Steingrímur J. margsaga

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, hefur undanfarna daga orðið margsaga vegna ríkisábyrgðarinnar á skuldum Landsbankans.  Síðast í gær sagði hann á Alþingi, að svo leynilegar ástæður væru fyrir því að ljúka málinu sem allra fyrst, að ekki væri hægt að greina frá þeim úr ræðustóli Alþingis.

Í dag segir hann, að engin leyndarmál séu í tengslum við Icesave samningana, en hins vegar hafi ýmislegt komið fram í samtölum manna, án þess að um beinar hótanir hafi verið að ræða.

Í hádegisfréttum RÚV sagði hann að 70% útflutningsvara Íslands færu á markað í ESB löndum og þetta væru svo viðkvæmir hagsmunir, að fara yrði afar varlega til að styggja ekki ESB.  Ef enginn hefur hótað neinu, hvað er maðurinn þá að fara?

Að baki þessum orðum hlýtur að liggja ótti við að ESB setji viðskiptabann á Ísland og hvernig dettur Steingrími J. í hug, að ESB grípi til slíkra stríðsaðgerða, ef enginn hefur hótað neinu?  Er þetta eingöngu eigin hugdetta Steingríms J., til að hræða stjórnarandstöðuna til hlýðni og eftirgjafar í þessu mesta hagsmunamáli Íslandssögunnar?

Það er skýlaus krafa, að Steingrímur J. og aðrir sem þjást af þrælslund gagnvart Bretum, Hollendingum og ESB, fari að segja þjóðinni umbúðalausan sannleika um samskipti sín við þessa þrælahaldara.


mbl.is Íslendingum ekki verið hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband