Grænar einkaþotur

Forsætisráðherrar norðurlandanna sitja nú á þingi Norðurlandaráðs og eru áreiðanlega að ræða um hversu góðir vinir norðurlandabúar séu og hjálplegir hver við annan, þegar eitthvað bjátar á.  Til dæmis hafa "vores nordiske venner" væntanlega útskýrt hversvegna lánveitingar í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og AGS séu tengdar við Icesave og hvaða hjálp sé í því fyrir Íslendinga.

Einnig ætla þessar erlendu frændþjóðir að fjalla um "grænan hagvöxt" sem leið út úr kreppunni og leggja m.a. áherslu á þróun endurnýjanlegra orkugjafa.  Öll slík þróun hlýtur reyndar að taka talsvert langan tíma og því verður ekki séð að þessir miklu leiðtogar ætli að leysa kreppuna alveg á næstu árum, en vonandi sjá þeir þó fyrir endann á þessu verkefni innan ekki alltof margra áratuga.

Það sem vekur einkum athygli í ljósi þessa mikla áhuga á "grænum hagvexti" og endurnýjanlegum orkugjöfum er, að erlendu ráðherrarnir komu til landsins hver í sinni einkaþotunni og vafalaust útskýra þeir á þinginu hversu græn hugsun það er í ljósi umræðuefnis þingsins.  Kannski liggur skýringin á notkun þessara farkosta í því, að koltvísíringsútblástur norrænu einkaþotnanna sé miklu grænni en annar slíkur útblástur.

Halda menn virkilega að einhver trúi að svona kjaftafundir um falsmálefni séu einhvers virði og skili einhverju vitrænu til framtíðarinnar?  Ef til vill halda þeir að almenningur sé svo grænn, að hann gleypi við þessari dellu?

Ráðherrum norðurlandanna er þó óskað góðrar heimferðar á grænu, vistvænu, þotunum sínum.

 


mbl.is Rætt um grænan hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta bull gengur vel í hausinn á Vinstri Grænum!

Gunnar Heiðarsson, 2.11.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Góður Axel!

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.11.2010 kl. 21:00

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Minnir mig á umræðu um flokksþing VG fyrir einhverju síðan. Talað var um að tveir mættu á reiðhjóli, allir hinir á einkabifreiðum sínum. Þeir eru kannski grænir í VG þegar þeir eru að láta plata sig í hitt og þetta (eins og Icesave og ESB) en ekki í umhverfismálum í reynd.

Theódór Norðkvist, 3.11.2010 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband