Atvinnuleysi í ESB

Á Íslandsi ríkir ein dýpsta efnahagskreppa, sem yfir landið hefur dunið, með tilheyrandi erfiðleikum heimila og mesta atvinnuleysi í áratugi.  Í febrúarmánuði mældist atvinnuleysi hérlendis 8,2% og þykir Íslendingum atvinnuleysi af þessari stæðrðargráðu algerlega óþolandi.  Eina ráðið, sem Smáflokkafylkingin sér til bjargar, er að þjóðin gangi í ESB og þá verði atvinnuleysi hér svipað og í öðrum Evrópuríkjum.

Því er haldið fram, að kreppan hér sé miklu meiri en í ESB ríkjunum, enda hafi allir helstu bankar Íslands farið á hausinn, en ekki nema hluti banka í ESB, en öðrum hafi verið bjargað með þúsundum milljarða Evra framlaga úr viðkomandi ríkissjóðum.  Í því ljósi, er athyglisvert að atvinnuleysi mældist að meðaltali 7,9% í ríkjum ESB í febrúar, eða nánast það sama og hérlendis, þrátt fyrir kerfishrun.  Í einstökum ESB löndum er atvinnuleysið miklu meira, t.d. 10,9% í Póllandi og hvorki meira né minna en 17,36% á Spáni, sem er það mesta frá því mælingar hófust árið 1976.

Ekki hefur langvarandi aðild Spánar að ESB hjálpað mikið í atvinnumálum og ekki heldur í efnahagsmálum almennt, því Spánverjar eru í miklum efnahagslegum erfiðleikum og ekki hjálpar Evran mikið í þeim málum, er reyndar frekar til trafala.  Ekki er framtíðin heldur glæst fyrir spænska launþega, því spáð er að atvinnuleysi verði orðið 19,4% á Spáni á næsta ári.

Atvinnuleysi í eðlilegu árferði í ESB löndum hefur alltaf verið margfalt á við það sem hérlendis hefur verið og hér þarf kerfishrun, til að atvinnuleysið verði sambærilegt við ESB.

Inn í slíkt ástand vill Smáflokkafylkingin koma Íslandi varanlega. 


mbl.is Atvinnuleysi mælist rúm 17% á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu, bíddu.  Á ekki ESB-aðild að koma í veg fyrir atvinnuleysi?

Eiga ekki Evra og ESB-aðild að þýða skjól fyrir atvinnuleyi og kreppu og það að eilífu?

Hvað klikkaði eiginlega???

Samfylkingin segir: Samfylking + ESB + Evra = Vinna og velferð

Þetta passar bara ekki.

Málið er það að fyrir hrun var Ísland fremst meðal jafningja í efnahagslegu tilliti og velferð var ein sú mesta og atvinnuleysi var yfirleitt um og undir 1%

Við getum orði svona vel stæð aftur og það ÁN Samfylkingarinnar, ESB og Evrunnar!  Vilji og samtakamáttur fólksins í landinu er allt sem til þarf.  Ekki ESB.

Heiðar Freyr Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Í ESB eins og allsstaðar annarsstaðar er að finna atvinnuleysi af öllum stærðum, lítið sem mikið. Þetta fer allt eftir landinu sem við er átt. Innganga í ESB hefur engin áhrif á atvinnuleysi lands önnur en hún hefur almennt á efnahag landsins. Í okkar tilviki mun innganga gera fjármálastöðu okkar mun betri og gera okkur aftur að ásættanlegum kost fyrir fjárfestingar af ýmsum toga, laga atvinnuumhverfi fyrir fyrirtæki eins og CCP, ofl.

Að ganga í ESB bjargar þjóðum ekkert frá lélegri stjórn sjálfs landsins. Auðvitað er mikið atvinnuleysi í ýmsum löndum. Ef meðaltalið er hinsvegar 7,8%, segir það sig sjálft að í mörgum er það einnig mun lægra.

Þetta er hræðsluáróður, þó eflaust óviljandi sem oftast. Staðreyndir sína að atvinnuleysi breytist lítið við inngöngu. Þvert á móti hefur hægt og bítandi lækkað atvinnuleysi í mörgum löndum sem höfðu mjög hátt atvinnuleysi fyrir. Það tekur hinsvegar tíma, enda þótt þetta hjálpi fjármálakerfinu lagfærast þau ekkert einn tveir og þrír, sérstaklega þar sem fólk kýs nú yfir sig ýmiskonar efnahagsstjórnir þar sem hér.

Evran er stöðugleiki, án þess að við þurfum að brenna upp gjaldeyrisforða landsins til að viðhalda gengi hennar. Stöðugleiki með sterkan bakhjarl. Stöðugleiki fyrir fyrirtæki, fjárfesta og atvinnulíf í heild.

Þar að auki vil ég enn og aftur benda á að í þessum kosningum snýst þetta ekki um hvort við göngum inn, heldur hvort við sækjum um aðild og sjáum hverslags samning við mundum fá. Það tapast ekkert á því, og til margs er að græða.

Forðumst hræðslumýtur um ESB, kynnum okkur málið og setjum X við S!

Friðrik Jónsson, 24.4.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Friðrik, þakka þér kærlega fyrir innleggið.  Allar þínar röksemdir eru mjög gott innlegg gegn aðild að ESB.  ESB aðild bjargar sem sagt engu í atvinnumálum eða efnahagsmálum yfirleitt.  Ekki bjargar Evran heldur, hún veitir traust segir þú, en hún veitir Íslendingum ekkert traust, þegar á hólminn er komið, því útlendingar munu skoða efnahag landsins og eldri viðskipti við landið, þegar þeir meta traustið, ekki gjaldmiðilinn. 

Allur þinn málflutningur eru því góð rök gegn aðildarumsókn.

Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2009 kl. 11:25

4 identicon

Friðrik Jónsson, er þetta ekki brandari hjá þér???

CCP forstjórinn er meðmæltur ESB aðild af því að hann styður ESB.

CCP er gengisóháð fyrirtæki.  Það fær allar sínar tekjur í erlendri mynt, og öll þeirra gjöld og rekstrarkostnaður er sömuleiðis í erlendri mynt.

Heiðar Freyr Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:40

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Friðrik Jónsson! Margt hef ég heyrt sem "rök" fyrit aðild að ESB! Enn þetta er komment þitt er með því hrikalegasta og bjánalegasta sem ég hef lesið.

Ef þú ert vangefinn, biðst ég afsökunar.

Ég ber virðingu fyrir heilabiluðu fólki og andlega fötluðu.

Takk fyrir góðan pistil Axel Jóhann! 

Óskar Arnórsson, 24.4.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband