Þurfa tíma til að lesa

Árni Þór Árnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur það afar slæman kost að fresta umræðum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans fram á haust, þó hann viti varla hvers vegna það væri slæmur kostur.  Í fréttinni segir hann:  "Ég þori ekki að fullyrða um hvort og þá hvaða afleiðingar það hefði að fresta málinu en ég held í sjálfu sér að málið sé ágætlega þroskað."

Fyrr í fréttinni segir Árni:  "Það liggur hins vegar fyrir gríðarlegt magn af gögnum í málinu, fleiri möppur og ég veit ekki hvenær þingmenn ætla að komast yfir þau öll."  Í þessu felst, að gögn málsins séu svo fyrirferðamikil, að þingmenn hafi ekki haft nokkurn tíma til þess að kynna sér þau.  Þingmenn hafa verið svo uppteknir undanfarið við afsal fullveldisins, að enginn tími hefur gefist til að sinna öðrum málum, hvorki Icesave, né brýnum efnahagsmálum, atvinnumálum eða málefnum heimilanna í landinu.

Fyrst nefndarformaðurinn veit ekki hvenær þingmenn ætla að komast yfir öll gögn Icesavemálsins, er rétt að benda honum á, að einmitt væri upplagt að fresta því til haustsins, svo þingmenn geti kynnt sér gögnin í þinghléinu.

Þetta hefði jafnvel alþingismanni úr stjórnarliðinu átt að geta látið sér detta í hug, því þetta liggur í augum uppi. 

 


mbl.is Frestun Icesave slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það segir sig sjálft nafni að það er ótækt að þingið afgreiði mál, hvort sem það heitir Icesave eða eitthvað annað, ef þingmenn hafa ekki haft tíma til að kynna sér nægjanlega öll fyrirlyggjani gögn málsins. Ef eitthvað þolir ekki bið til haustsins verður þingið að starfa áfram. Sumarfrí þingmanna og starfsmanna þingsins er vart það sem er mest aðkallandi í þjóðfélaginu í dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband