég er hjartanlea sammála þér.

Pálína (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 10:46

5 identicon

Tad eru svartir saudir i öllum stettum Jón Bragi en laeknar a sjukrahusum eru margir i hlutastödu og vinna samkvaemt tvi, eru ta med einhvern stofupraxis lika.  En teir sem eru i 100% stödugildum hafa engan samning um tad teir megi vinna a dagvinnutima utan spitala.  Tannig ad tu ferd med fleipur tarna.  Amk er tetta svona nuna.  Byrjunarlaun adstodarlaekna eru rett rum 300 tus, deildarlaeknir ca 340 tus og serfr. rum 470 tus.  Tetta er midad vid 40 tima vinnuviku. 

Gisli (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 10:48

6 identicon

Sammála Axel. 

Ein spurning: 

Afhverju er alltaf verid ad mida vid grunnlaun forsaetisrádherra en heildarlaun allra annarra?  Thetta er bara blekkingaleikur.  Hvad aetli forsaetisrádherra sé med mikil bifreidahlunnindi og adrar auka greidslur?

Haukur (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er nú stórlega orðum aukið að tala um að læknar séu í 20 ára námi. Sérnám flestra lækna er mun líkara vinnu en námi og eru menn víðast hvar á fullum launum í sérfræðináminu. Og sérfræðinámið er í yfirleitt 3-5 ár held ég, sem bætist við 6 ára grunnnám. vissulega langur tími, alls 9-11 ár, en ekki 20.

En þetta þekkir Gísli í Svíþjóð örugglega mun betur og getur upplýst okkur um.

Skeggi Skaftason, 3.7.2009 kl. 11:24

8 identicon

þjóðráð væri fyrir ríkið að leggja niður tryggingastofnun ríkisins, leggja niður heilbrigðisráðuneytið, stofna heilsuráð sem rekur einn stórann ríkisspítala, en gefur svo út í einkarekstur með útboði að reka heilsugæslurnar, læknastofur og skurðstofur hvar sem hver vill setja upp.

stærsta vandamálið í heilbrigðisgeiranum er launakostnaður við stjórnun... yfir yfir yfir stjórnunarhættir innan spitalanna og opinbera, er fársjúkt dæmi, er það ekki eitthvað yfir 4 milljarðar sem fara í að stýra uþb. 5000 starfsmönnum á spítölunum... sem afkasta mun minna en einkastofurnar sem eru vel reknar, hagkvæmar og í hæsta mælikvarða.

ríkisbáknið býður uppá misnotkun og gössl, metnaðarlausir plebbar sem auðveldlega geta leynst í fjöldanum og látið sér nægja að vera áskrifendur að launum í öruggri vinnu þar sem engin þorir að spyrja spurninga... 

G (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sæll Skeggi

Grunnnám læknis er 6 ár á Íslandi, þar á leggst 1 kandidatsár. Við tekur síðan sérnám sem er breytilegt á milli landa. T.d. getur maður nálgast undirsérgrein í Bandaríkjunum á 7 árum - þar þarf að taka kandidatsárið á nýjan leik - 3 ár til lyflækninga og svo 3 ár í undirgrein. 

Í Svíþjóð - þar sem ég bý og er við nám - tekur 5 ár að fá réttindi í lyflækningum og svo að minnsta kosti 2 ár í undirgrein. Lengur ef menn leggja stund á rannsóknir samhliða. 

Á þetta við um flesta íslenska lækna - heima og erlendis.

Rétt er getið að framhaldsnám lækna er líkt vinnu - kalla mætti þetta starfsnám, en inní í starfinu er kveðið á skyldur um nám, bæði kúrsa, lestur, fræðastarf, gæðaverkefni og meira að segja stjórnunarstörf. Rétt er að við þiggjum laun í þessu starfsnámi - eins og Gísli nefnir í sínu innslagi eru þau ekki beysin!

6+1+7 samtals 14 ár - ekki svo stutt það? Læknar þurfa líka að sjá fyrir sér og sínum meðan þeir eru í starfsnámi, ekki satt. 

Ragnar Freyr Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 12:23

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rétt til að það sé á hreinu, var reiknað með fjögurra ára námi til stúdentsprófs, þegar nefnt var 15-20 ára langskólanám.  Enginn fer í háskóla, nema hafa fyrst tekið stúdentsprófið. 

Hvort heildarnámið er 15 eða 20 ár skiptir ekki alveg höfuðmáli, en allir sjá að þeir sem hefja vinnu strax eftir grunnskóla, verslunarskóla, eða menntaskóla, vinna sér inn talsverðar tekjur á meðan hinir eru að læra, oft á námslánum, sem auðvitað þarf að endurgreiða að námi loknu.

Þetta var fyrst og fremst röksemdin gegn þeirri regindellu, að enginn mætti hafa hærri laun en forsætisráðherra.  Þá er ekkert endilega verið að tala um heildarlaun, það eru engin haldbær rök fyrir því að enginn megi hafa hærri föst laun en forsætisráðherra.

Axel Jóhann Axelsson, 3.7.2009 kl. 13:14

11 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er vissulega hugsanlegt að þetta með að vera á stofu í vinnutíma sé ekki til lengur í samningum og ef svo er var vissulega kominn tími til að leggja þá ósvinnu niður.

En eru læknar á Íslandi eina stéttin sem vinnur mikla yfirvinnu? Ég held ekki. Þeir eru hins vegar mun fljótari að komast uppfyrir ráðherralaun en flestar aðrar stéttir.

Jón Bragi Sigurðsson, 3.7.2009 kl. 14:02

12 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sæll Jón Bragi

Það að vera með stofurekstur á dagvinnutíma er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Ákvæði um helgun lækna við sjúkrahúsið hefur verið til staðar í áraraðir og læknir sem eru í fullu starfi við sjúkrahúsið meinað að sinna öðrum störfum en kennslu og rannsóknarvinnu við sama háskólasjúkrahús. Annað á við um lækna í hlutastarfi - þeir mega vinna eins og þeir vilja utan skilgreinds vinnutíma við sjúkrahúsið. 

Án nokkurs efa vinna margar stéttir yfirvinnu og margar örugglega meiri en læknar. Kjarasamningur lækna sem vinna fyrir hið opinbera er með þeim einfaldari sem þekkist. 

Umræða um laun lækna hafa alla tíð verið með þeim formerkjum að læknar fái alltof há laun fyrir sína vinnu - að þeir nánast svíki atvinnurekendur sína með háttarlagi sínu. Læknar hafa verið lélegir að svara fyrir sig. Ekki er hægt að segja annað - ekki vegna þess að þeir geti það ekki heldur vegna þess hversu erfitt það hefur verið að útskýra störf okkar, nám og ábyrgð eins það hljómi líkt og við séum að setja okkur á háan hest. En ég spyr við hvern eiga læknar að miða þegar þeir semja um sín laun. 

Veist þú um margar stéttir sem eru við háskólanám - síðan starfsnám í hátt á annan áratug? 

Til að glöggva þig og aðra lesendur get nefnt dæmi um sjálfan mig - og þannig má skyggnast inn í launaumslag allra lækna á sérfræðileyfis á Íslandi.

Þegar ég starfaði sem deildarlæknir á Landspítalanum var ég með fyrst um 296 þús í laun til að byrja með en eftir nær þrjú ár í starfi hafði ég hækkað í 330 þúsund. 10% álag fékk ég ofan á þessar greiðslur síðustu 10 mánuðina þegar tók að mér að vera annar tveggja umsjónardeildarlækna á lyflæknasviði og þannig skipuleggja vinnu 50 kollega minna og halda utan um fræðsludagskrá á sama sviði. Vaktalaun fyrir bundna vakt voru um 3700 krónur á tímann og vaktirnar 16 klst. Að meðaltali vann ég 85-100 tíma í mánuði í yfirvinnu (sem er skilda að vinna - ekki val!).Laun aðstoðar og sérfræðilækna eru kominn til með sama hætti.  

Hægt er að glöggva sig nánar á þessu með að lesa kjarasamninga lækna sem eru ekkert leyndarmál! 

Ég vona að þetta skýri að einhverju leiti hvernig heildarlaun lækna geta nálgast og jafnvel orðið meiri en forsætisráðherra án þess að einhver brögð séu að tafli. 

Bestu kveðjur, Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 14:23

13 identicon

Gott svar hja þer Ragnar og þakka þér fyrir.  Eg er svo innilega sammala þer að læknar eru ekki nogu goðir i þvi að svara fyrir sig og veit eg ekki afhverju.  En það sem eg vona að Jon Bragi skilji nu er að það er algjör misskilningur að allir læknar seu  með há laun.  Eg hef allavega ekki seð það hja mer eða hja þeim kollegum sem eg þekki og svo annað til þess að hafa mjög ha laun  þá þarftu að vinna mikið.   I minu tilfelli þa vel eg heldur að vera með fjölskyldunni en að vera alltaf i vinnunni.  En her i sviþjoð þar sem eg er það fær maður lika yfirvinnuna borgaða i frium sem er að minu mati mjög goður kostur þar sem eg a 4 börn og get þa verið heima heilmikð með þeim.

Svo þetta blessaða sernam.  Það er alveg rett að við erum a launum meðan a þvi stendur en þau eru ekki ha.  Ef makinn vinnur ekki þa rett skrimtiru, allavega var það i minu tilfelli.   Og annað að rikir ber engan kostnað af þvi nami.     Það sem eg er að reyna með þessu er það að það er algjör misskilningur að allir læknar seu a einhverjum ofurlaunum

KVeðja Gisli Jens Snorrason, Uppsala

Gisli (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 14:46

14 identicon

Er hún ekki hæst launað flugfreyjan?

Palli (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 16:00

15 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já sælir Ragnar Freyr.

Já þetta með helgun lækna hef ég lesið um núna og sé ekki betur en að þeir fái aukaálag frá 15-25% á laun sín fyrir að láta sér það lynda að vera í vinnunni sinni á spítalanum en ekki í einhverju öðru. Veit ekki um margar aðrar stéttir sem hafa slíka samninga.

Skýringar þess að það eru nær eingöngu læknar meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem hafa yfir ráðherralaun í tekjur hlýtur annað hvort að byggjast á því að þeir vinni meira en allir aðrir eða að þeir hafi hagstæðari launasamninga en aðrir ríkisstarfsmenn.

Vissulega er nám sérfræðilækna langt en engann veginn neitt einsdæmi og eins og bent hefur verið á eru þeir á launum á þeim tíma.

Ekki veit ég frá hvaða árum launatölur þínar eru. Samkvæmt samningum frá 2008 eru lægstu laun lækna 303.000 og gilda þau eingöngu fyrstu sex mánuðina.

Ekki er ég að halda því fram að einhver brögð séu í tafli en mér hefur sýnst í gegnum tíðina að læknar hafi að öllu jöfnu komið ár sinni vel fyrir borð þegar kemur að kjaramálum.

Jón Bragi Sigurðsson, 3.7.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband