Íslendingar gerðir að blórabögglum

Enski sparisjóðurinn Chelsea Building Society er nú að sameinast öðrum sparisjóði, Yorkshire Bulding Society og ber því við, að erfiðleikar hans stafi af bankahruninu á Íslandi og tap sparisjóðsins vegna þess.

Fram kemur að sparisjóðurinn tapaði 44 milljónum punda á hruni íslensku bankanna og 41 milljón punda á fasteignasvikamáli.  Síðan kemur þetta fram í fréttinni:  "Fram kemur í blaðinu Daily Telegraph, að samningarnir séu háðir því, að skuldunautar Chelsea fallist á, að afskrifa  helming af um 200 milljóna punda skuld og breyta afganginum í víkjandi lán, sem hægt verði að breyta í hlutafé. Þetta muni hækka eiginfjárhlutfall Chelsea úr 8,5% í 10-12%."

Eins og sést af framansögðu, þarf sparisjóðurinn að afskrifa 100 milljónir punda og breyta öðrum 100 milljónum punda í víkjandi lán, en tap hans vegna íslensku bankanna nam ekki "nema" 44 milljónum punda.  Aðrar ástæður eru þá fyrir því, að fella þarf niður, eða skuldbreyta, 156 milljónum punda, en gefið er í skyn, að allt sé þetta íslenska glæpahyskinu að kenna.

Íslendingarnir eru greinilega vinsæll skotspónn í Bretlandi þessa dagana, því fréttin endar svo:  "Fyrir rúmu ári sameinuðust Yorkshire Building Society og Barnsley Building Society. Ástæðan fyrir því var væntanlegt tap Barnsley vegna falls íslensku bankanna."

Samkvæmt þessu voru Bretarnir svo framsýnir, að sameina sparisjóði vegna væntanlegs falls íslensku bankanna.

Þvílíkir ómerkingar, sem Bretar eru, bæði í þessum málum og ekki síður öðrum, sem að Íslendingum snúa.


mbl.is Íslenskt bankahrun leiðir til samruna sparisjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband