Svarar fyrir krónuna að sjómannasið

Viðskiptaritstjóri The Daily Telegraph, Ambrose Evans-Pritchard, hótar að svara að "sjómannasið", ef hann heyrir einhvern líkja gengislækkun íslensku krónunnar við slys. 

Í grein sinni í The Daily Telegraph, segið hann m.a:  "„Veika krónan er að gera nákvæmlega það sem hún ætti að gera,“ skrifar Evans-Pritchard. Útflutningur frá Íslandi sé  að rétta úr kútnum og vörur framleiddar á Íslandi séu að koma í stað innflutnings í stórum stíl."

Í blaðinu kemur einnig fram:  "Síðan bendir hann á að efnahagur Íslands sé að rétta hraðar úr sér en segja megi um efnahaginn á Írlandi, í Lettlandi og Litháen. Síðasttöldu löndin séu öll í viðjum fastgengis - innan eða utan evru. Hann telur að áhrif þessa komi enn betur í ljós á næstu tveimur árum."

Það er merkilegt að þessi útlendingur skuli skilja hve mikils virði sjálfstæður gjaldmiðill er fyrir Íslendina, þegar margir Íslendingar skilja ekki sjálfir hversu krónan er landinu dýrmæt við þessar aðstæður.

Það versta er að þýðing sjálfstæðs gjaldmiðils er gjörsamlega óskiljanlegt fyrir þá, sem í skammsýni sinni vilja troða Íslandi inn í ESB og taka upp Evruna.

Skammsýnastar og skilningslausastar allra eru ráðherranefnur Samfylkingarinnar.


mbl.is Hótar að svara að sjómannasið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá manninum.

Samfylkingarfólk vill bara komast á kontórona í Brussel til að komast í ókeypis ferðalög vítt og breytt um ESB-löndin í gegnum vinnu sína þar, og mæta svo í kokteilboð á kvöldin að lokinni vinnu.

Fyrir Samfylkinguna er ESB hin nýja útrás þeirra, og staðinn fyrir hlutabréf kemur Evra.

Þórólfur Á. Birgisson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 14:32

2 identicon

Já en það var engu að síður þetta krónutetur sem átti þátt í að koma okkur í þann gríðarlega vanda sem við erum í. Það er krónunni að "þakka" að við komumst varla út fyrir landsteinanna vegna þess hve allt er ógnarlega dýrt úti í hinum alvöru heim.

Kári (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kári, það var ekki krónan sem kom okkur í þann vanda, sem við erum í núna.  Það eru afleiðiðingar útrásarinnar og gríðarleg erlend lántaka o.fl., sem eru búin að koma krónunni í þá stöðu, sem hún er í núna.

Gengislækkunin hefur auðvitað orðið til þess, að allt sem kemur erlendis frá hefur hækkað mikið í verði, en á móti kemur að útflutningsatvinnuvegirnir eru að fá miklu hærri tekjur í krónum en áður, þrátt fyrir lækkandi afurðaverð í erlendum gjaldeyri.

Við værum í sömu stöðu og löndin sem upp voru talin að ofan, ef við hefðum verið svo óheppin að vera búin að taka upp Evruna.

Krónan mun koma þjóðinni upp úr kreppunni mun fyrr, en framangreindum þjóðum.

Ekki veitir af, því ekki mun ríkisstjórnarómyndin gera það.

Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þessi erlendi maður sér kosti krónunnar fyrir okkur,en það er meira en margir af hagfræðingum okkar sér. Samt virðist þetta vera svo augljóst að við þurfum meiri útflutning en minni innflutning og þar af leiðandi meiri atvinnu, Evran mundi hafa þveröfug áhrif.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.10.2009 kl. 15:31

5 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Rétt hjá þér Axel

Örvar Már Marteinsson, 27.10.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband