Evrukrísan versnar enn og áhyggjur heimsins vaxa

Í viðhangandi frétt er fjallað um frásögn fréttavefjar Daily Telegraph í Bretlandi af áhyggjum Gordons Brown, fyrrv. forsætisráðherra Bretlands, af því að evrukrísan gæti enn versnað og náð til æ fleiri landa og þar á meðal til Frakklands, sem fram að þessu hefur verið burðarás svæðisins ásamt Þýskalandi.

Brown er enn einn af málsmetandi mönnum veraldarinnar sem varar við þeim hörmungum sem framundan gætu verið í Evrópu, ef fram fer sem horfir með evruna og reyndar eru fleiri en Evrópubúar sem óttast afleiðingar evrukrísunnar og eru að búa sig undir það versta, eins og segir í fréttinni:  "Þá segir í fréttinni að margir telji að seðlabankar eins og Englandsbanki og Bandaríski seðlabankinn séu reiðubúnir að dæla gríðarlegum fjármunum inn í hagkerfi heimsins gerist þess þörf þegar markaðir opna á mánudaginn."

Allir hugsandi menn í heiminum hafa verulegar áhyggjur af fjármálakrísunni sem herjar á Evrópu og þá sérstaklega löndin sem nota evru sem gjaldmiðil, þ.e. fyrir utan ráðamenn á Íslandi sem ennþá láta eins og hér sé um minniháttar vandamál að ræða sem komi íslendingum ekkert við og hafi engin áhrif á áformin um að innlima landið í væntanlegt stórríki Evrópu.

Algert lágmark væri að fresta öllum innlimunarviðræðum um a.m.k. fimm ár, en líklega verður ekki séð fyrir endann á evrukrísunni fyrr og gæti jafnvel tekið mun fleiri ár að greiða endanlega úr vandanum.

Að fresta ekki innlimunaráformunum er hrein móðgun við íslenska þjóð. 


mbl.is Frakkland og Ítalía gætu þurft björgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Enn bætist í hóp forystumanna sem lýsa sívaxandi áhyggjum af evrunni og krísunni sem hún er að valda, eins og sjá má hérna:  http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/06/17/gaeti_thurft_feikilegt_vald/

Varla þarf að taka fram að hér er ekki um að ræða forystumann í íslensku ríkisstjórninni eða stuðningsmann óskiljanlegrar stefnu hennar í innlimunarmálinu.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2012 kl. 08:48

2 identicon

Sæll Axel Jóhann og til hamingju með þjóðhátíðardaginn.

Ég tók einmitt eftir þessum orðum Angel Gurria framkvæmdastjóra OECD. Það er "Að þjóðir heims gætu þurft að beita feikilegu valdi" til þess að losa sig úr Evrukrísunni sem nú ekki aðeins ógnar Evruríkjunum sjálfum og íbúum þess, heldur er ein helsta ógnin við efnahag alls heimsins.

Skildi framkvæmdastjórinn vera að tala um að þetta "feikilega vald" sem beita þurfi geti verið beiting hervalds ? Það væri náttúrulega túlkað sem enn ein lýðræðisvæðing ESB hryllingsins af íslenskum ofstopamönnum ESB trúboðsins á Íslandi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 09:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef Farkkland og Ítalía fara í niðurfallið verður ekkert eftir nema Þýskaland.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2012 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband