Glæpnum hraðað

Foringjar þeirra þjóðnýðinga, sem samþykktu í gær að grátbiðja ESB um Ísland fengi að gerast afdalahreppur í stórríki Evrópusambandsins, biðu ekki boðanna, í sæluvímu sinni yfir vel heppnuðum svikum við þjóðina, með að skrifa kvölurum þjóðarinnar og segja þeim frá afrekum sínum.

Tillagan um að fá að verða hreppsómagi í stórríkinu var samþykkt um klukkan tvö eftir hádegi í gær og samkvæmt fréttinni var beiðnin um fullveldisafsalið afhent í Stokkhólmi í dag, en fréttin segir:  "Bréfið er dagsett í gær og undirritað af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra."  Áður hafði verið sagt að bréfsnifsið yrði afhent á fundi ESB, sem haldinn verður þann 27. júlí n.k., en ánægja með óþokkaverkið hefur verið svo mikil, að engu er líkara en pappírinn hafi verið sendur með einkaþotu til Stokkhólms, svona í anda útrásarvina Samfylkingarinnar.

Á lögreglumáli, myndi þetta heita að um staðfastan ásetning um glæp væri að ræða.


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem þú þú virðist hafa mikinn tíma til að ígrunda örlög þessarar þjóðar sem þú telur (enn) vera fullvalda, þó hún sé það ekki neitt, þá vil ég segja að ég hugsa að sjálf þjóðhetjan Jón Sigurðsson mundi ekki kætast yfir hvernig núlifandi Íslendingar hafa ávaxtað hans pund. Ég þykist viss um að hann óskaði okkur helst aftur undir Dani.

Kári (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:20

2 identicon

Hmm....

Búið að sækja um aðild segir fréttin.. Var ekki bara verið að fara fram á aðildarviðræður ?

alltaf er moggin trúr sínum ! og alltaf jafn mikið bull frá honum ! sama hver er eigandinn.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:28

3 identicon

Kári, ertu að tala manninn sem flutti 22ja ára til Danmerkur og bjó þar til æviloka?

Elvar (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kári, þú virðist vera í miðilssambandi við Jón Sigurðsson og þykist viss um að hann óskaði okkur aftur undir Dani.  Enginn dómur verður lagður á það, hvað þú er næmur í miðilsstarfinu, en ef þetta er rétt eftir honum haft hjá þér, er ekki mikill skoðanamunur hjá ykkur, hann vildi undir Dani og þú undir stórríki ESB, þar sem Danir eru fyrir.

Birgir, aðildarviðræður eru ekkert annað en umsókn um aðild.  Hvað lest þú annað út úr orðinu "aðildarviðræður"?

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2009 kl. 15:43

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Axel Jóhann. 

Mogginn og RÚV hafa alltaf talað voða sakleysislega bara um aðildarviðræður og hvort það ætti ekki að fara í aðildarviðræður við ESB og sv. frv.

Létu meira að segja gera skoðanakönnun sem spurði bara hálfrar spurningar eða hvort fólk vildi fara í aðildarviðræður við ESB, en gættu þess alltaf vandlega að spyrja ekki:

"Vilt þú að Ísland sæki um aðild að ESB og í framhaldinu fari í aðildarviðræður við Sambandið".

Því það er akkúrat í þessari röð sem þetta verður að gerast og er nú að gerast.

En núna allt í einu nú þegar búið er að senda inn aðildarumsókn og glæpurinn er skeður sem þeir geta leyft sér að tala sigurreifir í fyrirsögnum um að búið sé að senda inn ESB umsóknina um aðild.

Það er ekki af þessum ESB sinnuðu fjölmiðlum að spyrja, hlutdrægninn og lymsku meðulinn vaða þar uppi. 

Við skulum samt hætta að gráta Björn bónda Axel minn heldur skulum við nú safna liði og reka þetta ESB landráðahyski af höndum okkar.

Við munum kolfella þennan ESB samning og landráðaplagg sem þessar lufsur koma með heim frá Brussel.

                                          ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB - ALDREI !

Gunnlaugur I., 17.7.2009 kl. 16:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála þér Gunnlaugur.  Blekkingum og hálfsannleika hefur óspart verið beitt í áróðrinum.  Einnig er algerlega orðið óþolandi hvað allir fjölmiðlar eru orðnir hlutdrægir í þeim málum sem þeir fjalla um hverju sinni, ekki síst í þessu ESB máli.  Áður fyrr fluttu þeir fréttir, núna flytja þeir nánast eingöngu sínar skoðanir.

Þessi orusta tapaðist, en stríðið er alls ekki búið. 

Brussel plaggið verður rifið við komuna til landsins.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2009 kl. 16:39

7 Smámynd: Páll Blöndal

Svona er þetta bara:
ESB andstæðingar

Páll Blöndal, 17.7.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Páll, ekki er nú málefnaleg skilgreining þín á þeim sem eru á annarri skoðun en þú sjálfur.  Þykist sjálfur vera mikill heimsborgari, en aðrir eru bara smásálir, sem eingöngu hugsa um að hokra á smábúum eða okra og græða á náunganum.

Þú ættir að taka saman lista yfir einkenni landsölumanna og undirokaðra, sem sleikja tær kúgara sinna.

Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband