Afganistan og Ísland

Gordon Brown, flokksfélagi Össurar grínara, á nú í miklum vandræðum heimafyrir, því stuðningur við hann og ríkisstjórn hans fer síminnkandi og er nú aðeins 24%.  Össur, ævifélagi í breska verkamannaflokknum, getur þó ennþá státað af 43% stuðningi við þá stjórn, sem hann situr í, þótt sá stuðningur fari einnig stöðugt minnkandi.

Óvinsældir Browns eru, fyrir utan efnahagsástandið í Bretlandi, helst raktar til slæms gengis breska hersins í Afganistan og mikils mannfalls hermanna þar.  Bretar eiga einnig í stríði við Ísland, þó af öðrum toga sé, þ.e. efnahagsstríði, með það að markmiði, að gera út af við Íslendinga í eitt skipti fyrir öll, fjárhagslega, og fullhefna þannig fyrir þorskastríðin.

Brown hefur beitt öllum brögðum í þessu efnahagsstríði, þar með talin beiting hryðjuverkalaga, en þrátt fyrir vonir hans, hefur þessi níðingsskapur gegn smáþjóð ekki náð að vega upp á móti Afganistanstríðinu, en Brown hélt að Íslandsstríðið myndi hífa hann upp í vinsældum á ný.

Svona geta stríð farið með þjóðarleiðtoga, hvort sem hernaðurinn gengur vel, eða illa.


mbl.is Vinsældir Browns minnka enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband