Rannsaka skal það augljósa

Þar sem allt er rólegt á Alþingi þessa dagana og engin brýn mál að fást við, hafa 29 þingmenn sameinast um tillögu þess efnis að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka hvers vegna Ísland var á lista hinna staðföstu þjóða, þegar ráðist var inn í Írak árið 2003.  Þar sem liðin eru heil sjö ár frá þessum atburðum, er algerlega bráðnauðsynlegt að setja rannsóknarnefnd í þetta mál, helst stóra nefnd með nokkrum starfsmönnum, því mikið liggur við, þar sem skammtímaminni fólks er afar slakt, eins og allir muna vonandi og því þýðir ekkert að slá slöku við í svona stórmálum.

Samkvæmt tillögunni á nefndin að fá afhenta pappíra úr Utanríkisráðuneytinu og heimild til að tala við hvern þann, sem nefndarmenn myndu yfirleitt nenna að tala við og þar sem ekkert kemur fram um það, hvenær nefndin ætti að skila niðurstöðum, getur hún verið á kjaftasnakki við kunningja sína næstu árin, enda verður væntanlega sæmilega borgað fyrir svona merkilegar rannsóknir.

Hefðu þessir þingmenn viljað spara tíma, hefðu þeir getað óskað eftir því að Utanríkisráðuneytið sendi ljósrit af gögnum sínum til Utanríkismálanefndar og hún hefði svo getað fengið Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson í kaffispjall og málið hefði upplýstst umsvifalaust.  Það hefði hins vegar ekki skapað nein nefndarstörf, en eins og allir vita á eina atvinnuuppbyggingin í þjóðfélaginu núna sér stað í nefndarskipunum um hin og þessi málefni.

Enn einu sinni sannast að ef þarf að velja milli tveggja, eða fleiri, kosta hjá hinu opinbera, þá bregst ekki að sá tímafrekasti, vitlausasti og óþarfasti er alltaf valinn.


mbl.is Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdu því ekki Axel minn að þessir nefndarmenn borga skatta af sínum tekjum og nota peningana sína í allkonar bull og vitleysu sem við köllum neyslu og ríkið hagnast líklega á þessu á endanum skv. átliti "Þráinns Bertelssonar", "Steingríms J Sigfússonar", "Björns Vals Gíslasonar" og ofurembættismannsins "Indriða Þorlákssonar". Því hlýtur það að vera þjóðhagslega hagkvæm aðgerð að rannsaka þetta núna! Það er fullt af öðrum málum sem mætti rannsaka líka t.d. af hverju eru grásleppan grá og rauðmaginn með rauðan maga.

Björn (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 17:16

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki þessi glæpsamlega og siðlausa stjórnsýsla Davíðs og Halldórs löngu fyrnd? Ekki það að hún verði nokkuð skárri fyrir vikið, en ég tel að öll þjóðin viti nú þegar nóg um þetta mál og hafi dæmt þá kumpána fyrir athæfið í hugskoti sínu. Frekari opinber rannsókn verður að flokkast undir hefnigirni pólitískra andstæðinga þokkapiltanna, rétt eins og varð um örlög Geirs Haarde í Landsdómsmálinu.

Björn Birgisson, 5.11.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli við getum borðað allar þessar nefndir sem er verið að skipa út um hvippinn og hvappinn?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki skal ég segja um það, hvort samþykktin hafi verið glæpsamleg, en finnst það reyndar ólíklegt, en a.m.k. hefur aldrei verið neinn leynardómur hvers vegna hún var tekin.  Svo geta menn rifist til eilífðarnóns um siðferðislegu hliðina og alveg sama hvað rannsakað verður, þá munu aldrei fást "niðurstaða" um það atriði, því menn verða nákvæmlega jafn ósammála og áður um þá hlið málsins.

Nefndarskipunun er náttúrlega geysilega hagkvæm þjóðhagslega séð, einmitt vegna veltuaukningarinnar sem hún mun valda í hagkerfinu, en því miður verður hvorki hægt að éta nefndina eða skýrsluna sem hún mun væntanlega einhverntíma skila. 

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2010 kl. 18:42

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Veltuaukning er lítils virði ef hún er ekki vegna aukinnar verðmætasköpunar. Ætli það verði hægt að selja skýrslu nefndarinnar fyrir mat?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 19:36

6 identicon

Já Guðmundur ef vilji er fyrir hendi þá má selja hana fyrir umverfismat og svo má alltaf kyngreina hana og fá út úr því kynjamat. Því miður er hvortugt ætt fyrir venjulegt fólk (það er helst Steingrímur sem getur étið hann sjálfur)

Nafni, kannski er þetta að hluta hefnigirni en ég held að þetta sé að mestu vegna þess að stjórnin er ráðþrota og getulaus og hefur verið það frá fyrsta degi. Þeir eru bara að teygja lopann á meðan þeir eru að troða sínu fólki inn í allar stöður sem losna, með góðu eða illu.

Björn (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 20:16

7 identicon

Eg legg til að skipuð verði nefnd til að rannsaka  og útiloka vanhæfni rannsóknarnefndarmanna  vegna t.d hugsanlegra óvildar í garð Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. Að því loknu verði skipuð önnur nefnd til að útiloka vanhæfni rannsóknarnefndarinnar sem á að rannsaka og útiloka............................osfrv

Það eina sem þessi ríkisstjórn getur er að skipa nefndir, hún getur ekki tekið á neinu sjálf. Það þarf að koma henni frá og fá góðan skipstjóra í brúnna sem kann þorir og getur. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 12:12

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það ætti að veraöllum augljóst að hér er verið að tefja önnur mál s.s. að draga til baka ESB umsóknina sem er ólögleg samkvæmt stjórnarskrá # 18 og 19

Valdimar Samúelsson, 6.11.2010 kl. 13:17

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eigum við ekki að ath. hvort þessir 29 eru til í að leggja persónulega  í matarinnkaupasjóð, upphæð sem nemur kostnaðinum við þetta dj. an. fo. rugl.  Ellegar reyni þeir að snúa sér að nútímanum, það eru ýmis önnur brýnni  mál í gangi ef þeir hafa ekki skilið það.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2010 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband