Skíðaskáli eða höll?

Skiptastjóri þrotabús Baugs Group er að skoða hvort rifta beri "sölu" á skíðaskála frá Baugi Group til Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en verðlagningin milli félaganna er talin vera óeðlileg.

Fram kemur í Mogganum í morgun, en ekki á mbl.is, að skíðahöll þessi sé metin á rúma sex milljarða króna og hlýtur Sigurður Einarsson að vera haldinn mikilli minnimáttarkennd vegna síns eins milljarðs sumarbústaðar fyrir vestan.  Einnig er það athyglisvert í Moggafréttinni, að í fyrri lotu endurfjármögnunarinnar átti að verða afgangur af láni, að upphæð einn milljarður, sem átti síðan að ganga til Jóns Ásgeirs sjálfs og konu hans.  Í seinni hluta endurfjármögnunarinnar áttu síðan að verða "afgangs" tveir milljarðar króna, en ekki kemur skýrt fram, hvort þeir áttu líka að ganga til hjónanna persónulega.

Fram kemur einnig, að Jón Ásgeir á  annan skíðaskála, skammt frá þessari skíðahöll, en ekki kemur fram, hvort hann stenst samanburð í flottheitum og verði.

Þetta er dæmigerð saga um það, hvernig flottræflarnir lifðu og rökuðu milljörðum í eigin vasa, með því að taka til sín "afganga" af lánum sem tekin voru í braskið.


mbl.is Sölu á skíðaskála rift?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fynst svo skrítið að á meðan í þessum rannsóknum hjá sérstökum saksóknara eða rannsóknarnefndum eða hvað þetta heitir allt saman að þá eru oft að leka út eitt og eitt nafn sem sem verið er að rannsaka. Ég minnist ekki svona í fljótu bragði hafa séð nöfn úr innsta hring Baugs. Þó virðist einhverjir einstakklingar þar hafa lifað mjög flottræfilslega. Baugur var ekki veldi í marga ættliði. Ef ég hef rétt fyrir mér að þá mörðu þeir að lifa af 20 ára afmælið. Fyrstu árin að ég held voru kannski líka erfið. Það að hafa getað "nurlað saman" tugum milljarða til að eyða milljörðum í splunkunýja einkaþotu, Lúxussnekkju (líka ný),  hús í USA á milljarða, nú og svo auðvitað þennan "skíðaskála" á 6 miljarða (ágætis kofi það) og fleyra og fleyra (til dæmis Rolls Roys bifreið). Það kalla ég nú bara ágætt að hafa getað hert aðeins á sultarólinni og sparað sér fyrir þessu öllu!! og það á ekki lengri tíma??? Það mætti segja mér að einhverjir mundu öfundast aðeins í laun þessara manna (hver hafa þau verið á mánuði (eða á maður frekar að spurja á sekóndu)).  Hins vegar heyrir maður alltaf að allir versla i Bónus, að því að það er svo ódýrt!!??? Miðað við allt hrunið sem að hluta til er þessum mönnum að þakka að þá á ég erfitt með að sjá sparnaðinn okkar þar?? En það getur vel verið að ég skilji ekki þetta allt saman (á allavega mjög erfitt með það). Allavega þætti manni vænt um ef að einhver þau nöfn mundi leka út úr einhverjum þessum rannsóknum öllum en einhvernvegin á ég ekki von á því. Er ekki sjálfur JÁJ í vinnu hjá skilanefnd Baugs úti vegna "þekkingu" sína á þeim fyrirtækjum sem var í eigu Baugs??? Það er eins og mig minnir að það hafi einhverntíman komið í fréttum??

Kjarri. 

Kjarri (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband