Margra ára flækja framundan?

Lögfræðingastóð Baugsmanna hefur áralanga reynslu af því að tefja mál og toga árum saman, fyrir dómstólum landsins.  Það sannaðist eftirminnilega í Baugsmálinu fyrsta, en þar tókst lögfræðingastóðinu að snúa svo gjörsamlega út úr málflutningi saksóknara, að eftir margra ára þóf, var aðeins sakfellt í minniháttar málum, sem þó gerðu það að verkum að Jón Ásgeir má ekki lengur sitja í stjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Samkvæmt fréttinni snýst það Baugsmál, sem nú er fyrir dómstólum um eftirfarandi:  "Þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir, Baugur og Gaumur, eru ákærð fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum á árunum 1998 til 2003. Jón Ásgeir og Kristín eru meðal eigenda Gaums sem var aðaleigandi Baugs Group en það félag er nú til gjaldþrotaskipta."

Nú er lögfræðingaliðið byrjað að véfengja ákæruna og vill að viðurkennt verði, að þetta skattamál hefði átt að sækja með upphaflega Baugsmálinu og því megi ekki reka sérstakt sakamál vegna skattamálanna núna.

Væntanlega verður þetta mál teygt og togað fyrir dómstólum í nokkur ár og þá verða líklega komin fleiri Baugs- og Bónusfeðgamál fyrir dómstólana, svo ekki er við öðru að búast, en að lögfræðingarnir og dómarar landsins muni hafa nóg að gera a.m.k. næsta áratuginn.

Þó gæti munað miklu, að Baugur er orðinn gjaldþrota og því ekki hægt að sækja þangað fjármuni til að greiða varnarkostnaðinn.


mbl.is Baugsmáli frestað um hálfan mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Því miður er það svo að allt þetta mál frá upphafi til enda (sem reyndar er ekki ennþá kominn) sýnir máttleysi dómstóla landsins og hvað lögregluyfirvöld og saksóknaraembætti hafa verið vanhæf til að taka á málum.  Það þarf virkilega að láta þetta mál (án þess að ég ætli að fella neinn dóm af eða á um það sem slíkt) verða til þess að sníða marga agnúa af dómskerfi landsins og byggja það upp á nýtt á skynsaman máta og fá til starfa hæfileikaríkt fólk.   Það verður ekki gert með því að þrengja enn að dómskerfi landsins með flötum niðurskurði og bútasaumi hér og þar.  Það verður að vera þannig í þessu landi ef við ætlum að telja okkur til siðaðra þjóða, að ekki sé sótt til saka mörgum sinnum fyrir sama brot heldur að mál séu sótt saman og málum hraðað sem kostur er, en jafnframt vandað til verka.  Embætti saksóknara má ekki gleyma sér í smáatriðum eins og gerðist með Baugsmálið þegar ákært var fyrir að nota rangt greiðslukort á Bæjarins bestu.

Jón Óskarsson, 1.12.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ósnertanlegir með öllu of mikill glæpur of miklu stolið svo einfalt er það. Þá ræður dómkerfi íslands ekki við málið guð hjálpi okkur þegar á að fara dæma í þeim brotum sem útrásarvíkingarnir stóðu að ef þetta ætlar að halda svona áfram.

Sigurður Haraldsson, 1.12.2009 kl. 18:46

3 identicon

Island I dag..................?

audvitad.....

Fair Play (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég vona að það verði aldrei sú staða á Íslandi að ekki megi verja sig fyrir ásökunum ákæruvaldsins með þeim miðlum sem tiltækir eru og menn hafa efni á.

Guðlaugur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband