Bónus fyrir að minnka tekjur Símans?

Síminn hefur sagt upp níu starfsmönnum fyrir brot á starfsreglum, en þeir unnu við að hringja í viðskiptavini Símans og bjóða þeim upp á breytingu á áskriftarleiðum.  Fyrir hverja breytingu sem þessum starfsmönnum tókst að koma í gegn fengu þeir greiddan bónus, en í fégræðgi sinni slepptu þeir því að hafa samband við viðskiptavinina en breyttu eftir sem áður áskriftarleiðunum og hirtu bónusgreiðslur fyrir.

Venjulega greiða fyrirtæki starfsmönnum bónusa fyrir vel unnin störf sem leiða til aukinna tekna fyrir fyrirtækið og auka þar með hagnað þess.  Að vísu mun það hafa tíðkast í bönkunum fyrir hrun að greiða himinháa bónusa, þó starfsmennirnir væru alls ekki að skapa bönkunum meiri tekjur og aukinn hagnað, heldur þvert á móti eintómar loftbólur sem sprungu að lokum með mesta bankahruni sögunnar.

Mjög líklega hafa þeir viðskiptavinir Símans sem fengu símhringingar og boð um breyttar áskriftarleiðir talið að verið væri að bjóða sér hagstæðari kjör og lægri símareikninga og ef það er raunin er Síminn eina fyrirtækið sem heyrst hefur um, sem greiðir starfsfólki sínu bónusa fyrir að lækka tekjur fyrirtækisins og minnka þar með hagnað þess.

Voru þessar úthringingar kannski ekki í þágu viðskiptavinanna, heldur til að hækka reikninga þeirra og þar með auka tekjur og hagnað Símans sjálfs?


mbl.is Sakar starfsmenn að brjóta starfsreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsendurnar sem þú gefur þér eru rangar. Langvarandi viðskiptasamband við viðskiptavini, sem næst með því að halda viðskiptavinum ánægðum, skapar mestan hagnað til langs tíma. Að hafa samband við viðskiptavini til að hækka reikningin án þess að auka við þjónustuna getur verið skammvinur gróði, en ég býst við að flestir sjái í gegnum svoleiðis.

Baldur (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftir sem áður er bónus venjulega greiddur vegna þess að starfsmanni tekst vel upp í að auka tekjur fyrirtækisins og þar með hagnaðinn.  Það svolítið undarlegt að borga fólki bónus eingöngu fyrir að hringja í og spjalla við viðskiptavinina.  Það ætti væntanlega að flokkast undir venjuleg störf í fyrirtæki og algengast er að fyrir slíka vinnu séu greidd föst laun, en ekki bónusar fyrir að vinna venjubundna vinnu.

Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2011 kl. 13:36

3 identicon

Fyrirtæki gefa oft bónusa, útaf allskonar ástæðum. Held að það sé nú ekkert endilega rétt að það sé alltaf aðeins ef starfsmanni tekst að auka tekjur. Getur verið allskonar, afkastageta eða hvað sem er, þ.e. ekkert endilega beint tengt við tekjuaukningu. Ég var einu sinni að vinna hjá flugfélagi sem greiddi bónusa, ef starfsmönnum tókst að gera flugvélar klárar (þ.e. frá því að þær lentu og aftur til brotfarar) innan ákveðnra tímamarka.

Baldur (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 14:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er skiljanlegt að flugfélg greiði bónus fyrir að flugvélar séu gerðar klárar á réttum tíma fyrir brottför, því allar seinkanir á flugáætlunum valda flugfélugunum kostnaði og óþægindum.

Starfsmenn Símans fengu ekki bónusa fyrir fjölda úthringinga, heldur fjölda breytinga á áskriftarleiðum sem bendir til þess að það hafi verið fyrirtækið sem hagnaðist á breytingunum en ekki viðskiptavinirnir.

Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2011 kl. 14:31

5 identicon

Ég ætla að leyfa mér að halda að báðir aðilar hagnist. Viðskiptavinirnir fá góða þjónustu, og jafnvel lækkun á símreikningi, og Síminn fær ánægðari viðskiptavini sem eykur viðskiptavild hans.

Það er ódýrara fyrir símfyrirtæki að halda uppi svona þjónustu og mynda langvarandi viðskiptasamband við viðskiptavini, heldur en að vera sífellt að reyna að ná nýjum viðskiptavinum. Stofnkostnaður símfyrirtækja við hvern viðskiptavin er mjög mikill í dag, aðallega útaf tæknilegum atriðum og mikil vinna fer í hvern og einn flutning.

Baldur (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 14:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Baldur, þetta eru allt góð og gild rök sem þú setur fram, en skýra þó ekki hvers vegna bónusar voru eingöngu greiddir fyrir að fá viðskiptavini til að samþykkja skilmálabreytingar, en ekki fyrir þau símtöl sem ekki leyddu til breytinga.

Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2011 kl. 14:46

7 identicon

það er af því að samkvæmt lögum má ekki breyta þjónustuleiðum hjá viðskiptavinum án þess að þeir samþykki það og að sjálfsöðgu á starfsfólk að hringja þetta út en ekki bara breyta hjá sér til að fá fleiri bónusa, það var hringt í mig fyrir ca hálfu ári síðan og hafa símreikningar hjá mér lækkað til muna.

ónafngreint (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 14:59

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er svolítið merkilegt að engir skuli blanda sér í þessa umræðu aðrir en tveir ákafir stuðningsmenn Símans og að hvorugur þeirra skuli koma fram undir fullu nafni.

Ætli að það séu nokkrir bónusar í spilinu?

Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2011 kl. 15:15

9 identicon

Síminn er nú ekki fótboltalið, ég veit ekki hvort ég get kallað mig "stuðningsmann Símans". Ég er alveg sammála því að það megi alls ekki breyta þjónustuleiðum án þess að hafa samband við viðskiptavini.

Ég veit bara að ef þú hefur bónus fyrir hverja breytingu á þjónustuleið, þá er starfsmaðurinn líklegri til að grafa dýrpa og fara vel yfir stöðuna með hverjum og einum viðskiptavini. Ef bónusinn væri fyrir hvert og eitt símtal þá væri starfsmaðurinn líklegri til að hringja eins mörg símtöl eins og hann mögulega getur án þess að fara vel yfir stöðuna með viðskiptavini. Þ.e. hringja og segja "hæ og bæ". Ég er nokkuð viss um að Síminn hefur góðar og gildar ástæður fyrir þessu kerfi sínu.

Allavega fékk ég svona símtal um daginn og það var farið vel og vandlega yfir allt saman hjá mér og símreikningurinn lækkaði. Ekki fer ég yfir til Vodafone úr þessu.

Baldur (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 15:39

10 identicon

Er þetta ekki líka spurning um að slá ryki í augu fólks vegna þeirra vandræða sem Síminn lenti í þegar hann var að vasast í því að kíkja á notkun kunna hjá samkeppnisaðilunum, eitthvað sem ekki er leyfilegt.  Það er verið að fegra aðeins út á við

thin (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 23:34

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það væri forvitnilegt ef sakborningarnir gæfu upplýsingar um hvað upphringingarnar snérust, nú og eða Síminn sjálfur, svona til að eiða tortigninni!

Eyjólfur G Svavarsson, 3.3.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband