Bjarni var ekki í Baugsliðinu

Bjarni Ármannsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu, með skýringum á peningalegum millifærslum á hans vegum, milli landa, vikurnar fyrir bankahrunið og í fljótu bragði sýnast hans skýringar geta staðist.

Eins og fram kemur í yfirlýsingunni, hætti Bjarni sem forstjóri Glitnis, einu og hálfu ári fyrir bankahrunið og var löngu fluttur til Noregs, þegar að því kom.  Einhversstaðar kom fram, að hann væri nú að flytja aftur til Íslands og þá líklega til Akureyrnar, en það verður ekki selt dýrar en það var keypt.

Ef minnið er ekki að svíkja, hvarf Bjarni frá Glitni þegar Baugsliðið náði eignarhaldi á meirihluta hlutafjár í bankanum og vegna þess að ekki hafði verið kært með Bjarna og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, var Bjarni látinn hætta og Lárus Welding keyptur til Glitnis og fékk einhverja millljónatugi (eða hundruð) fyrir að mæta í vinnuna.

Bjarni ber mikla ábyrgð á því bankakerfi, sem byggðist upp eftir einkvæðingu bankanna og getur ekki vikist undan henni, en ástæðulaust er að gera honum upp einhverjar misgjörðir innan bankanna löngu eftir að hann hætti þar störfum.

Hvernig Bjarni eignaðist alla þessa peninga, með háum launum, kaupaukum, arði og söluhagnaði, er allt önnur Ella og ekki öllum hugnanleg.


mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er bjarni þessi ekki upphafsmaður ofurlaunaruglsins?

zappa (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:36

2 identicon

afhverju er pilturinn ekki úti?

Hilla (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:37

3 Smámynd: Ferningur

Ég veit ekki hvort þú ert að verja Bjarna eða ekki í þessum pistli en það er auðvitað rétt að þessar millifærslur eru eðlilegar frá sjónarhóli Bjarna og ekkert ólöglegar í sjálfur sér.

Málið er hins vegar að hann og aðrir eru að flytja úr landi peninga sem hann eignaðist með því að mergsjúga áður vel stæð íslensk fyrirtæki gegnum veðsetningar, launagreiðslur, kaupauka og arð.  Allt getur þetta verið löglegt en siðlaust er þetta og afleiðingarnar eru ástandið sem Ísland og almenningur á Íslandi nú situr í.

Það er því ekkert ómálefnalegt að gagnrýna Bjarna fyrir þessar gjörðir og krefjast þess að þessi peningur verði aftur fluttur til landsins og skilað til þeirra sem hann áttu upphaflega, með góðu eða illu.

Ferningur, 28.7.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú byrjar bullið ef hann var ekki í Baugsliðinu þá er hann góður gæi eða er ég að misskilja eitthvað í færslunni

Finnur Bárðarson, 28.7.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja ég verð eiginlega að taka undir með Finni hér..

hilmar jónsson, 28.7.2009 kl. 18:28

6 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Axel er þá 1-1 á Skaganum nei maður segir nú bara svona

Pétur Steinn Sigurðsson, 28.7.2009 kl. 19:51

7 Smámynd: Benedikta E

Afhverju er pilturinn ekki úti - spyr Hilla.

Það var víst lítil eftirspurn eftir "snilligáfu" Bjarna í Noregi - það tók hann ekki nema 8 mánuði að átta sig á því..............svo við megum "eig ann"

Benedikta E, 28.7.2009 kl. 21:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Færslan er ekki hugsuð á nokkurn hátt sem vörn fyrir Bjarna, enda ekki kunnugur manninum á nokkurn hátt, annan en úr fjölmiðlum.  Var bara að benda á að hann var löngu flúinn úr landi með sinn feng, áður en kom að bankahruninu, hvort sem hann vissi hvað í vændum var, eða ekki.

Það var tekið fram, að Bjarni ber mikla ábyrgð á því hvernig bankarnir þróuðust, eftir einkavæðinguna, og einnig var verið að benda á valdabaráttuna um Glitni, sem lauk með yfirtöku Baugsliðsins og brottrekstri Bjarna. 

Einnig er tekið fram, að persónuleg fjáröflun Bjarna var á þann hátt, að hún hugnast hreint ekki öllum.

ps.  Pétur, því miður teljast jafnteflin vera góð úrslit á Skaganum þessa dagana.

Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband