Sérstakur saksóknari tveggja ára

Um þessar mundir eru tvö ár síðan Sérstakur saksóknari tók til starfa, embættið fór rólega af stað og allir muna eftir myndum í fjölmiðlunum af þeim sérstaka, sitjandi á skrifstofu sinni með galtómar hillur á bak við sig, bíðandi efir gögnum til að vinna úr.

Smátt og smátt óx embættinu fiskur um hrygg og starfsmönnum fjölgaði, Eva Joly var ráðin sem sérstakur ráðgjafi og vegna fyrri starfa hennar gat hún komið á tengslum við ýmsa vana rannsakendur erlendis og samvinna komst á við Special Fraud Office í Bretlandi og ýmsar aðrar stofnanir erlendis, sem sérhæfðar eru í rannsóknum á fjármálasvikum.

Vafalaust er unnið mikið og gott starf hjá embætti þess sérstaka, en þó er farið að gæta óþolinmæði í þjóðfélaginu vegna þess að ekkert er farið að sjást fyrir dómstólum af málum frá embættinu, nema eitt "smámál" þ.e. ákæran á hendur Baldri Guðlaugssyni fyrir að hafa selt hlutabréf sín í Landsbankanum á óheppilegum tíma og snýst málið um það, hvort hann hafi vitað um slæma stöðu bankans eða ekki.

Vonandi heldur saksóknarinn sérstaki upp á tveggja ára afmælið með útgáfu ákæra á hendur þeim sem sannarlega ollu bankahruninu með því að ryksuga allt fjármagn úr bankakerfinu innanfrá og settu með því bankana á hausinn ásamt nánast öllum fyrirtækjum sem þeir komu nálægt, innanlands og utan.

Raunverulegu skúrkarnir ganga allir lausir og senda þjóðinni og réttarkerfinu langt nef úr lúxusvillum sínum í auðmannahverfum nágrannalandanna.

Þjóðin bíður eftir að réttlætinu verði fullnægt vegna þessara mála. Sakfelling Baldurs Guðlaugssonar fyrir hlutabréfasölu dugar ekki.


mbl.is Aðalmeðferð í máli Baldurs hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband