Skuldavandatillögur koma kannski bráðum

Í heilt ár boðaði Árni Páll tillögur vegna gengistryggðra lána "eftir helgi" eða "í næstu viku", þegar búið yrði að "útfæra" tillögurnar nánar.  Aldrei komu neinar raunhæfar lausnir frá Árna Páli og sem betur fer fyrir alla er hann nú ekki lengur félagsmálaráðherra og dómstólarnir tóku að sér að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem Árni Páll ætlaði alltaf að leysa "í næstu viku", en gerði aldrei.

Í septembermánuði sagði Árni Páll að sitt fyrsta verk, þegar þing kæmi saman þann 1. október, yrði að leggja fram "heilstætt" frumvarp um hvernig uppgjörum og endurreikningi erlendra og gengistryggðra bíla- og fasteignalána, enda yrði þá búið að "útfæra" tillögurnar.  Nú er liðinn rúmur mánuður frá þingsetningu og ekkert frumvarp verið lagt fram af Árna Páli, en kemur væntanlega "eftir helgi" eða a.m.k. "í næstu viku", þegar "útfærslu" tillagnanna lýkur.

Þann 1. október flutti Jóhanna Sigurðardóttir stefnuræðu sína á Alþingi undir dynjandi tunnuslætti og eggjakasti, sem hafði þau hræðsluáhrif á hana að hún boðaði frumvarp "strax eftir helgi" um skuldavanda heimilanna og þar yrði lögð áhersla á flata niðurfellingu allra húsnæðisskulda um a.m.k. 18% eins og Hagsmunasamtök heimilanna hefðu krafist og fannst Jóhönnu ekki nema sjálfsagt að verða við þeirri kröfu um leið og búið yrði að "útfæra tillögurnar". 

Jóhanna setti nefnd í málið, eins og venjulega er gert til að svæfa mál og nú rúmum mánuði eftir að "útfærslan" átti að vera tilbúin, boðar formaður nefndarinnar að tillagna hennar sé að vænta á næstu vikum, en getur ekki tímasett það nánar.  Þess ber þó að geta, að ný mótmæli með tunnuslætti og tilheyrandi hafa verið boðuð fyrir framan Alþingishúsið á morgun og af því tilefni mun Jóhanna vafalaust endurnýja loforð sín um skuldaniðurfellingar "eftir helgi" eða "í næstu viku" þegar endanlega verði búið að "útfæra" tillögurnar.

Sjálfsagt mun Jóhönnu verða trúað eins og venjulega, enda vita allir hvað Jóhanna er yndisleg manneskja sem vill allt fyrir fólkið gera.  Vandamálið er bara það, að hún hefur aldrei getað gert eitt eða neitt, enda ástandið síst betra í þjóðfélaginu núna, en það var eftir hrunið fyrir tveim árum.

Það eina sem gæti bjargað einhverju úr því sem komið er, er að fá nýja ríkisstjórn strax eftir helgi.


mbl.is Sér fyrir endann á vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta er aðferð Jóhönnu og Steingríms Joð sem þau lærðu skilmerkilega af Geir Haarde sem hélt reglulega fréttamannafundi á þriðjudögum eftir hrun og alltaf var hann og hitt hyskið í ríkisstjórninni að "fara yfir stöðuna". Nú fer svikadúettinn Jóhanna og Steingrímur Joð reglulega yfir stöðuna og býst jafnvel kannski hugsanlega að skýra frá einhverju eftir helgi. En hvaða helgi er ekki vitað enda vita þau það ekki sjálf. Hins vegar bíður þjóðin ekki lengur fram yfir neina andskotans helgi, það verður látið sverfa til stáls á fimmtudaginn.

corvus corax, 3.11.2010 kl. 10:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er skiljanlegra að tekið hafi tíma til að "fara yfir stöðuna" og gera sér fulla grein fyrir því sem gerst hafði og hvað gera þyrfti til að bregðast við ástandinu.  Slikt gildir hins vegar ekki tveim árum eftir hrun, en hins vegar virðast núverandi stjórnvöld ekki ennþá búin að gera sér grein fyrir því sem gerðist og hvað þá hvað gera skal í málinu.

Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2010 kl. 10:08

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvernig væri nú að einhver fjölmiðill léti Bjarna Benediktsson skýra hvað liggur að baki þeim tillögum sem hann lagði fram?

Tillögurnar bara birtar athugasemdalaust eða lítið - gagnrýnar spurningar hæfs fréttamanns eða þáttarstjórnanda myndi skýra margt.

Það er alltof mikið um það að flokkarnir (og stjórnin) sendi eitthvað frá sér - það er birt en svo ekkert meira.

Það er lágmarkskrafa að það sem er sett fram með þessum hætti sé skýrt í fjölmiðlum.

Mér er ljóst að stjórnin getur fátt skýrt af sínum gerðum en Bjarni er maður til þess - og við eigum heimtingu á því - þetta virðast fyrstu raunhæfu tillögurnar sem hafa komið fram.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.11.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband