Neyðarlögin tekin til eftirbreytni erlendis

Við bankahrunið í október 2008 björguðu Neyðarlögin því sem bjargað varð í peningamálum þjóðarinnar, en eins og allir muna vafalaust voru bankainnistæður settar fremstar í kröfuröð við gjaldþrot fjármálastofnana, sem t.d. verður til þess að breskir og hollenskir Icesaveinnistæðueigendur munu fá kröfur sínar greiddar úr þrotabúi Landsbankans  og fá forgang á aðra kröfuhafa við uppgjör búsins.

Ýmsir gagnrýndu þessa íslensku lagasetningu á sínum tíma, en nú er svo komið að erlendar ríkisstjórnir eru farnar að sjá snilldina við setningu Neyðarlaganna á sínum tíma, þó erfitt sé að viðurkenna það og einhver tími muni vafalaust líða þar til forgangur innistæðna verður almennt viðurkenndur í heiminum, en þó er breska ríkisstjórnin að ríða á vaðið og taka Neyðarlögin sér til fyrirmyndar við endurskoðun laga um fjármálakerfið, eða eins og segir í viðhangandi frétt:

"Gert er ráð fyrir að breska ríkisstjórnin leggi fram lagafrumvarp um umbætur í breska fjármálakerfinu síðar á þessu ári þar sem meðal annars verði kveðið á um forgang innistæðueigenda en eins og mbl.is hefur áður fjallað um fela þau áform í sér að farin verði sambærileg leið og gert var með neyðarlögunum sem sett voru hér á landi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008."

Líklega mun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde verða minnst víða um lönd fyrir fyrihyggjusemi sína og byltingarkennda lagasetningu á neyðarstundu þegar heimurinn verður almennt búinn að melta það sem í Neyðarlögunum fólst.


mbl.is Breskir innistæðueigendur í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann; sem oftar !

Haukur Kristinsson; úthrópar á síðu Hilmars Jónssonar, hér á Mbl. vefnum fyrir stundu, að þú hafir kastað út athugsemd sinni (Hauks), hér á við þessa færzlu þína.

Er ritskoðunar titrings; farið að gæta hjá þér, Axel minn ?

Ekki; síðu þinni til framdráttar, kastir þú út gagnrýni á menn, eins og Davíð Oddsson og Geir H. Haarde - þó svo; báðir tveir, eigi hana fyllilega skilið, ágæti drengur.

Hið ótölulegasta; sem ég læt standa á minni liðlega 5 ára síðu, þó mér sé lítt að skapi, margt þess, Axel Jóhann.

Ertu ekki; að fjarlægjast Voltaire heitinn, með þessum viðhorfum þínum, Axel minn. 

Með kveðjum úr Árnesþingi; öngvu, að síður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 12:02

2 identicon

Já, Óskar, hann Axel kastaði víst út athugasemds Hauks. Kemur svo sem ekki á óvart því það er nú þannig með flestar skósleikjur íhaldsins að þeir þykjast voða rétt- og víðsýnir á yfirborðinu en eru svo ekkert nema óheiðarleikinn og gunguskapurinn þegar á reynir. Eins og dæmin sanna.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 12:36

3 identicon

Sælir; á ný !

Jón Jónsson !

Ég hygg; að um flest megi Axel Jóhann saka, en gunguskap - miklu fremur; óbilandi FLOKKS tryggð, sem ætti ekki að eiga sér stað, eftir það, sem á undan er gengið, í þjóðlífinu, svo sem.

FLOKKA tryggðin; útheimtir svona viðlíka serimoníur hjá ýmsum, eins og Tóruh síbylja Grátmúrs Gyðinganna, suður í Jerúsalem - sem og Kaaba hring gangurinn, hjá þeim Múhameðsku, austur í Mekku, Jón minn.

Svona; fremur tilgangslítið, frá sjórnahóli sæmilega upplýsts fólks, ágæti Jón Jónsson.

Með; ekkert síðri kveðjum - en hinum fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 13:15

4 identicon

Æ, mér finnst það óttalegur gunguskapur að henda út athugasemdum eins og Axel gerir ótt og títt í stað þess að takast á við þær. Og óheiðarleikinn felst í að viðurkenna ekki spillinguna sem blasir við innan Sjálfstæðisflokkinn heldur mæra hann áfram eins og ekkert sé.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 13:46

5 identicon

Sælir; sem fyrr !

Jón Jónsson !

Jú; rétt er það viðhorf þitt, að FLOKKSLEG tilbeiðzlan og tryggðin, af hálfu Axels Jóhanns síðuhafa, er með öllu óverjandi - ekki síður viðhorfið; til svokallaðra neyðarlaga, sem kom burgeisunum jú ágætlega, en við hin, sem sitjum uppi með hlekki verðbóta þjófnaðar Ríkis- og Banka Mafíunnar, liggjum enn, með öllu, óbætt hjá garði, Jón minn.

Persónulega; hefði ég kosið, í anda Falangismans (þeirra Francós Ríkismarskálks á Spáni; svo og Gemayel feðga, austur í Líbanon) að : Davíð Oddsson - Jón Baldvin Hannibalsson - Halldór Ásgrímsson - Steingrímur J. Sigfússon, og þeirra nótar, sættu grimmustu refsingum, eftir niðurrifs starfsemi þeirra, eins og við hefði horft, í siðmenntuðum löndum.

En; Ísland telst víst ekki, til slíkra landa, Jón Jónsson.

Það; er nú stóri verkurinn - á meðan; færast hlutir hér ekkert, til neinna betri vegu, ágæti drengur.

Sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 14:21

6 identicon

Hér mun ekkert breytast til betri vegar fyrr en menn fara að horfast í augu við eigin mistök og hætta að kenna öllum öðrum um allt. Rétt væri að allt það fólk sem stýrði þessari skútu upp í klappirnar verði dregið fyrir dóm en það er ekki víst að réttlætið nái fram að ganga á meðan aftaníossar þessara afglapa halda áfram að hylla þá og dásama hve vel var stýrt í strandið.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 14:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur Kristinsson hefur tamið sér að setja inn alls kyns athugasemdir sem bera það greinilega með sér að vera skrifaðar miklu hraðar en maðurinn virðist geta hugsað og sumar svo vitleysislegar og illa skrifaðar að þær hafa jafnvel verið honum sjálfum til vansæmdar og þarf þó mikið til.

Þegar athugasemdir hans innihalda enga heila hugsun, en eru eingöngu samsettar úr persónulegu skítkasti án nokkurs annars innihalds, þá er honym enginn greiði gerður með því að láta þær lifa á vefnum honum til háðungar og skammar. Af einskærri tillitssemi við hann var ein slík fjarlægð héðan og ætti hann frekar að þakka þá hugulsemi en að vera að úthrópa fólk og svívirða fyrir greiðann á annarra manna vefsíðum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2012 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband