Rannsóknir efnahagsbrota

Við rannsókn Baugsmálsins fyrsta var saksóknaraembættið vanbúið til að takast á við svo stórt og flókið mál, enda voru Baugsmenn með allar helstu lögfræðistofur landsins, ímyndarsmiði og fjölmiðla í sinni þjónustu, sér til varnar.  Eftirmynnilegar eru fréttamyndir úr réttarsalnum, þar sem saksóknarinn sat einn við málflutning, gegn allt að níu lögmönnum sem önnuðust vörnina á staðnum, en þar fór einungis toppurinn á varnarjakanum.

Að lokum fór svo, að verjendum tókst að snúa og þvæla málinu fram og til baka, árum saman, og hártoga allar sakargiftir á þann hátt, að sýknað var í flestum ákæruliðum.  Sagt var að þetta hefði líkst vörninni í morðmálinu gegn O. J. Simpson, þar sem sakborningurinn var sýknaður, vegna þess hvernig lögmönnum hans tókst að snúa út úr og véfengja öll sönnunargögn, skjólstæðingi sínum í hag.

Þess vegna er nú afar nauðsynlegt, að leggja til allt það fjármagn og sérfræðingalið, sem mögulegt er, til þess að væntanlegum verjendum banka- og útrásarmógúla takist ekki að eyðileggja allar ákærur, eingöngu vegna þess að ákæruvaldið hafi ekki mannskap til að standa gegn verjendahernum.  Enginn þarf að efast um að væntanlegir sakborningar munu hafa peninga til að ráða alla snjöllustu verjendur landsins og jafnvel erlendar lögfræðiskrifstofur í tilraunum sínum til að hnekkja öllum ákærum.

Þrátt fyrir kreppu, verður þjóðin að hafa efni á að rannsaka meinta efnahagsglæpi, þótt flóknir séu.


mbl.is Rannsókn á efnahagsbrotum efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

já og umfram allt þarf að rannsaka þátt Davíð, Árna Matt og Geirs Harde..

hilmar jónsson, 17.7.2009 kl. 14:26

2 identicon

Já einmitt bádir tveir...og ekki má gleyma ad rannsaka thátt Halldórs Ásgrímssonar.

Gjamm (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er ekki rannsóknarnefnd Alþingis að rannsaka orsök bankahrunsins?  Ábyrgð þessara manna og annarra hruninu hlýtur að koma fram þar.

Það eru hinsvegar ekki nema eldrauðustu vinstri menn á Íslandi, sem halda því fram að þessir stjórnmálamenn og aðrir, séu beintengdir þeim glæpum, sem flestir eru sannfærðir um, að hafi verið framdir af banka- og útrásarmógúlunum.  Hafi þessir eldrauðu rétt fyrir sér, munu þessir menn verða dregnir fyrir dómstóla og þeir fá sína meðferð þar, eins og hinir raunverulegu gerendur.

Hins vegar þarft þú, Hilmar, sáluhjálpar þinnar vegna, að fara að komast upp úr þessum Davíðs, Árna Matt. og Geirs Haarde skotgröfum og fara að líta raunsærri augum á umhverfið.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2009 kl. 14:45

4 identicon

Ég er feginn að hin ýmsu fyrirtæki Karls Wernerssonar séu nú til rannsóknar. 16 milljarða þurfti þjóðin að borga til að bjarga Sjóvá eftir fjármálabruðl hans. Svo situr hann með pálmann í höndunum og mokar inn peningum á lyfjakeðju sinni Lyf og heilsu, Apótekaranum og Skipholtsapóteki. Landsmenn þurfa að taka sig til og sniðganga fyrirtæki þessarra útrásarvíkinga.

Stebbi (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband