Algjör nekt Jóns Gnarr

Engin orð koma upp í hugann til að lýsa þeim hughrifum, sem þetta myndbrot gefur af þeim aumkunnarverða manni sem bauð sig fram til setu í borgarstjórn Reykjavíkur, fékk heilmikið fylgi, þáði laun og hlunnindi fyrir embætti borgarstjóra, en kom sér undan nánast öllum þeim störfum sem embættinu tilheyra.

Það eina sem hægt er að gera, er að vitna í ævintýrið alkunna: 

"Keisarinn er ekki í neinum fötum."


mbl.is Frumsýning á myndbút úr Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú ert Morrinn Axel minn, sérðu ekki að allt þetta myndbrot er tileinkað þér?

Njóttu vel og vonandi sérðu nú alla myndina einhvern daginn.....

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 11:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þakka umhyggjusemina og þessa tileinkun, en ég reikna tæplega með að sjá alla myndina, því ég reyni að komast hjá því að borga fyrir að láta hafa mig að fífli.  Nóg er nú samt.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 11:46

3 identicon

 Þú ert nú þegar búinn að gera þig að fífli. Það gat ekkert betra gerst heldur en að fá Jón Gnarr og hans fólk inní íslensk stjórnmál á þessum örlaga tímum þjóðarinnar. Íslendingar eru ekki mjög trúuð þjóð og oft leitar fólk til guða sinna á erfiðum tímum, jón gnarr virkaði eins og guð fyrir marga íslendinga þegar kosningabaráttann stóð sem hæðst. Hann gaf fólki von og reif ömurlegan skuldugan hversdagsleikann upp og setti hann í önnur form, sem eðlilegt fólk skilur.

 En afturámóti eru Íslendingar gjörsamlega vanhæfir í að stýra bæði borg og landi, svo afhverju ekki bara að henda þessu öllu upp í eitthvað gott sprell, ég meina á endanum reddast allt er það ekki?

Guðmundur Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 12:03

4 Smámynd: Einhver Ágúst

En kannski leynast einhverjar upplýsingar í henni sem þú hefðir gott af að hafa aðgang að....svona áður en haldið er áfram....þú nefnilega virðist misskilja svo margt....

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 12:09

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Einsog Jón bendir á...málefnalega að allt sem er gott við Ísland hefur komið frá útlöndum...

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 13:04

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

"jón gnarr virkaði eins og guð fyrir marga íslendinga þegar kosningabaráttann stóð sem hæðst"  Er hægt að búa fíflaganginn og ruglið í vitlausari búning en þetta?

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 13:05

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég held að maður skreppi bara ig kíki á karlinn klæðalausan, vá!

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2010 kl. 13:08

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, þetta með útlöndin er alveg jafn gáfulegt og flest annað frá þessum guðum líka manni, ef hann er þá maður.  Íslendingar komu upphalega sjálfir frá útlöndum, þannig að bæði þjóðin og menningin er alfarið innflutt, ef í það er farið.  Ísland sjálft er hins vegar ekki frá útlöndum komið, þannig að allt sem gott er við það er alíslenskt og innflutta þjóðin og menningin hefur þurft að laga sig að landinu. 

Yfirlýsingin frá Jóni Gnarr um að allt sem gott er, komi frá útlöndum og að þar með spretti ekkert gott upp innanlands, lýsir auðvitað engu öðru en minnimáttarkennd og fáfræði og ekki við öðru að búast frá svo óhæfum stjórnmálamanni.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 13:12

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, þegar fólkið í ævintýrinu þorði loksins að viðurkenna að keisarinn væri fatalaus, eftir að barnið hafði bent á þá staðreynd í sakleysi sínu, hélt það ekki áfram að skemmta sér yfir nekt karlsins, heldur fór heim og skammaðist sín fyrir að hafa látið grínistana gera sig að fíflum.  Ekki hefur spurst mikið til keisarans eftir uppákomuna.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 13:17

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Neyttu  á meðan á nefinu stendur! Svo er nú annað, að tímarnir breytast, guði sé lof, og mennirnir með.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2010 kl. 13:28

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Er ekki saga Keisarans um Davíð Oddson?

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 13:44

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, vonandi fara læknavísindin og lyfjaiðnaðurinn að finna upp einhverar pillur við Davíðsheilkenninu.  Þetta er orðinn svo alvarlegur sjúkdómur og heltekur fólk svo gjörsamlega, að það getur ekki hugsað heila óruglaða hugsun þegar einkennin eru hvað alvarlegust.

Vonandi batnar þér og öðrum af þessum erfiða sjúkdómi um síðir, en ég fullvissa ykkur um að þið eigið samúð mína alla vegna erfiðleikanna sem við er að glíma vegna þessa.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 13:57

13 identicon

Sæll Axel.

Þú ert að vitna í ævintýri eins og það sé sannleikur. Vildi bara benda þér á það.

Þú hljómar eins og bitur kjáni.

Fólk vill frekar hafa fyndinn grínista sem borgarstjóra, en einhverja hálfvita sem skipta út borgarstjórum eins og nærbuxur og reyna að selja auðlindir okkar Íslendinga út úr landinu.

Fólk eins og þú, sem afsakar menn eins og Davíð, sem er á top 10 lista yfir menn sem komu á hruninu í öllum heiminum, væri hollt að stíga aðeins út fyrir aðstæðurnar og prufa að líta á staðreyndirnar kalt, áður en þau afsaka þennan mann. Setja pólitíkina og hliðhollustuna aðeins til hliðar.

Voðalega finnst mér mikið af bitrum og kjánalegum kommentum út frá þessum myndböndum sem tengjast Jóni Gnarr.

Ómar K . Ragnarss (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:23

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, varla toppar nokkurt komment þitt innlegg hvað kjánaskapinn varðar.  Þetta með topp 10 listann slær flest allt út í þeirri þvælu, sem frá fólki með alvarlegt Davíðsheilkenni.  Blessaður reyndu að fá einhverja hjálp við þessu, þetta er greinilega að fara alveg með með getuna til að greina á milli raunveruleika og heilaspuna.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 14:28

15 identicon

http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1877351_1877350_1877340,00.html

Ómar K . Ragnarss (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:30

16 identicon

Skrýtið að sjá fullorðin mann svara með.. Nei þú ert kjáni!

Ómar K . Ragnarss (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:31

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, þessar setningar eru úr athugasemd þinni nr. 13:  "Þú hljómar eins og bitur kjáni."  "Voðalega finnst mér mikið af bitrum og kjánalegum kommentum...."

Það er varla nema von að þér blöskri að fullorðinn maður skuli vera að kalla aðra kjána.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 14:37

18 identicon

Mér blöskrar bara við því að sjá fullorðið fólk sem er svona hrikalega þröngsýnt.

Ómar K . Ragnarss (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:42

19 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú ert snillingur Axel, örugglega fyndnasti leiðinlegi kall sem til er á Íslandi ef við gefum okkur að Georg Bjarnfreðarson sé skálduð persóna......

Þú ert haldinn einhverri alvarlegri þráhyggju, ég vona að þú fáir hjálp einhverntímann eða allaveganna vel borgað fyrir þetta þrugl....

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 17:53

20 identicon

Vá hvarf bara athugasemdin mín sem ég setti hér áðan?? Hvað kemur til?

Skúli (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 17:58

21 Smámynd: Einhver Ágúst

Og öll þín viðbrögð staðfesta fyrir mér að við erum á réttri leið....svo augljós hagsmunagæsluplebbi ertu Axel minn....

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 18:07

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, ekki hef ég hugmynd um það, hvort þú þiggur laun fyrir varnir þínar fyrir Besta flokkinn og versta borgarstjórann og hefði reyndar ekki haft hugmyndaflug til að bera þér það á brýn, að þú værir ekki að setja fram þínar eigin skoðanir, heldur einhverra annarra, sem borguðu þér fyrir það.

Ég hef hins vegar mínar eigin skoðanir og fæ ekki borgaða krónu fyrir þetta þrugl, eins og þú kallar það og þú verður að útskýra betur hvað þú átt við með því að kalla mig hagsmunagæsluplebba, því í fyrsta lagi er ég ekki viss um að ég skilji orðið alveg rétt og þar fyrir utan hef ég ekki grun um hvaða hagsmuni þú telur mig eiga, umfram aðra borgarbúa.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 18:45

23 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Held að blogghöfundur ætti að fara að leita sér aðstoðar við þessu Gnarróþoli sínu - þetta er farið að verða pínlegt...

Haraldur Rafn Ingvason, 2.11.2010 kl. 18:58

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur, hver hefur þol fyrir svona ótrúlegri vitleysu, sem er það nýjasta frá borgarstjóranum óhæfa:  "Hallveig Fróðadóttir var fyrsta landnámskonan á Íslandi. Þetta er stytta af manninum hennar“. Besti flokkurinn hefur lagt til að skjöldur með svipaðri áletrun og þessari verði settur á stöpul styttunnar af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli."

Gengur svona hálfvitaháttur virkilega í nokkurn mann? 

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 19:18

25 Smámynd: Einhver Ágúst

Hvað er vitlaust við að vekja máls á því að Ingólfur átti konu?

Þú ert svo hressandi Axel....einu sinn þurfti ég Jón Val Jensson en nú hef ég minnkað við mig og Axel Jóhann Axlesson dugar mér vel í dag...hafðu þakkir

Ég þigg 78700 krónur fyrir að sitja í Velferðarráði og Hverfisráði Kjalarness, og fæ útborgað eitthvað minna....það er ekki greiðslur fyrir að svara þriglinu í þér, það geri ég af því að mér finnst það fyndið og skemmtilegt.....alveg ókeypis

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 19:39

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú átt enn eftir að rökstyðja dylgjurnar um mína hagsmunagæslu og greiðslurnar fyrir hana.  Það dugar ekki alltaf að vaða bara úr einu í annað.

Hlustaðir þú á þruglið í þeim óhæfa í sjónvarpsfréttunum í kvöld?  Fram að þessu hefur maður verið með eindæmum kurteis í orðavali um þetta hneyksli, sem nú viðgengst í borgarstjórninni, en verð hinsvegar að viðurkenna að manni er farið að detta sífellt sterkari og dónalegri orð í hug, við að fylgjast með þessu rugli.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 19:50

27 Smámynd: Einhver Ágúst

Já ekkert vera að hemja þig neitt....þú ert svo með þetta allt á hreinu...

Ég veit ekki hagsmuni hvers þú óttat svona....þú verður að gera grein fyrir því sjálfur...en dylgjur....ef þú upplifir það þannig þá ertu eira paranoid en ég hélt...

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 21:35

28 identicon

Er ekki hægt að kalla þetta endalausa nöldur kringum borgarstjórann sem á mismikinn rétt á sér (stundum of mikið nöldur út af engu, stundum algjörlega réttlætanlegt nöldur) Gnarrheilkenni, svipað og með Davíðsheilkenni sem moggabloggarar eru alltaf að tala um?  Þá hlýtur að vera til Jóhönnuheilkenni og Steingrímsheilkenni o.s.frv.

Skúli (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 21:55

29 identicon

Ég hef tekið eftir því að sumar athugasemdirnar sem hér birtast hverfa fljótlega aftur þrátt fyrir að vera málefnalegar og skítkastlausar. Hvernig stendur á því?

Ómar (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 02:29

30 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, einhver myndi nú kalla þetta dylgjur:  ".....eða allaveganna vel borgað fyrir þetta þrugl...."   "....svo augljós hagsmunagæsluplebbi ertu Axel minn...."  Þú bæði dylgjar um að mín skrif séu fjármögnuð af einhverjum dularfullum aðilum og svo er dylgjað um hagsmunagæslu ofan á annað.  Þú virðist ekki geta eða vilja rökstyðja þessar ávirðingar nánar, jafnvel þó að venjulega  "það geri ég af því að mér finnst það fyndið og skemmtilegt.....alveg ókeypis",  eins og þú segir sjálfur.

Málskilningur manna er auðvitað mismunandi og sumir skilja ekki sína eigin orðanotkun.  Við því er svo sem ekkert að gera annað en að gleðjast og brosa á meðan reynt er að ráða í meiningarnar.

Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2010 kl. 09:17

31 Smámynd: Mofi

Af hverju eiginlega líður einhverjum eins og fífl af því að Jón Gnarr er borgarstjóri? Eins og hann sé sá stjórnmálamaður sem hefur virkilega haft þjóðina að fífli!  Ekki þeir sem gáfu fiskimiðinn til örfárra einstaklinga, ekki þeir sem gáfu bankanna til vel valdra vina og svo framvegis?  Meira ruglið...

Mofi, 3.11.2010 kl. 10:27

32 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekkert úr fortíðinni, hvort sem það er afbakað og rangtúlkað, eða ekki, getur réttlætt það að Reykvíkingar skuli hafðir að fífli af Jóni Gnarr núna og næstu ár.

Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2010 kl. 11:08

33 Smámynd: Einhver Ágúst

Ok Axel...sko þú þarft sjálfur að gera grein fyrir hvaða hagsmunir eru þér heilagir, ég þarf ekki að gera grein fyrir máli þínu en einhverra hluta vegna eyðirðu öllu deginum í að níða Jón Gnarr og Besta Flokkinn, ég er að svara fyrri mig og fel ekki minn málstað.

Ég svar þér hvað ég fæ í laun, hvað ég geri og hversvegna.

Þú móðgast fyrir hönd einhverra og þrasar allann daginn útúm allt.....ertu ekki sjálfstæðismaður sem einfaldlega trúir því að þið séuð hinir einu sönnu handhafar valdsins á Íslandi óháð lýðræðislegum kosningum og öðru sem flækist fyrir?

Varla ertu Framsóknarmaður?

Eða Kvennalistakona?

Hvaðan kemur öll þessi orka?

 Ég er bara forvitinn....en einelti þitt og þráhyggja á Jóni er svo mikil

Einhver Ágúst, 3.11.2010 kl. 11:51

34 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, þér verður nú ekki kápan úr því klæðinu, að ásaka mig um hitt og þetta og gera svo kröfu um að ég afsanni ruglið í þér.  Það heitir öfug sönnunarbyrði, en það er gömul áróðurstaktík að ásaka menn um allt milli himins og jarðar, vitandi það, að sá ásakaði lendir alltaf í vandræðum með að afsanna ásakanirnar.  Þú hikar ekkert við að ljúga skoðunum upp á mig og heldur því t.d. áfram í þínu síðasta svari, nr. 33, t.d. með þessu:  "ertu ekki sjálfstæðismaður sem einfaldlega trúir því að þið séuð hinir einu sönnu handhafar valdsins á Íslandi óháð lýðræðislegum kosningum og öðru sem flækist fyrir?"

Þarna reynir þú í fyrsta lagi að koma í umferð lygi um afstöðu sjálfstæðismanna og spyrð svo hvort ég sé ekki "svoleiðis sjálfstæðismaður".  Þú ert farinn að beita síversnandi dylgjum, lygum og fölsunum til að reyna að verja þinn ömurlega málstað og slíkur málflutningur er auðvitað ekki svaraverður, eins auðvirðilegur og hann er.

Samkvæmt vídeóviðtali hér á mbl.is við leikstjóra Besta flokksins kemur berlega fram, að það var eftir heilmikinn aðdraganda "sem við hentum þessari týpu inn í þessi drepleiðinlegu stjórnmál", eins og hann orðar það og lýsir því svo að sviðsetningin hafi verið byggð á sömu hugmyndum og þegar hann fór með týpuna Sylvíu Nótt í Eurovision.

Ekki voru þetta lýsingar frá mér komnar, þó ég hafi að vísu haldið þeim fram áður, gegn hörðum mótmælum þínum og fleiri.  Nú þarf varla að eyða miklum tíma í þras um þessi sannindi mikið lengur, eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2010 kl. 13:27

35 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Amen!

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.11.2010 kl. 15:02

36 identicon

Afsakið að ég skuli skjóti þessu hér inn, en mér þykir nú öll umræðan, fremur en svo, snúast í kringum þröngsýni, sama hvort það sé með eða á móti Jón Gnarr. Ekkert meira þarf ég að segja.

Skitpir ekki máli (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 17:28

37 identicon

Axel,er bara að segja hlutina einsog þeir eru.En að mínu mati þá hefur þessi trúðsbjáni hann Jón Gnarr aldrei verið borgarstjóri,heldur er það Dagur B Eggertsson sem er hinn raunverulegi Borgarstjóri,það er verst fyrir alvöru trúða hve Jón Gnarr hefir eiðilagt það vinnuheiti,hann kemur óorði á þá.

Númi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 18:12

38 identicon

Alveg sammála #36.  Þessi umræða snýst um allt annað en Jón Gnarr og hans verk.  Hún snýst aðallega um þrönsýni og leiðinlegt skítkast milli manna.  Plís reynið að hætta því og ræðið frekar um Jón og hans verk á málefnalegan hátt!:)

Skúli (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:55

39 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk fyrir ábendinguna...ég mun hér eftir lofa að láta Axel í frið.....einn dag í einu

 Ég náði að venja mig af Jón Vali Jenssyni svo ég held að þetta sé alveg hægt.....

´Biðst afsökunar á leiðindunum...

 Kv Gústi

Einhver Ágúst, 4.11.2010 kl. 00:10

40 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst minn, svo þeir leiðist ekki of mikið, mætti kannski benda þér á að lesa ÞETTA

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2010 kl. 09:23

41 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það fjölgar stöðugt í hópi þeirra, sem blöskrar gjörsamlega hvernig hluti Reykvíkinga lætur daga sig á asnaeyrunum af leiflokki Jóns Gnarrs og félaga.  T.d. má benda á að lesa varðveislu á sjónvarpsviðtalinu fræga, HÉRNA

Sem betur fer fjölgar í þeim hópi, sem lætur pólitískan rétttrúnað um leiklistina í borgarstjórn Reykjavíkur ekki hræða sig lengur frá því að benda á nekt keisarans.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2010 kl. 10:16

42 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Því miður fjölgar ekki nægjanlega í þeim hópi sem segir skilið við pólitískan rétttrúnað.

Rétttrúnaður er nefnilega eitt það hættulegasta sem við er að eiga nú um stundir. Skiptir þar engu hvort það er bókstafstrú á einhverja útgáfu af guði gamla testamentisins, Liverpool eða fjórflokkshelvítið.

Haraldur Rafn Ingvason, 4.11.2010 kl. 11:05

43 identicon

Jón Gnarr er yndislegur og líklega besti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi....

Kristófer (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:07

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Gnarr er auðvitað fyrirbæri sem kjósendur í Reykjavík notaði til að lýsa vantrausti á fyrri meirihluta auk þess að smokra sér undan því um leið að greiða stjórnarflokkunum atkvæði.

Þetta er auðvitað neyðarástand sem erfitt mun verða að bregðast við á þann hátt sem réttast væri. En til þess þyrfti einfaldlega að kjósa upp á nýtt og pólitískt ástand í samfélagi okkar er óbreytt.

Ekkert í boði sem treystandi er á. 

Árni Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 14:03

45 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, það er einkennileg ráðstöfun að ætla að bæta úr því sem fólki finnst lélegt, með því að setja í staðinn eitthvað sem er algerlega handónýtt.   Ekki flokkast slíkt undir vandaða lagfæringu.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2010 kl. 15:06

46 identicon

Besti var náttúrulega nokkurs konar tilraun, það vissi enginn hvað myndi gerast þegar svona nýtt afl kemur inn á sjónarsviðið á svona vettvangi (og veit reyndar ekki enn). En ég hugsa að Reykvíkingar muni nú hugsa sig aðeins betur um í næstu kosningum heldur en bara kjósa fyndna og skemmtilega flokka sem þekkja lítið til hvernig eigi að fara með völd.  En þetta var góð hugmynd fyrir þá sem vildu gefa skít í fjórflokkinn sem margir eru komnir með hundleið á.  En það getur verið að þetta fari allt vel og allir verði glaðir eins og XÆ ætlaði sér.  Vonum það að minnsta kosti!

Skúli (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband